Slóvenar burstuðu Spánverja og eru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2017 20:16 Goran Dragić og Luka Doncic fagna í kvöld. Vísir/EPA Óvænt úrslit urðu í Evrópukeppni karla í körfubolta í kvöld þegar spútniklið Slóvena hélt áfram sigurgöngu sinni og kom í veg fyrir að Evrópumeistarar Spánverja spili til úrslita í ár. Slóvenarnir unnu ekki aðeins ríkjandi meistara heldur burstuðu þá. Slóvenar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með tuttugu stiga stórsigri á Spáni, 92-72, en bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Slóvenía kemst í úrslitaleik Evrópukeppninnar en liðið hafði einu sinni áður komist í undanúrslit og endaði þá í fjórða sæti (2009). Spánverjar eru hinsvegar ríkjandi Evrópumeistarar og höfðu unnið Evrópumeistaratitilinn þrisvar sinnum í síðustu fjórum mótum. Það bjuggust flestir við að þær færu alla leið í ár en þeir komust ekki framhjá hinu frábæra liði Slóvena. NBA-leikmaðurinn Goran Dragić skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Slóveníu í kvöld en hann fékk líka mikla hjálp frá liðsfélögum sínum. Anthony Randolph var með 15 stig og hinn átján ára gamli Luka Doncic skoraði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í kvöld. Þá skoraði Klemen Prepelic 13 stig og Gasper Vidmar var með 12 stig. NBA-leikmennirnir hjá spænska landsliðinu, Pau Gasol (16 stig), Marc Gasol (12 stig) og Ricky Rubio (13 stig) voru atkvæðamestir Slóvenar mæta annaðhvort Rússlandi eða Serbíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld. Slóvenar voru komnir sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-19, og voru síðan fjórum stigum yfir í hálfleik, 49-45. Frábær þriðji leikhluti, sem slóvenska liðið vann 24-12, kom liðinu í sextán stiga forystu fyrri lokaleikhlutann, 73-57. Slóvenar komust nítján stigum yfir, 76-57, í upphafi fjórða leikhlutans og voru síðan 21 stigi yfir, 83-62, þegar sex mínútur voru eftir. Spánverjar náðu aðeins að laga stöðuna en það stóð ekki lengi yfir því Slóvenarnir gáfu aftur í og kláruðu leikinn sannfærandi. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Óvænt úrslit urðu í Evrópukeppni karla í körfubolta í kvöld þegar spútniklið Slóvena hélt áfram sigurgöngu sinni og kom í veg fyrir að Evrópumeistarar Spánverja spili til úrslita í ár. Slóvenarnir unnu ekki aðeins ríkjandi meistara heldur burstuðu þá. Slóvenar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með tuttugu stiga stórsigri á Spáni, 92-72, en bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Slóvenía kemst í úrslitaleik Evrópukeppninnar en liðið hafði einu sinni áður komist í undanúrslit og endaði þá í fjórða sæti (2009). Spánverjar eru hinsvegar ríkjandi Evrópumeistarar og höfðu unnið Evrópumeistaratitilinn þrisvar sinnum í síðustu fjórum mótum. Það bjuggust flestir við að þær færu alla leið í ár en þeir komust ekki framhjá hinu frábæra liði Slóvena. NBA-leikmaðurinn Goran Dragić skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Slóveníu í kvöld en hann fékk líka mikla hjálp frá liðsfélögum sínum. Anthony Randolph var með 15 stig og hinn átján ára gamli Luka Doncic skoraði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í kvöld. Þá skoraði Klemen Prepelic 13 stig og Gasper Vidmar var með 12 stig. NBA-leikmennirnir hjá spænska landsliðinu, Pau Gasol (16 stig), Marc Gasol (12 stig) og Ricky Rubio (13 stig) voru atkvæðamestir Slóvenar mæta annaðhvort Rússlandi eða Serbíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld. Slóvenar voru komnir sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-19, og voru síðan fjórum stigum yfir í hálfleik, 49-45. Frábær þriðji leikhluti, sem slóvenska liðið vann 24-12, kom liðinu í sextán stiga forystu fyrri lokaleikhlutann, 73-57. Slóvenar komust nítján stigum yfir, 76-57, í upphafi fjórða leikhlutans og voru síðan 21 stigi yfir, 83-62, þegar sex mínútur voru eftir. Spánverjar náðu aðeins að laga stöðuna en það stóð ekki lengi yfir því Slóvenarnir gáfu aftur í og kláruðu leikinn sannfærandi.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira