Enn um rakaskemmdir í húsnæði Davíð Gíslason skrifar 13. september 2017 07:00 Í Morgunblaðinu 1. september birtust athyglisverðar greinar um milljarða króna mygluskemmdir og um áhrif rakaskemmdanna í húsum á þá sem þar starfa. Mygluskaðar í húsum hafa verið mikið til umræðu í fréttum og fjölmiðlum vegna skemmdanna á Orkuveituhúsinu. Í greininni voru taldar upp margar byggingar Landspítalans, sem orðið hafa fyrir rakaskemmdum og jafnframt var minnst á rakaskemmdir í húsi velferðarráðuneytisins á 4. hæð í Hafnarhúsinu, auk nokkurra annarra stórra bygginga. Rakaskemmdir í húsum eru angi af því sem kallað hefur verið húsasótt á íslensku (sick building syndrome), og þetta hugtak barst til landsins á áttunda áratug síðustu aldar. Þótt skaðsemi myglu hafi verið þekkt hér á landi í hundruð ára (Jón Pétursson, Tímarit Hins konunglega íslenska lærdómslistafélags 1794; 13:215-16), og orðið heysótt, sem tengist vinnu í mygluðu heyi, sé þekkt í málinu frá því um aldamótin sextán hundruð, varð það ekki fyrr en með baráttu Sylgju Daggar Sigurjónsdóttur líffræðings, í byrjun þessarar aldar, að athyglin fór að beinast að íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, en hún hafði fundið á eigin skinni hvaða áhrif rakaskemmdir í íbúðarhúsnæði gátu haft á heilsuna. Læknum hættir til, eins og Tómasi forðum, að trúa aðeins því sem þeir geta þreifað á eða mælt í tilraunaglösum. Þetta kallast gagnrýnin hugsun og er forsenda fyrir nýrri þekkingu og framförum. Einkenni vegna rakaskemmda geta brugðið sér í allra kvikinda líki, og því telja sumir læknar jafnvel enn að þetta sé angi af taugaveiklun eða jafnvel geðveiki. Sama átti við um óþol fyrir rokgjörnum, ilmandi efnum, sem sumt fólk þolir ekki. Þetta var kallað ímyndunarveiki, þar til sýnt hafði verið fram á hvers eðlis þetta fyrirbæri var (Leitarorð: Lowhage O, Millquist E, Sensoric hyperreactivity). Í glænýrri yfirlitsgrein er einkennum af völdum raka- og mygluskemmda í húsnæði lýst (Valtonen V, Frontiers in immunology, 10. ágúst 2017, 1-6). Höfundurinn bendir á að ekki séu til nein viðtekin greiningarskilmerki né rannsóknarniðurstöður sem hægt sé að byggja örugga greiningu á. Einkennin geta komið eftir fáeina mánuði, en í öðrum tilfellum mörgum árum eftir að mygluskemmdir komu í ljós. Einkenni byrja oft í slímhúðum með roða og kláða í augum, stíflum í nefi, hnerrum og hósta. Þessi einkenni geta þó komið fram við húsasótt vegna annarra slæmra loftgæða. Sams konar einkenni geta komið fram af ýmsum öðrum ástæðum svo sem venjulegu kvefi. Einkenni af rakaskemmdum í húsum lagast í fyrstu fljótt þegar skipt er um umhverfi, en koma jafnharðan aftur þegar komið er í gamla umhverfið eða í annað rakaskaðað umhverfi. Eftir því sem lengri tími líður í óheilbrigðu umhverfi geta einkennin magnast og orðið margbrotnari og tekur þá lengri tíma að jafna sig þar til einkennin verða varanleg. Samkvæmt grein Valtonens getur verið um að ræða endurteknar skútabólgur, berkjubólgur og lungnabólgur, herpesvírussýkingar, langvarandi hita og þreytu. Sjúklingar kvarta stundum yfir langvarandi vöðva- og liðverkjum. Þeir kvarta einnig stundum yfir drunga, minnisleysi og einbeitingarskorti, mæði og úthaldsleysi. Margs konar húðútbrotum hefur einnig verið lýst. Líklega eru ekki til rannsóknir sem sanna samband allra þessara einkenna við rakaskaðað húsnæði, en enginn vafi leikur á sambandi einkenna frá öndunarfærum og þess konar húsnæðis. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar skrifaði grein í Fréttablaðið 5. september um þetta efni. Hann hóf skrifin með því að lýsa ferð föður síns, Stefáns Jónssonar fréttamanns, norður í land að flytja fréttir af draugum. Þótt draugatrúin hafi verið á undanhaldi á Íslandi, þegar fréttamaðurinn fór þessa ferð undir lok sjöunda áratugarins, þá gat þessi snjalli sagnameistari látið mann trúa því að hann hafi hitt drauga, ef ekki dauða þá að minnsta kosti ekki alveg eins lifandi og annað fólk. En þess vegna segir forstjórinn frá þessari ferð föður síns að hann telur að trúin á heilsuspillandi áhrif rakaskemmda og myglu í húsnæði sé sama eðlis og draugatrú og hafi leyst hana af hólmi hér á landi. Allt sé þetta bull og vitleysa, sem heltekið hafi þjóðina, og óþarfi að henda milljörðum í viðhald og viðgerðir á húsum sem svona sé ástatt um, þótt hann segi þetta ekki með þessum orðum. Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum hafi honum ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á, með vísindalegum aðferðum, að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna. Það er mikið verk að kanna allt sem skrifað hefur verið um þetta efni. Ef flett er upp á húsasótt í leitarvél koma upp 858 greinar. Þessar greinar eru sjálfsagt mjög misjafnar af gæðum, en þær hafa verið skrifaðar vítt og breitt um heiminn, þannig að þessi nýja tegund draugagangs hefur þá meiri útbreiðslu en forstjórinn vill vera láta. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur látið sig málið varða og dregur ekki í efa sambandið milli rakaskemmda og sjúkdóma í öndunarfærum. Þess ber þó að geta, að það finnast greinar sem neita öllu sambandi milli raka í húsnæði og sjúkdóma nema þeirra sem stafa af ofnæmi. Mér sýnist forstjóranum hafa sést yfir vandaða norræna rannsókn, sem sýnir fram á heilsuspillandi áhrif rakaskemmda á lungnastarfsemina (María Gunnbjörnsdóttir et al. Thorax 2006;61(3):221–225.). Ég sé oft fólk sem lýsir því hvernig það hefur mánuðum saman haft einkenni frá loftvegum og augum, þreytu og einbeitingaskort, sem hefur lagast við að fara í frí um tíma og kemur svo strax aftur þegar það kemur til baka úr fríi. Þetta getur átt við eigið húsnæði eins og atvinnuhúsnæði. Þegar einkenni lagast við að skipta um svefnstað nokkrar nætur, og koma svo strax aftur þegar komið er inn í eigin íbúð, er erfitt að rengja þetta fólk. Þótt það séu engin vísindi, langar mig að segja eina sögu úr 40 ára reynslubanka sérfræðings um tíu ára dreng, sem kom til mín fyrir fjöldamörgum árum. Hann hafði fengið einkenni um astma nokkru áður. Móður hans þótti þetta skrítið og velti fyrir sér hvað gæti valdið þessu. Einni eða tveimur vikum áður en einkennin byrjuðu höfðu foreldrarnir keypt veggklæðningu, sem hlaðið var upp í stofunni og beið nú eftir smið, sem ekki mætti á réttum tíma. Það skyldi nú vera að drengurinn þyldi ekki útgufun úr spónlögðum viðnum? Foreldrarnir báru klæðninguna út í bílskúr við húsið og loftuðu vel út í stofunni. Pilturinn hætti að finna fyrir astmanum. Móðir drengsins hugsaði sem svo að þetta væri kannski einber tilviljun og fór, þegar enginn vissi til, út í bílskúrinn, sótti eitt borð og laumaði undir rúmið hjá dregnum. Morguninn eftir vaknaði hann með astma. Fólk er afar misjafnt að upplagi og sumir þola mikið áreiti af ryki og pestarlofti þar sem aðrir þola miklu minna. Ég hef álitið, að þegar ekki er hægt að sýna fram á ofnæmi hjá þeim sem kvarta undan rakaskemmdu húsnæði, þá geti þar verið um að ræða viðkvæma einstaklinga sem ekki þola rokgjörn, ertandi efni sem losna úr læðingi við uppgufun úr byggingarefni, þar með talin eiturefni frá sveppagróðri. Þessi trú mín hefur styrkst af því að hitta einstaklinga sem hafa verið að flytja inn í splunkunýtt húsnæði og vaknað þar upp með astma, sem þeir hafa ekki fundið fyrir áður. Áður hefur komið fram að hús Íslandsbanka, Orkuveitunnar og Vegagerðarinnar hafa verið rýmd vegna rakaskemmda. Einnig var húsnæði velferðarráðuneytisins rýmt um það leyti sem núverandi heilbrigðisráðherra kom til starfa. Í Morgunblaðinu var viðtal við lífeindafræðing, sem starfað hefur við Landspítalann í 25 ár í hússkrifli sem dæmt er ónýtt vegna rakaskemmda. Hann er orðinn veikur vegna þessara aðstæðna, og nú er stafsfólkinu boðið að flytja í annað rakaskemmt húsnæði meðan hússkriflið er rifið og annað byggt í staðinn. Þetta virðist talsvert kaldranaleg ráðstöfun á þeim tíma þegar ráðuneytið flýr rakaskemmdir. Það hefur alltaf verið ófrávíkjanleg regla, ef yfirgefa þarf skip í sjávarháska, að skipstjórinn fari síðastur frá borði. Fyrir mig, sem hlutlausan áhorfanda, lítur þetta þannig út sem heilbrigðisráðherrann og allir yfirmenn í brúnni hafi stokkið í björgunarbátana en skilið mannskapinn á dekki eftir að mæta örlögum sínum.Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 1. september birtust athyglisverðar greinar um milljarða króna mygluskemmdir og um áhrif rakaskemmdanna í húsum á þá sem þar starfa. Mygluskaðar í húsum hafa verið mikið til umræðu í fréttum og fjölmiðlum vegna skemmdanna á Orkuveituhúsinu. Í greininni voru taldar upp margar byggingar Landspítalans, sem orðið hafa fyrir rakaskemmdum og jafnframt var minnst á rakaskemmdir í húsi velferðarráðuneytisins á 4. hæð í Hafnarhúsinu, auk nokkurra annarra stórra bygginga. Rakaskemmdir í húsum eru angi af því sem kallað hefur verið húsasótt á íslensku (sick building syndrome), og þetta hugtak barst til landsins á áttunda áratug síðustu aldar. Þótt skaðsemi myglu hafi verið þekkt hér á landi í hundruð ára (Jón Pétursson, Tímarit Hins konunglega íslenska lærdómslistafélags 1794; 13:215-16), og orðið heysótt, sem tengist vinnu í mygluðu heyi, sé þekkt í málinu frá því um aldamótin sextán hundruð, varð það ekki fyrr en með baráttu Sylgju Daggar Sigurjónsdóttur líffræðings, í byrjun þessarar aldar, að athyglin fór að beinast að íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, en hún hafði fundið á eigin skinni hvaða áhrif rakaskemmdir í íbúðarhúsnæði gátu haft á heilsuna. Læknum hættir til, eins og Tómasi forðum, að trúa aðeins því sem þeir geta þreifað á eða mælt í tilraunaglösum. Þetta kallast gagnrýnin hugsun og er forsenda fyrir nýrri þekkingu og framförum. Einkenni vegna rakaskemmda geta brugðið sér í allra kvikinda líki, og því telja sumir læknar jafnvel enn að þetta sé angi af taugaveiklun eða jafnvel geðveiki. Sama átti við um óþol fyrir rokgjörnum, ilmandi efnum, sem sumt fólk þolir ekki. Þetta var kallað ímyndunarveiki, þar til sýnt hafði verið fram á hvers eðlis þetta fyrirbæri var (Leitarorð: Lowhage O, Millquist E, Sensoric hyperreactivity). Í glænýrri yfirlitsgrein er einkennum af völdum raka- og mygluskemmda í húsnæði lýst (Valtonen V, Frontiers in immunology, 10. ágúst 2017, 1-6). Höfundurinn bendir á að ekki séu til nein viðtekin greiningarskilmerki né rannsóknarniðurstöður sem hægt sé að byggja örugga greiningu á. Einkennin geta komið eftir fáeina mánuði, en í öðrum tilfellum mörgum árum eftir að mygluskemmdir komu í ljós. Einkenni byrja oft í slímhúðum með roða og kláða í augum, stíflum í nefi, hnerrum og hósta. Þessi einkenni geta þó komið fram við húsasótt vegna annarra slæmra loftgæða. Sams konar einkenni geta komið fram af ýmsum öðrum ástæðum svo sem venjulegu kvefi. Einkenni af rakaskemmdum í húsum lagast í fyrstu fljótt þegar skipt er um umhverfi, en koma jafnharðan aftur þegar komið er í gamla umhverfið eða í annað rakaskaðað umhverfi. Eftir því sem lengri tími líður í óheilbrigðu umhverfi geta einkennin magnast og orðið margbrotnari og tekur þá lengri tíma að jafna sig þar til einkennin verða varanleg. Samkvæmt grein Valtonens getur verið um að ræða endurteknar skútabólgur, berkjubólgur og lungnabólgur, herpesvírussýkingar, langvarandi hita og þreytu. Sjúklingar kvarta stundum yfir langvarandi vöðva- og liðverkjum. Þeir kvarta einnig stundum yfir drunga, minnisleysi og einbeitingarskorti, mæði og úthaldsleysi. Margs konar húðútbrotum hefur einnig verið lýst. Líklega eru ekki til rannsóknir sem sanna samband allra þessara einkenna við rakaskaðað húsnæði, en enginn vafi leikur á sambandi einkenna frá öndunarfærum og þess konar húsnæðis. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar skrifaði grein í Fréttablaðið 5. september um þetta efni. Hann hóf skrifin með því að lýsa ferð föður síns, Stefáns Jónssonar fréttamanns, norður í land að flytja fréttir af draugum. Þótt draugatrúin hafi verið á undanhaldi á Íslandi, þegar fréttamaðurinn fór þessa ferð undir lok sjöunda áratugarins, þá gat þessi snjalli sagnameistari látið mann trúa því að hann hafi hitt drauga, ef ekki dauða þá að minnsta kosti ekki alveg eins lifandi og annað fólk. En þess vegna segir forstjórinn frá þessari ferð föður síns að hann telur að trúin á heilsuspillandi áhrif rakaskemmda og myglu í húsnæði sé sama eðlis og draugatrú og hafi leyst hana af hólmi hér á landi. Allt sé þetta bull og vitleysa, sem heltekið hafi þjóðina, og óþarfi að henda milljörðum í viðhald og viðgerðir á húsum sem svona sé ástatt um, þótt hann segi þetta ekki með þessum orðum. Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum hafi honum ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á, með vísindalegum aðferðum, að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna. Það er mikið verk að kanna allt sem skrifað hefur verið um þetta efni. Ef flett er upp á húsasótt í leitarvél koma upp 858 greinar. Þessar greinar eru sjálfsagt mjög misjafnar af gæðum, en þær hafa verið skrifaðar vítt og breitt um heiminn, þannig að þessi nýja tegund draugagangs hefur þá meiri útbreiðslu en forstjórinn vill vera láta. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur látið sig málið varða og dregur ekki í efa sambandið milli rakaskemmda og sjúkdóma í öndunarfærum. Þess ber þó að geta, að það finnast greinar sem neita öllu sambandi milli raka í húsnæði og sjúkdóma nema þeirra sem stafa af ofnæmi. Mér sýnist forstjóranum hafa sést yfir vandaða norræna rannsókn, sem sýnir fram á heilsuspillandi áhrif rakaskemmda á lungnastarfsemina (María Gunnbjörnsdóttir et al. Thorax 2006;61(3):221–225.). Ég sé oft fólk sem lýsir því hvernig það hefur mánuðum saman haft einkenni frá loftvegum og augum, þreytu og einbeitingaskort, sem hefur lagast við að fara í frí um tíma og kemur svo strax aftur þegar það kemur til baka úr fríi. Þetta getur átt við eigið húsnæði eins og atvinnuhúsnæði. Þegar einkenni lagast við að skipta um svefnstað nokkrar nætur, og koma svo strax aftur þegar komið er inn í eigin íbúð, er erfitt að rengja þetta fólk. Þótt það séu engin vísindi, langar mig að segja eina sögu úr 40 ára reynslubanka sérfræðings um tíu ára dreng, sem kom til mín fyrir fjöldamörgum árum. Hann hafði fengið einkenni um astma nokkru áður. Móður hans þótti þetta skrítið og velti fyrir sér hvað gæti valdið þessu. Einni eða tveimur vikum áður en einkennin byrjuðu höfðu foreldrarnir keypt veggklæðningu, sem hlaðið var upp í stofunni og beið nú eftir smið, sem ekki mætti á réttum tíma. Það skyldi nú vera að drengurinn þyldi ekki útgufun úr spónlögðum viðnum? Foreldrarnir báru klæðninguna út í bílskúr við húsið og loftuðu vel út í stofunni. Pilturinn hætti að finna fyrir astmanum. Móðir drengsins hugsaði sem svo að þetta væri kannski einber tilviljun og fór, þegar enginn vissi til, út í bílskúrinn, sótti eitt borð og laumaði undir rúmið hjá dregnum. Morguninn eftir vaknaði hann með astma. Fólk er afar misjafnt að upplagi og sumir þola mikið áreiti af ryki og pestarlofti þar sem aðrir þola miklu minna. Ég hef álitið, að þegar ekki er hægt að sýna fram á ofnæmi hjá þeim sem kvarta undan rakaskemmdu húsnæði, þá geti þar verið um að ræða viðkvæma einstaklinga sem ekki þola rokgjörn, ertandi efni sem losna úr læðingi við uppgufun úr byggingarefni, þar með talin eiturefni frá sveppagróðri. Þessi trú mín hefur styrkst af því að hitta einstaklinga sem hafa verið að flytja inn í splunkunýtt húsnæði og vaknað þar upp með astma, sem þeir hafa ekki fundið fyrir áður. Áður hefur komið fram að hús Íslandsbanka, Orkuveitunnar og Vegagerðarinnar hafa verið rýmd vegna rakaskemmda. Einnig var húsnæði velferðarráðuneytisins rýmt um það leyti sem núverandi heilbrigðisráðherra kom til starfa. Í Morgunblaðinu var viðtal við lífeindafræðing, sem starfað hefur við Landspítalann í 25 ár í hússkrifli sem dæmt er ónýtt vegna rakaskemmda. Hann er orðinn veikur vegna þessara aðstæðna, og nú er stafsfólkinu boðið að flytja í annað rakaskemmt húsnæði meðan hússkriflið er rifið og annað byggt í staðinn. Þetta virðist talsvert kaldranaleg ráðstöfun á þeim tíma þegar ráðuneytið flýr rakaskemmdir. Það hefur alltaf verið ófrávíkjanleg regla, ef yfirgefa þarf skip í sjávarháska, að skipstjórinn fari síðastur frá borði. Fyrir mig, sem hlutlausan áhorfanda, lítur þetta þannig út sem heilbrigðisráðherrann og allir yfirmenn í brúnni hafi stokkið í björgunarbátana en skilið mannskapinn á dekki eftir að mæta örlögum sínum.Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun