Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 07:55 Bjarni Benediktsson átti nokkra fundi með forseta Íslands í fyrra og mætti sömuleiðis til veislu að Bessastöðum ásamt þingmönnum. Vísir/Eyþór Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir um stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórnarsamstarfi sé slitið. Athyglisvert sé að þetta sé í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn fellur eftir kröftug mótmæli almennings. „Almennir leikmenn, kjósendur, mótmæla harðlega einhverjum gjörningi ríkisstjórnarinar og rísa upp. Í kjölfarið hrökklast ríkisstjórnin frá,“ segir Baldur. Árið 2009 sleit Samfylkingin samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn eftir fall bankanna haustið 2008 og hávær mótmæli um „vanhæfa ríkisstjórn“. Í fyrra hrökklaðist svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá völdum eftir mótmæli í kjölfar Panamaskjalanna.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Kristinn Ingvarsson„Þessi mótmæli núna voru ekki á götum úti en mikill hiti og þungi í umræðunni. Ég upplifði umræðuna í samfélaginu og á samfélagsmiðlum þannig að hún minnti óþægilega mikið á stöðuna 2009, þó svo að málin séu gjörólík,“ segir Baldur. Bendir hann á þá staðreynd að frá árinu 2007 hafi aðeins ein ríkisstjórn náð að sitja út kjörtímabilið. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við búinu árið 2009.„Eina ríkisstjórnin sem situr út kjörtímabilið er vinstri stjórn. Það eru tíðindi í íslenskum stjórnmálum,“ segir Baldur en í sögulegu samhengi hafa vinstri stjórnir átt erfiðara með að halda samstarfi gangandi en kollegar þeirra lengra til hægri.Baldur segir að í stöðunni sem upp sé komið sé hefðbundið að forsætisráðherra gangi á fund forseta Íslands og biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti biðji þá forsætisráðherra um að sitja áfram í svokallaðri starfsstjórn. Það samþykki forsætisráðherra nær undantekningalaust og situr þar til ný stjórn er mynduð eða þar til eftir kosningar.„En munu ráðherrar Bjartrar framtíðar sitja í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?“ spyr Baldur. Þau gætu ákveðið að ganga út en þá sé mögulegt að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn sitji áfram í starfsstjórn þótt flokkarnir væru bara með 28 þingmenn. Þeir gætu starfað með stuðningi flokka á þingi. Baldur segir óvíst hvort flokkar vilji ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í augnablikinu.„Í augnablikinu er Sjálfstæðisflokkurinn dálítið eins og heit kartafla. Það er ekki hlaupið að því að mynda stjórn með honum. Hvað gerist á næstu dögum og vikum er ómögulegt að segja til um,“ segir Baldur. Í stöðunni gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað minnihlutastjórn eins til tveggja flokka sem njóti stuðnings einhvers þriðja flokks en svo er spurning hvað Bjarni Ben vilji gera.„Hann gæti metið stöðuna svo að hann vilji boða til kosninga.“Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir um stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórnarsamstarfi sé slitið. Athyglisvert sé að þetta sé í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn fellur eftir kröftug mótmæli almennings. „Almennir leikmenn, kjósendur, mótmæla harðlega einhverjum gjörningi ríkisstjórnarinar og rísa upp. Í kjölfarið hrökklast ríkisstjórnin frá,“ segir Baldur. Árið 2009 sleit Samfylkingin samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn eftir fall bankanna haustið 2008 og hávær mótmæli um „vanhæfa ríkisstjórn“. Í fyrra hrökklaðist svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá völdum eftir mótmæli í kjölfar Panamaskjalanna.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Kristinn Ingvarsson„Þessi mótmæli núna voru ekki á götum úti en mikill hiti og þungi í umræðunni. Ég upplifði umræðuna í samfélaginu og á samfélagsmiðlum þannig að hún minnti óþægilega mikið á stöðuna 2009, þó svo að málin séu gjörólík,“ segir Baldur. Bendir hann á þá staðreynd að frá árinu 2007 hafi aðeins ein ríkisstjórn náð að sitja út kjörtímabilið. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við búinu árið 2009.„Eina ríkisstjórnin sem situr út kjörtímabilið er vinstri stjórn. Það eru tíðindi í íslenskum stjórnmálum,“ segir Baldur en í sögulegu samhengi hafa vinstri stjórnir átt erfiðara með að halda samstarfi gangandi en kollegar þeirra lengra til hægri.Baldur segir að í stöðunni sem upp sé komið sé hefðbundið að forsætisráðherra gangi á fund forseta Íslands og biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti biðji þá forsætisráðherra um að sitja áfram í svokallaðri starfsstjórn. Það samþykki forsætisráðherra nær undantekningalaust og situr þar til ný stjórn er mynduð eða þar til eftir kosningar.„En munu ráðherrar Bjartrar framtíðar sitja í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?“ spyr Baldur. Þau gætu ákveðið að ganga út en þá sé mögulegt að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn sitji áfram í starfsstjórn þótt flokkarnir væru bara með 28 þingmenn. Þeir gætu starfað með stuðningi flokka á þingi. Baldur segir óvíst hvort flokkar vilji ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í augnablikinu.„Í augnablikinu er Sjálfstæðisflokkurinn dálítið eins og heit kartafla. Það er ekki hlaupið að því að mynda stjórn með honum. Hvað gerist á næstu dögum og vikum er ómögulegt að segja til um,“ segir Baldur. Í stöðunni gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað minnihlutastjórn eins til tveggja flokka sem njóti stuðnings einhvers þriðja flokks en svo er spurning hvað Bjarni Ben vilji gera.„Hann gæti metið stöðuna svo að hann vilji boða til kosninga.“Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira