Stál í stál á þingi í stjórnarskrármálinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2017 07:00 Forseti Íslands segir ekki hægt að vinna við óbreytt verklag. Forsætisráðherra boðaði fulltrúa stjórnmálaflokkanna á fund til sín 16. ágúst síðastliðinn til að ræða vinnu við breytingar á stjórnarskránni. Fréttablaðið/ernir Algjör óeining virðist vera um það á meðal stjórnmálaflokkanna hvernig standa eigi að breytingu á stjórnarskránni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við setningu Alþingis í gær að lögð yrði áhersla á breytingar á stjórnarskránni. „Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið,“ sagði Guðni þegar hann ræddi ákvæði stjórnarskrárinnar um stjórnskipulega stöðu forseta Íslands. Túlkun forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna á ræðu hans er mjög misjöfn. Þeir eru þó sammála um að breyting á ákvæðum um forsetann sé ekki forgangsverk. „Ég hjó eftir því að forsetinn talaði um það núna, og í innsetningarræðunni í fyrra, að það væri hægt að ná áföngum sem skipta máli. Hann taldi upp þau atriði sem ég lagði fram í frumvarpi í fyrrahaust en náðu því miður ekki fram að ganga. Augljóslega styð ég þær hugmyndir sem þá var verið að vinna að sem samkomulag. En það hefur verið þannig, alveg eins og fram kom hjá forsetanum, að þeir sem lengst vilja ganga vilja annaðhvort algjöra byltingu á stjórnarskránni eða ekkert. Þess vegna stoppaði þetta í fyrrahaust og ég skal ekki segja hvort sá hópur er til í eitthvað annað núna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segir flokkinn vera tilbúinn í breytingar í áföngum. Katrín Jakobsdóttir segist vonast til þess að það náist sátt um að koma einhverjum breytingum í gegn á þessu kjörtímabili. „Og að við horfum líka til lengri tíma þannig að það séu ekki bara þau atriði sem hann nefndi í ræðu sinni í gær heldur séum við að horfa fram til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar,“ segir hún. Katrín telur að ákvæði eins og umhverfisvernd og sameign á þjóðareignum eigi að vera í forgangi við breytingar á stjórnarskránni. „Sem eru þau ákvæði sem þjóðin hefur lýst stuðningi við. Sem og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það eru þau ákvæði sem ég tel að ætti að setja í forgang. En það liggur fyrir að það þarf að fara yfir og endurskoða kaflann um forsetaembættið,“ segir Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist sammála forsetanum í því að gera þurfi breytingar á ákvæðum varðandi forsetaembættið. „Ég held hins vegar að það megi ekki gera lítið úr því að það eru þrjú til fjögur önnur stjórnarskrárákvæði sem er jafn mikilvægt að leiða til lykta. En þetta skiptir máli og í raun leggjum við áherslu á að það verði unnið áfram að gerð nýrrar stjórnarskrár með hliðsjón af tillögu stjórnlagaráðs,“ segir hann. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs. Birgitta varar við því sem hún kallar bútasaum við stjórnarskrárbreytingar. Hún hefur skrifað þingsályktunartillögu um stjórnarskrármál sem byggð er á hugmyndum sem voru ræddar í fimm flokka stjórnarmyndunarviðræðum eftir síðustu kosningar. „Það er búið að vinna rosalega mikla og góða vinnu og kaflinn um forsetann í stjórnarskránni sem fór í þjóðaratkvæðagreiðslu er bara mjög í samræmi við það sem forsetinn var að kalla eftir. Þannig að ég sé enga ástæðu til að vera að búta þetta í sundur,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn sendi Alþingi ótvíræð skilaboð varðandi stjórnarskrána Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. 12. september 2017 19:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Algjör óeining virðist vera um það á meðal stjórnmálaflokkanna hvernig standa eigi að breytingu á stjórnarskránni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við setningu Alþingis í gær að lögð yrði áhersla á breytingar á stjórnarskránni. „Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið,“ sagði Guðni þegar hann ræddi ákvæði stjórnarskrárinnar um stjórnskipulega stöðu forseta Íslands. Túlkun forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna á ræðu hans er mjög misjöfn. Þeir eru þó sammála um að breyting á ákvæðum um forsetann sé ekki forgangsverk. „Ég hjó eftir því að forsetinn talaði um það núna, og í innsetningarræðunni í fyrra, að það væri hægt að ná áföngum sem skipta máli. Hann taldi upp þau atriði sem ég lagði fram í frumvarpi í fyrrahaust en náðu því miður ekki fram að ganga. Augljóslega styð ég þær hugmyndir sem þá var verið að vinna að sem samkomulag. En það hefur verið þannig, alveg eins og fram kom hjá forsetanum, að þeir sem lengst vilja ganga vilja annaðhvort algjöra byltingu á stjórnarskránni eða ekkert. Þess vegna stoppaði þetta í fyrrahaust og ég skal ekki segja hvort sá hópur er til í eitthvað annað núna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segir flokkinn vera tilbúinn í breytingar í áföngum. Katrín Jakobsdóttir segist vonast til þess að það náist sátt um að koma einhverjum breytingum í gegn á þessu kjörtímabili. „Og að við horfum líka til lengri tíma þannig að það séu ekki bara þau atriði sem hann nefndi í ræðu sinni í gær heldur séum við að horfa fram til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar,“ segir hún. Katrín telur að ákvæði eins og umhverfisvernd og sameign á þjóðareignum eigi að vera í forgangi við breytingar á stjórnarskránni. „Sem eru þau ákvæði sem þjóðin hefur lýst stuðningi við. Sem og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það eru þau ákvæði sem ég tel að ætti að setja í forgang. En það liggur fyrir að það þarf að fara yfir og endurskoða kaflann um forsetaembættið,“ segir Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist sammála forsetanum í því að gera þurfi breytingar á ákvæðum varðandi forsetaembættið. „Ég held hins vegar að það megi ekki gera lítið úr því að það eru þrjú til fjögur önnur stjórnarskrárákvæði sem er jafn mikilvægt að leiða til lykta. En þetta skiptir máli og í raun leggjum við áherslu á að það verði unnið áfram að gerð nýrrar stjórnarskrár með hliðsjón af tillögu stjórnlagaráðs,“ segir hann. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs. Birgitta varar við því sem hún kallar bútasaum við stjórnarskrárbreytingar. Hún hefur skrifað þingsályktunartillögu um stjórnarskrármál sem byggð er á hugmyndum sem voru ræddar í fimm flokka stjórnarmyndunarviðræðum eftir síðustu kosningar. „Það er búið að vinna rosalega mikla og góða vinnu og kaflinn um forsetann í stjórnarskránni sem fór í þjóðaratkvæðagreiðslu er bara mjög í samræmi við það sem forsetinn var að kalla eftir. Þannig að ég sé enga ástæðu til að vera að búta þetta í sundur,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn sendi Alþingi ótvíræð skilaboð varðandi stjórnarskrána Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. 12. september 2017 19:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Forsetinn sendi Alþingi ótvíræð skilaboð varðandi stjórnarskrána Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. 12. september 2017 19:00