Handbolti

Snorri Steinn: Það kemur að því að ég spila

Einar Sigurvinsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson
Snorri Steinn Guðjónsson Vísir/Ernir
Snorri Steinn Guðjónsson stýrði Valsliðinu til sigurs í kvöld í fyrsta leik sínum sem þjálfari í Olís deild karla í handbolta en Valur vann þá þriggja marka sigur á Gróttu, 24-21.

„Ég er mjög ánægður með sigurinn og mjög ánægður með tvö stig, ekki spurning. Ég er bara nokkuð ánægður með leikinn svona heilt yfir. Auðvitað er fullt af hlutum sem við þurfum að laga en það er gott að vera komnir á blað og að byrja þetta á sigri,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í leikslok.

„Við förum inn í hálfleikinn með fimm mörk og ætluðum náttúrlega að byrja seinni hálfleikinn allt öðruvísi en við gerðum og hleyptum þeim inn í leikinn. Við gerðum það eiginlega þrisvar sinnum, við vorum komnir með þetta nokkuð góða stöðu en gerum þetta að aðeins meiri leik en þetta hefði þurft að vera. Við erum með einverja níu til tíu tæknifeila í seinni hálfleik og fjórtán í heildina, það er náttúrulega of mikið. Svo er smá spenna í þessu í lokin, þetta var hörkuleikur, barátta og spenningur, það er bara fínt að vinna,“ sagði Snorri Steinn.

„Hvern viltu að ég taki út úr liðinu?“ spurði Snorri á móti, aðspurður hvort hann ætlaði sér að fara að koma inn á.

„Ég var með og Anton í dag á miðjunni og var ánægður með þá báða. En jú, það kemur að því að ég spila, hvenær það verður kemur bara í ljós,“ sagði Snorri Steinn, þjálfari Valsmanna, að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×