Stál í stál á þingi í stjórnarskrármálinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2017 07:00 Forseti Íslands segir ekki hægt að vinna við óbreytt verklag. Forsætisráðherra boðaði fulltrúa stjórnmálaflokkanna á fund til sín 16. ágúst síðastliðinn til að ræða vinnu við breytingar á stjórnarskránni. Fréttablaðið/ernir Algjör óeining virðist vera um það á meðal stjórnmálaflokkanna hvernig standa eigi að breytingu á stjórnarskránni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við setningu Alþingis í gær að lögð yrði áhersla á breytingar á stjórnarskránni. „Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið,“ sagði Guðni þegar hann ræddi ákvæði stjórnarskrárinnar um stjórnskipulega stöðu forseta Íslands. Túlkun forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna á ræðu hans er mjög misjöfn. Þeir eru þó sammála um að breyting á ákvæðum um forsetann sé ekki forgangsverk. „Ég hjó eftir því að forsetinn talaði um það núna, og í innsetningarræðunni í fyrra, að það væri hægt að ná áföngum sem skipta máli. Hann taldi upp þau atriði sem ég lagði fram í frumvarpi í fyrrahaust en náðu því miður ekki fram að ganga. Augljóslega styð ég þær hugmyndir sem þá var verið að vinna að sem samkomulag. En það hefur verið þannig, alveg eins og fram kom hjá forsetanum, að þeir sem lengst vilja ganga vilja annaðhvort algjöra byltingu á stjórnarskránni eða ekkert. Þess vegna stoppaði þetta í fyrrahaust og ég skal ekki segja hvort sá hópur er til í eitthvað annað núna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segir flokkinn vera tilbúinn í breytingar í áföngum. Katrín Jakobsdóttir segist vonast til þess að það náist sátt um að koma einhverjum breytingum í gegn á þessu kjörtímabili. „Og að við horfum líka til lengri tíma þannig að það séu ekki bara þau atriði sem hann nefndi í ræðu sinni í gær heldur séum við að horfa fram til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar,“ segir hún. Katrín telur að ákvæði eins og umhverfisvernd og sameign á þjóðareignum eigi að vera í forgangi við breytingar á stjórnarskránni. „Sem eru þau ákvæði sem þjóðin hefur lýst stuðningi við. Sem og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það eru þau ákvæði sem ég tel að ætti að setja í forgang. En það liggur fyrir að það þarf að fara yfir og endurskoða kaflann um forsetaembættið,“ segir Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist sammála forsetanum í því að gera þurfi breytingar á ákvæðum varðandi forsetaembættið. „Ég held hins vegar að það megi ekki gera lítið úr því að það eru þrjú til fjögur önnur stjórnarskrárákvæði sem er jafn mikilvægt að leiða til lykta. En þetta skiptir máli og í raun leggjum við áherslu á að það verði unnið áfram að gerð nýrrar stjórnarskrár með hliðsjón af tillögu stjórnlagaráðs,“ segir hann. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs. Birgitta varar við því sem hún kallar bútasaum við stjórnarskrárbreytingar. Hún hefur skrifað þingsályktunartillögu um stjórnarskrármál sem byggð er á hugmyndum sem voru ræddar í fimm flokka stjórnarmyndunarviðræðum eftir síðustu kosningar. „Það er búið að vinna rosalega mikla og góða vinnu og kaflinn um forsetann í stjórnarskránni sem fór í þjóðaratkvæðagreiðslu er bara mjög í samræmi við það sem forsetinn var að kalla eftir. Þannig að ég sé enga ástæðu til að vera að búta þetta í sundur,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn sendi Alþingi ótvíræð skilaboð varðandi stjórnarskrána Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. 12. september 2017 19:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Algjör óeining virðist vera um það á meðal stjórnmálaflokkanna hvernig standa eigi að breytingu á stjórnarskránni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við setningu Alþingis í gær að lögð yrði áhersla á breytingar á stjórnarskránni. „Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið,“ sagði Guðni þegar hann ræddi ákvæði stjórnarskrárinnar um stjórnskipulega stöðu forseta Íslands. Túlkun forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna á ræðu hans er mjög misjöfn. Þeir eru þó sammála um að breyting á ákvæðum um forsetann sé ekki forgangsverk. „Ég hjó eftir því að forsetinn talaði um það núna, og í innsetningarræðunni í fyrra, að það væri hægt að ná áföngum sem skipta máli. Hann taldi upp þau atriði sem ég lagði fram í frumvarpi í fyrrahaust en náðu því miður ekki fram að ganga. Augljóslega styð ég þær hugmyndir sem þá var verið að vinna að sem samkomulag. En það hefur verið þannig, alveg eins og fram kom hjá forsetanum, að þeir sem lengst vilja ganga vilja annaðhvort algjöra byltingu á stjórnarskránni eða ekkert. Þess vegna stoppaði þetta í fyrrahaust og ég skal ekki segja hvort sá hópur er til í eitthvað annað núna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segir flokkinn vera tilbúinn í breytingar í áföngum. Katrín Jakobsdóttir segist vonast til þess að það náist sátt um að koma einhverjum breytingum í gegn á þessu kjörtímabili. „Og að við horfum líka til lengri tíma þannig að það séu ekki bara þau atriði sem hann nefndi í ræðu sinni í gær heldur séum við að horfa fram til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar,“ segir hún. Katrín telur að ákvæði eins og umhverfisvernd og sameign á þjóðareignum eigi að vera í forgangi við breytingar á stjórnarskránni. „Sem eru þau ákvæði sem þjóðin hefur lýst stuðningi við. Sem og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það eru þau ákvæði sem ég tel að ætti að setja í forgang. En það liggur fyrir að það þarf að fara yfir og endurskoða kaflann um forsetaembættið,“ segir Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist sammála forsetanum í því að gera þurfi breytingar á ákvæðum varðandi forsetaembættið. „Ég held hins vegar að það megi ekki gera lítið úr því að það eru þrjú til fjögur önnur stjórnarskrárákvæði sem er jafn mikilvægt að leiða til lykta. En þetta skiptir máli og í raun leggjum við áherslu á að það verði unnið áfram að gerð nýrrar stjórnarskrár með hliðsjón af tillögu stjórnlagaráðs,“ segir hann. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs. Birgitta varar við því sem hún kallar bútasaum við stjórnarskrárbreytingar. Hún hefur skrifað þingsályktunartillögu um stjórnarskrármál sem byggð er á hugmyndum sem voru ræddar í fimm flokka stjórnarmyndunarviðræðum eftir síðustu kosningar. „Það er búið að vinna rosalega mikla og góða vinnu og kaflinn um forsetann í stjórnarskránni sem fór í þjóðaratkvæðagreiðslu er bara mjög í samræmi við það sem forsetinn var að kalla eftir. Þannig að ég sé enga ástæðu til að vera að búta þetta í sundur,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn sendi Alþingi ótvíræð skilaboð varðandi stjórnarskrána Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. 12. september 2017 19:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Forsetinn sendi Alþingi ótvíræð skilaboð varðandi stjórnarskrána Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. 12. september 2017 19:00