Lýðræðisþátttaka nánast eins ávanabindandi og Candy Crush Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. september 2017 22:02 Birgitta spólaði 30 ár fram í tímann í ræðu sinni í kvöld. Vísir/Ernir „Hvernig samfélagi dreymir ykkar um að búa í?“ spurði Birgitta Jónsdóttir þingmaður í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún deildi sinni framtíðarsýn og spólaði þar 30 ár fram í tímann. Birgitta sagði að þessi framtíðarsýn gæti orðið að veruleika ef meginstefnumál Pírata næðu fram að ganga. „Krafan um að nýr samfélagssáttmáli yrði lögfestur, sem í þá daga var kallaður stjórnarskrá, var orðin svo rík eftir stóru þjóðfundina sem haldnir voru um land allt í kringum 100 ára afmæli lýðveldisins, að ráðamenn sáu ekki fram á neina aðra leið en að virða vilja þjóðarinnar. Fyrstu þjóðfundirnir eru orðnir að einhverskonar þjóðsögu, svo mikil voru áhrif þeirra og afleiðing. Þjóðfundir eru hluti af okkar daglega lífi núna. Þeir eru stundum stórir og alltaf slembivaldir.“Eins ávanabindandi og Candy crushBirgitta segir að öll stór mál sem varði þjóðina sé hægt að taka inn í þennan samræðuvettvang og flestir kjósi að mæta í eigin persónu til þess að ræða við aðra um samfélagið. Í framtíðarsýn Birgittu er þingið slembivalið og hafa lögin verið uppfærð og einfölduð svo auðvelt er að láta leiðrétta lög sem hafa galla eða eru orðin úrelt. „Valdefling almennings jókst til muna, einfaldlega vegna þess að réttur þeirra til upplýsinga og áhrifa var lögfestur í okkar æðstu lögum og lýðræðisþátttaka varð nánast eins ávanabindandi og Candy Crush.“ Í framtíðarsýninni sem Birgitta lýsir er herstöðin kölluð kýsilhæð norðursins. „Inn á milli fallegu gróðurhúsaklasanna á Reykjanesi má sjá minekraft útfærslu af gagnaverum sem hýsa viðkvæm og mikilvæg gögn frá öllum heimshornum, líka þessi bönnuðu.“ Sjúkir og aldraðir á mygluðum stofnunumBirgitta segir frá borgaralaunum og að allir skjólstæðingar Vinnumálastofnunar og Tryggingarstofnunar fengu skilyrðislausa grunnframfærslu. „Hætt var að skilgreina fólk sem atvinnuleysingja og öryrkja. Kvíða og streitusjúkdómum fækkaði til muna.“ Fólk metur sig ekki út frá vinnustundum og fólk keyrir sig bara út á vinnu sem það elskar. „En ég man þá tíð þegar sjúkt og gamalt fólk var geymt á göngum í mygluðum sjúkrastofnunum og fólk hreinlega féll fyrir eigin hendi á öryggisdeildum fyrir geðsjúka, nú ef það dó þá ekki bara heima hjá sér vegna þess hve hratt fólki var vísað heim eftir flóknar og erfiðar aðgerðir. Ég man að það átti að einkavæða allt á sama tíma og við áttum að borga rosalega mikinn skatt. Ég man líka hvernig það var fyrir allt þetta fólk sem í miðju góðæri árið 2017 átti ekki einu sinni þak yfir höfuð sér og hírðist í tjöldum. Eldri borgurum var meira segja refsað fyrir að vinna og látið borga fyrir vinnuna sína. Ég man líka þegar vímuefnasjúklingar voru settir í fangelsi í stað þess að hjálpa þeim að ná heilsu. Alveg ótrúlegt satt best að segja.“Tjáningarfrelsið variðHún segir að það hafi orðið alþjóðleg sátt um uppstokkun á fjármagnsflutningum í skúffur og skattaskjól víða um heim. Árið 2023 hafi verið ákveðið að óheimilt væri að samþætta bankastarfsemi við fjárglæfrastarfsemi og kennitöluflakk heyrir sögunni til í framtíðarsýn Birgittu. „Eftir stóra heimshrunið sem varð upp úr 2020, þurfti mörg þjóðríki að endurskilgreina forgangsröðun og sjálfbærniviðmið. Það var sem hægðist á öllum heiminum og öll sú mikla vinna sem átti sér stað í ýmsum hugveitum í hruninu 2008 sem átti þá að sporna við því sem gerðist 2020, var loks gerð að veruleika víða um heim, það átti líka við um Ísland“ Birgitta lýsir því hvernig Ísland hafi tekið afgerandi stöðu til að verja upplýsinga og tjáningafrelsi að ógleymdri friðhelgi einkalífsins sem um tíma nánast glataðist.Þjóðarátak gegn fátækt og óréttlætiHún segir svo frá breytingunni sem hafi orðið eftir að einn valdamesti þingmaður landsins hljópst undan trausti kjósenda sinna og lýsti yfir vantrausti á Alþingi. „Sá gjörningur vakti aðra þingmenn úr doða sínum og varð til þess að alger bylting átti sér stað í þingheimum, þingmenn meiri og minnihluta ákváðu að eina leiðin til að bregðast við sívaxandi vantrausti á störf sín væri samvinna og að opna þingið svo að hægt væri að nýta sér visku fjöldans í flóknum málum. Þá var loks skipuð framtíðarnefnd sem skipuð var fulltrúum allra flokka óháð stærð.“ Í framtíðarsýninni hafði þjóðarátak verið á Íslandi fyrir löngu síðan til þess að útrýma fátækt og kerfisbundnu óréttlæti og kvíði og ótti ekki lengur hluti af þjóðarsálinni. „Ísland var fyrst landa til að verða að einum samfelldum þjóðgarði og þó svo að landið og náttúran sé í sífelldri mótun og margar hörmungar hafi dunið yfir heiminn allan út af ýktu veðurfari vegna hlýnun jarðar og mengun af mannavöldum, þá er mannkynið komið á réttan kjöl.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Hvernig samfélagi dreymir ykkar um að búa í?“ spurði Birgitta Jónsdóttir þingmaður í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún deildi sinni framtíðarsýn og spólaði þar 30 ár fram í tímann. Birgitta sagði að þessi framtíðarsýn gæti orðið að veruleika ef meginstefnumál Pírata næðu fram að ganga. „Krafan um að nýr samfélagssáttmáli yrði lögfestur, sem í þá daga var kallaður stjórnarskrá, var orðin svo rík eftir stóru þjóðfundina sem haldnir voru um land allt í kringum 100 ára afmæli lýðveldisins, að ráðamenn sáu ekki fram á neina aðra leið en að virða vilja þjóðarinnar. Fyrstu þjóðfundirnir eru orðnir að einhverskonar þjóðsögu, svo mikil voru áhrif þeirra og afleiðing. Þjóðfundir eru hluti af okkar daglega lífi núna. Þeir eru stundum stórir og alltaf slembivaldir.“Eins ávanabindandi og Candy crushBirgitta segir að öll stór mál sem varði þjóðina sé hægt að taka inn í þennan samræðuvettvang og flestir kjósi að mæta í eigin persónu til þess að ræða við aðra um samfélagið. Í framtíðarsýn Birgittu er þingið slembivalið og hafa lögin verið uppfærð og einfölduð svo auðvelt er að láta leiðrétta lög sem hafa galla eða eru orðin úrelt. „Valdefling almennings jókst til muna, einfaldlega vegna þess að réttur þeirra til upplýsinga og áhrifa var lögfestur í okkar æðstu lögum og lýðræðisþátttaka varð nánast eins ávanabindandi og Candy Crush.“ Í framtíðarsýninni sem Birgitta lýsir er herstöðin kölluð kýsilhæð norðursins. „Inn á milli fallegu gróðurhúsaklasanna á Reykjanesi má sjá minekraft útfærslu af gagnaverum sem hýsa viðkvæm og mikilvæg gögn frá öllum heimshornum, líka þessi bönnuðu.“ Sjúkir og aldraðir á mygluðum stofnunumBirgitta segir frá borgaralaunum og að allir skjólstæðingar Vinnumálastofnunar og Tryggingarstofnunar fengu skilyrðislausa grunnframfærslu. „Hætt var að skilgreina fólk sem atvinnuleysingja og öryrkja. Kvíða og streitusjúkdómum fækkaði til muna.“ Fólk metur sig ekki út frá vinnustundum og fólk keyrir sig bara út á vinnu sem það elskar. „En ég man þá tíð þegar sjúkt og gamalt fólk var geymt á göngum í mygluðum sjúkrastofnunum og fólk hreinlega féll fyrir eigin hendi á öryggisdeildum fyrir geðsjúka, nú ef það dó þá ekki bara heima hjá sér vegna þess hve hratt fólki var vísað heim eftir flóknar og erfiðar aðgerðir. Ég man að það átti að einkavæða allt á sama tíma og við áttum að borga rosalega mikinn skatt. Ég man líka hvernig það var fyrir allt þetta fólk sem í miðju góðæri árið 2017 átti ekki einu sinni þak yfir höfuð sér og hírðist í tjöldum. Eldri borgurum var meira segja refsað fyrir að vinna og látið borga fyrir vinnuna sína. Ég man líka þegar vímuefnasjúklingar voru settir í fangelsi í stað þess að hjálpa þeim að ná heilsu. Alveg ótrúlegt satt best að segja.“Tjáningarfrelsið variðHún segir að það hafi orðið alþjóðleg sátt um uppstokkun á fjármagnsflutningum í skúffur og skattaskjól víða um heim. Árið 2023 hafi verið ákveðið að óheimilt væri að samþætta bankastarfsemi við fjárglæfrastarfsemi og kennitöluflakk heyrir sögunni til í framtíðarsýn Birgittu. „Eftir stóra heimshrunið sem varð upp úr 2020, þurfti mörg þjóðríki að endurskilgreina forgangsröðun og sjálfbærniviðmið. Það var sem hægðist á öllum heiminum og öll sú mikla vinna sem átti sér stað í ýmsum hugveitum í hruninu 2008 sem átti þá að sporna við því sem gerðist 2020, var loks gerð að veruleika víða um heim, það átti líka við um Ísland“ Birgitta lýsir því hvernig Ísland hafi tekið afgerandi stöðu til að verja upplýsinga og tjáningafrelsi að ógleymdri friðhelgi einkalífsins sem um tíma nánast glataðist.Þjóðarátak gegn fátækt og óréttlætiHún segir svo frá breytingunni sem hafi orðið eftir að einn valdamesti þingmaður landsins hljópst undan trausti kjósenda sinna og lýsti yfir vantrausti á Alþingi. „Sá gjörningur vakti aðra þingmenn úr doða sínum og varð til þess að alger bylting átti sér stað í þingheimum, þingmenn meiri og minnihluta ákváðu að eina leiðin til að bregðast við sívaxandi vantrausti á störf sín væri samvinna og að opna þingið svo að hægt væri að nýta sér visku fjöldans í flóknum málum. Þá var loks skipuð framtíðarnefnd sem skipuð var fulltrúum allra flokka óháð stærð.“ Í framtíðarsýninni hafði þjóðarátak verið á Íslandi fyrir löngu síðan til þess að útrýma fátækt og kerfisbundnu óréttlæti og kvíði og ótti ekki lengur hluti af þjóðarsálinni. „Ísland var fyrst landa til að verða að einum samfelldum þjóðgarði og þó svo að landið og náttúran sé í sífelldri mótun og margar hörmungar hafi dunið yfir heiminn allan út af ýktu veðurfari vegna hlýnun jarðar og mengun af mannavöldum, þá er mannkynið komið á réttan kjöl.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00
Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00