Forsetinn sendi Alþingi ótvíræð skilaboð varðandi stjórnarskrána Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2017 19:00 Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. Ekki verði unað við óbreytt ástand og ekki unnið áfram eftir óbreyttu verklagi. Þá verða á hlusta á ríka kröfu um aðrar breytingar á stjórnarskránni. Alþingi var sett með hefðbundnum hætti í dag. Þingmenn og aðrir gestir fóru til guðsþjónustu í Dómkirkjunni og að henni lokinni ávarpaði forseti Íslands Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson gerði stjórnarskrána að umtalsefni í ávarpi sínu til þingmanna. Hann sagði Alþingi þungamiðju stjórnskipunar landsins og þangað horfði fólk þegar það æskti endurskoðunar á lögum landsins og því mikilvægt að þingið væri traustsins vert. „Þau sjóinarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta Íslands,“ sagði Guðni. Ekki vegna þess að sá þáttur væri brýnni en aðrir þegar rætt væri um breytingar á grunnsáttmála þjóðarinnar, heldur lægi beint við að huga að þessum þætti vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóms. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til,“ sagði forsetinn. Vissulega ættu þeir sem tekið hefðu út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir hefðu valdið öðrum. Einlæg iðrun og yfirbót væru til góðs. „Og þótt fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hefur slík aðgerð ekkert með æru að gera. Þá er það sjónarmið skynsamlegt sem alþingismenn hafa lýst að endurheimt ýmissra réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var,“ sagði Guðni. Forsetinn sagði menn verða að læra af biturri reynslu og ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar um breytingar á lögum um uppreist æru gæfi honum von um að svo fari. Það sé mikilvægt að hlusta þegar fólki sé misboðið og færi rök fyrir sínu máli og að menn axli ábyrgð. „Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreytti verklagi verður ekki unnið,“ sagði forsetinn. Þá lýsti hann þeirri von sinni að Alþingi yrði einnig við kröfum um endurskoðun á stjórnarskrá Íslands á þeim grundvelli sem unnið hafi verið á undanförnum árum á vettvangi stjórnlagaráðs og stjórnarskrárnefnda. Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. Ekki verði unað við óbreytt ástand og ekki unnið áfram eftir óbreyttu verklagi. Þá verða á hlusta á ríka kröfu um aðrar breytingar á stjórnarskránni. Alþingi var sett með hefðbundnum hætti í dag. Þingmenn og aðrir gestir fóru til guðsþjónustu í Dómkirkjunni og að henni lokinni ávarpaði forseti Íslands Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson gerði stjórnarskrána að umtalsefni í ávarpi sínu til þingmanna. Hann sagði Alþingi þungamiðju stjórnskipunar landsins og þangað horfði fólk þegar það æskti endurskoðunar á lögum landsins og því mikilvægt að þingið væri traustsins vert. „Þau sjóinarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta Íslands,“ sagði Guðni. Ekki vegna þess að sá þáttur væri brýnni en aðrir þegar rætt væri um breytingar á grunnsáttmála þjóðarinnar, heldur lægi beint við að huga að þessum þætti vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóms. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til,“ sagði forsetinn. Vissulega ættu þeir sem tekið hefðu út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir hefðu valdið öðrum. Einlæg iðrun og yfirbót væru til góðs. „Og þótt fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hefur slík aðgerð ekkert með æru að gera. Þá er það sjónarmið skynsamlegt sem alþingismenn hafa lýst að endurheimt ýmissra réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var,“ sagði Guðni. Forsetinn sagði menn verða að læra af biturri reynslu og ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar um breytingar á lögum um uppreist æru gæfi honum von um að svo fari. Það sé mikilvægt að hlusta þegar fólki sé misboðið og færi rök fyrir sínu máli og að menn axli ábyrgð. „Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreytti verklagi verður ekki unnið,“ sagði forsetinn. Þá lýsti hann þeirri von sinni að Alþingi yrði einnig við kröfum um endurskoðun á stjórnarskrá Íslands á þeim grundvelli sem unnið hafi verið á undanförnum árum á vettvangi stjórnlagaráðs og stjórnarskrárnefnda.
Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira