Frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu á fáum mánuðum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2017 09:00 Friðrik Már Baldursson, efnahagsráðgjafi GAMMA Á aðeins fáeinum mánuðum hefur krónan farið frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu, að sögn Friðriks Más Baldurssonar, prófessors í hagfræði og efnahagsráðgjafa GAMMA. Hann segir að líta þurfi til gjaldmiðla þróunarríkja til þess að finna viðlíka sveiflur og hafa verið á gengi krónunnar eftir að losað var um fjármagnshöftin í mars síðastliðnum. Æskilegra væri ef gjaldeyrismarkaðurinn færðist hraðar í átt að eðlilegra ástandi. Friðrik Már fjallaði um gengisþróun krónunnar á málstofu sem GAMMA stóð fyrir í Tjarnarbíó síðdegis í gær. Hann segir í samtali við Markaðinn að það hafi ekki átt að koma á óvart að flökt krónunnar ykist við afnám hafta. „Þegar opnað var fyrir fjármagnsviðskipti fóru þau að verða ráðandi í skammtímasveiflum á genginu. Gjaldeyrismarkaðir eru almennt mun kvikari en vöru- og þjónustumarkaðir. Þó svo að við séum með viðskiptaafgang sem styður við gengið skiptir það ekki máli til skemmri tíma því fjármagnshreyfingar virðast hafa meiri áhrif á gengissveiflurnar heldur en gjaldeyrisinnflæði sem stafar af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir hann. Hann bendir meðal annars á að sveiflur á gengi krónunnar hafi undanfarið verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en til dæmis á gengi sænsku krónunnar. Sveiflurnar komi ekki á óvart í ljósi þess hve lítil velta sé á millibankamarkaði með gjaldeyri. „Hér er velta á millibankamarkaði um helmingur af utanríkisviðskiptum en í öðrum samanburðarlöndum eru viðskipti á gjaldeyrismarkaði margfalt meiri en utanríkisviðskipti. Þetta þýðir að hér geta tiltölulega litlar fjármagnshreyfingar haft mikil áhrif á gengið þannig að það sveiflist um allt að þrjú til fjögur prósent á einum degi. Slíkar sveiflur eru mjög óheppilegar og skapa mikla óvissu.“ Friðrik Már segir það stinga í augun hve mikið Íslendingar fjárfesta hér á landi og lítið erlendis og eins hve lítið sé um erlendar fjárfestingar hér á landi. „Það væri mjög æskilegt, ekki einungis til þess að efla gjaldeyrismarkaðinn og draga úr sveiflum á honum, heldur einnig til þess að ná fram betri áhættudreifingu fyrir þjóðarbúið, að það næðist betra jafnvægi þarna á milli. Til lengri tíma litið væri ákjósanlegt að aflétta öllum höftum, einnig á innflæði fjármagns, og styrkja þannig tengsl markaðarins hér við erlenda markaði.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Á aðeins fáeinum mánuðum hefur krónan farið frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu, að sögn Friðriks Más Baldurssonar, prófessors í hagfræði og efnahagsráðgjafa GAMMA. Hann segir að líta þurfi til gjaldmiðla þróunarríkja til þess að finna viðlíka sveiflur og hafa verið á gengi krónunnar eftir að losað var um fjármagnshöftin í mars síðastliðnum. Æskilegra væri ef gjaldeyrismarkaðurinn færðist hraðar í átt að eðlilegra ástandi. Friðrik Már fjallaði um gengisþróun krónunnar á málstofu sem GAMMA stóð fyrir í Tjarnarbíó síðdegis í gær. Hann segir í samtali við Markaðinn að það hafi ekki átt að koma á óvart að flökt krónunnar ykist við afnám hafta. „Þegar opnað var fyrir fjármagnsviðskipti fóru þau að verða ráðandi í skammtímasveiflum á genginu. Gjaldeyrismarkaðir eru almennt mun kvikari en vöru- og þjónustumarkaðir. Þó svo að við séum með viðskiptaafgang sem styður við gengið skiptir það ekki máli til skemmri tíma því fjármagnshreyfingar virðast hafa meiri áhrif á gengissveiflurnar heldur en gjaldeyrisinnflæði sem stafar af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir hann. Hann bendir meðal annars á að sveiflur á gengi krónunnar hafi undanfarið verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en til dæmis á gengi sænsku krónunnar. Sveiflurnar komi ekki á óvart í ljósi þess hve lítil velta sé á millibankamarkaði með gjaldeyri. „Hér er velta á millibankamarkaði um helmingur af utanríkisviðskiptum en í öðrum samanburðarlöndum eru viðskipti á gjaldeyrismarkaði margfalt meiri en utanríkisviðskipti. Þetta þýðir að hér geta tiltölulega litlar fjármagnshreyfingar haft mikil áhrif á gengið þannig að það sveiflist um allt að þrjú til fjögur prósent á einum degi. Slíkar sveiflur eru mjög óheppilegar og skapa mikla óvissu.“ Friðrik Már segir það stinga í augun hve mikið Íslendingar fjárfesta hér á landi og lítið erlendis og eins hve lítið sé um erlendar fjárfestingar hér á landi. „Það væri mjög æskilegt, ekki einungis til þess að efla gjaldeyrismarkaðinn og draga úr sveiflum á honum, heldur einnig til þess að ná fram betri áhættudreifingu fyrir þjóðarbúið, að það næðist betra jafnvægi þarna á milli. Til lengri tíma litið væri ákjósanlegt að aflétta öllum höftum, einnig á innflæði fjármagns, og styrkja þannig tengsl markaðarins hér við erlenda markaði.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira