Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Ejub er að fara að brjóta sjónvarpið sitt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport höfðu nóg að tala um þegar að þeir tóku fyrir leik Víkings Ólafsvíkur og Fjölnis um helgina.

Heimamenn komust í 3-0 forystu en þá tóku Fjölnismenn við og skoruðu fjögur mörk. Víkingar náðu þó að koma til baka og jafna metin í 4-4, sem urðu lokatölur leiksins.

„Var þetta karakter hjá Fjölni að snúa þessu í 4-3 eða karakter hjá Ólafsvík að koma til baka eftir höggið?“ spurði Hjörvar Hafliðason.

„Merkilegast fannst mér að Víkingar lögðu niður störf eftir 3-0 markið - þá hættu þeir,“ benti Óskar Hrafn Þorvaldsson á.

Þegar varnarleikur Ólafsvíkinga í þriðja marki Fjölnis var skoðuð stóð ekki á viðbrögðunum.

„Ejub er að fara að brjóta sjónvarpið sitt núna. Þetta er bara hryllilegt,“ sagði Hjörvar og þáttastjórnandinn Hörður Magnússon tók í svipaðan streng.

„Það er mjög gott orðatiltæki á ensku, „Comedy of errors“. Það lýsir þessu vel.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×