Sigurður Ingi: „Óhjákvæmilegt að horfa til kosninga“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 09:07 Ég skal viðurkenna það að að afleiðingin af þessu í gærkvöldi kom mér á óvart, segir Sigurður Ingi. Vísir/Ernir „Þetta eru allnokkur tíðindi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi um stjórnarslitin. Spurður hvað komi til greina í þessari stöðu, hvort reynt verði að mynda nýja ríkisstjórn eða hvort boða þurfi til kosninga, segist Sigurður alla þurfa að melta það sem hefur gerst. „Ég á von á því að flestir muni hitta sína þingflokka. Við Framsóknarmenn munum hittast eftir hádegið og fara yfir stöðuna og hvaða hugsanlegu möguleikar eru í stöðunni. Það er ljóst að eftir erfiðar stjórnarmyndunarviðræður síðasta vetur var þetta niðurstaðan. Þessi niðurstaða entist í átta mánuði. Ég held að það verði flókið að taka upp þráðinn þar sem stjórnarmyndunarviðræður hættu í janúar. Það gæti verið óhjákvæmilegt að horfa til kosninga, en ég ætla ekki að útiloka neitt og ætla að ræða við þingflokk minn áður en ég ræði þetta frekar,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn er með átta þingmenn og gæti fræðilega séð myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn, en frá Viðreisn bárust þau skilaboð við síðustu stjórnarmyndunarviðræður að flokkurinn myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum. Í desember í fyrra sagðist Sigurður Ingi helst vilja mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en VG er með 10 þingmenn. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og VG yrðu með 39 manna meirihluta á þingi ef af því yrði. Sigurður segir í samtali við Vísi að hann muni fyrst ræða við þingflokk sinn áður en hann tjáir sig um nokkurn skapaðan hlut. Spurður út í þessa atburðarás alla, segir Sigurður að nokkrar spurningar hafi vaknað sem þarf að fara yfir á þinginu. „En ég skal viðurkenna það að að afleiðingin af þessu í gærkvöldi kom mér á óvart.“ Eins og áður hefur komið fram samþykkti stjórn Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, á fundi sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að ástæðan sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Boðað var til stjórnarfundarins í ljósi nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en greint var frá því í gær að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
„Þetta eru allnokkur tíðindi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi um stjórnarslitin. Spurður hvað komi til greina í þessari stöðu, hvort reynt verði að mynda nýja ríkisstjórn eða hvort boða þurfi til kosninga, segist Sigurður alla þurfa að melta það sem hefur gerst. „Ég á von á því að flestir muni hitta sína þingflokka. Við Framsóknarmenn munum hittast eftir hádegið og fara yfir stöðuna og hvaða hugsanlegu möguleikar eru í stöðunni. Það er ljóst að eftir erfiðar stjórnarmyndunarviðræður síðasta vetur var þetta niðurstaðan. Þessi niðurstaða entist í átta mánuði. Ég held að það verði flókið að taka upp þráðinn þar sem stjórnarmyndunarviðræður hættu í janúar. Það gæti verið óhjákvæmilegt að horfa til kosninga, en ég ætla ekki að útiloka neitt og ætla að ræða við þingflokk minn áður en ég ræði þetta frekar,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn er með átta þingmenn og gæti fræðilega séð myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn, en frá Viðreisn bárust þau skilaboð við síðustu stjórnarmyndunarviðræður að flokkurinn myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum. Í desember í fyrra sagðist Sigurður Ingi helst vilja mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en VG er með 10 þingmenn. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og VG yrðu með 39 manna meirihluta á þingi ef af því yrði. Sigurður segir í samtali við Vísi að hann muni fyrst ræða við þingflokk sinn áður en hann tjáir sig um nokkurn skapaðan hlut. Spurður út í þessa atburðarás alla, segir Sigurður að nokkrar spurningar hafi vaknað sem þarf að fara yfir á þinginu. „En ég skal viðurkenna það að að afleiðingin af þessu í gærkvöldi kom mér á óvart.“ Eins og áður hefur komið fram samþykkti stjórn Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, á fundi sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að ástæðan sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Boðað var til stjórnarfundarins í ljósi nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en greint var frá því í gær að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila.
Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00
Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06