„Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. september 2017 20:00 Katrín Jakobsdóttir formanni Vinstri grænna var tíðrætt um fátækt og misskiptingu í ræðu sinni í kvöld. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf ræðu sína á Alþingi í kvöld á því að ræða að rök megi færa fyrir því að ríkidæmi okkar sé tungumálið og náttúruauðlindirnar. Umræður voru um stefnuræðu forsætisráðherra og sagði Katrín meðal annars að hún hafi áhyggjur af því að þrátt fyrir efnahagslegan uppgang vanti dálítið upp á sameiginlegan skilning á því hvað felst í samfélagi. „Ég hef áhyggjur að því að of margir séu beðnir að bíða eftir réttlætinu.“ Sagði hún að stjórnmálamenn þurfi að vera reiðurbúnir til þess að beita sér stöðugt fyrir réttlætinu og breyta kerfinu ef það þurfi til, annars væri hætta á að traust fólks á hinu lýðræðislega samfélagi dvíni. Draga þarf úr misskiptingu Katrín sagði að hér á landi þurfi stjórnvöld sem séu reiðubúin til þess að bregðast við því að ríkustu tíu prósentin á Íslandi eigi þrjá fjórðu alls auðs í landinu. „Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt. Um það hefur ekki verið eining hér á Alþingi þó að sumir stjórnmálamenn tali eins og hér séu allir sammála um tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins. En í raun höfum við ekki verið sammála um að skattkerfið eigi að tryggja jöfnuð.“ Katrín sagði að vaxandi misskipting auðsins spretti beinlínis af pólitískum ákvörðunum sem hingað til hafi verið þær að ekki megi skattleggja auðinn, ekki megi skattleggja fjármagnseigendur eins og venjulegt launafólk og ekki megi setja sérstakt hátekjuþrep á verulega háar tekjur. „Eins og þær sem skila sér í kaupaukagreiðslum sem margir þingmenn flytja vandlætingarræður um en heykjast svo á að taka á í gegnum skattkerfið.“ Hún sagði að það sama megi segja um bótakerfin, vaxtabætur og barnabætur sem nýtist æ færri. „Á bak við það eru líka pólitískar ákvarðanir sem hafa ekki miðað að því að auka jöfnuð og draga úr misskiptingu, heldur þvert á móti. Hér þarf stjórnvöld sem eru reiðubúin að taka pólitískar ákvarðanir til að útrýma fátækt og draga um leið úr misskiptingu.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf ræðu sína á Alþingi í kvöld á því að ræða að rök megi færa fyrir því að ríkidæmi okkar sé tungumálið og náttúruauðlindirnar. Umræður voru um stefnuræðu forsætisráðherra og sagði Katrín meðal annars að hún hafi áhyggjur af því að þrátt fyrir efnahagslegan uppgang vanti dálítið upp á sameiginlegan skilning á því hvað felst í samfélagi. „Ég hef áhyggjur að því að of margir séu beðnir að bíða eftir réttlætinu.“ Sagði hún að stjórnmálamenn þurfi að vera reiðurbúnir til þess að beita sér stöðugt fyrir réttlætinu og breyta kerfinu ef það þurfi til, annars væri hætta á að traust fólks á hinu lýðræðislega samfélagi dvíni. Draga þarf úr misskiptingu Katrín sagði að hér á landi þurfi stjórnvöld sem séu reiðubúin til þess að bregðast við því að ríkustu tíu prósentin á Íslandi eigi þrjá fjórðu alls auðs í landinu. „Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt. Um það hefur ekki verið eining hér á Alþingi þó að sumir stjórnmálamenn tali eins og hér séu allir sammála um tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins. En í raun höfum við ekki verið sammála um að skattkerfið eigi að tryggja jöfnuð.“ Katrín sagði að vaxandi misskipting auðsins spretti beinlínis af pólitískum ákvörðunum sem hingað til hafi verið þær að ekki megi skattleggja auðinn, ekki megi skattleggja fjármagnseigendur eins og venjulegt launafólk og ekki megi setja sérstakt hátekjuþrep á verulega háar tekjur. „Eins og þær sem skila sér í kaupaukagreiðslum sem margir þingmenn flytja vandlætingarræður um en heykjast svo á að taka á í gegnum skattkerfið.“ Hún sagði að það sama megi segja um bótakerfin, vaxtabætur og barnabætur sem nýtist æ færri. „Á bak við það eru líka pólitískar ákvarðanir sem hafa ekki miðað að því að auka jöfnuð og draga úr misskiptingu, heldur þvert á móti. Hér þarf stjórnvöld sem eru reiðubúin að taka pólitískar ákvarðanir til að útrýma fátækt og draga um leið úr misskiptingu.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00
Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent