Framsókn gengur tvíefld til kosninga Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 15:25 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við fréttamenn eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Vísir/Daníel Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði einhug ríkja innan Framsóknarflokksins um að ganga til kosninga. Þá sagði hann að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. Eins og kunnugt er hefur stjórnarsamstarfi verið slitið og féllst Guðni á lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í morgun. Hefur Guðni mælt sér mót við leiðtoga allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi á Bessastöðum í dag. Ekki möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórninaEftir fund sinn með forsetanum í dag sagði Sigurður Ingi að samhugur hefði verið innan Framsóknarflokksins um að fara ekki inn í ríkisstjórn með ríkisstjórnarflokkunum. Komið hefði fram í stjórnarmyndunarviðræðum í desember og janúar að Framsókn hefði aldrei getað tekið sæti í slíkri ríkisstjórn með Viðreisn, nema að Viðreisn „sneri sér í sínum stefnumálum.“ Það hafi Viðreisn þó reyndar gert síðar á kjörtímabilinu. Þá sagði hann að innan Framsóknarflokksins hefði verið vilji til að skoða möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn innan niðurstöðu síðustu kosninga. Það hafi ekki reynst mögulegt og því væri eðli lýðræðis að ganga til kosninga.Ganga tvíefld til kosningaFyrirhugað er að flokksþing Framsóknarflokksins verði haldið í janúar næstkomandi. Að sögn Sigurðar Inga verður nú farið yfir stöðu mála innan flokksins en hann segir flokkinn munu koma tvíefldan til kosninga, hvort sem flokksþing fari fram í janúar eða ekki. Þá sagði Sigurður Ingi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, væri samþykkur afstöðu flokksins í málinu. Sigurður Ingi sagðist enn fremur bjartsýnn á árangur Framsóknar í komandi kosningum og taldi jafnframt alla hlutaðeigandi, þ.e. formenn hinna flokkanna, sjá fram á tækifæri fyrir sinn flokk. Sigurður féllst einnig á dagsetninguna 4. nóvember fyrir komandi alþingiskosningar. Hann sagði samhljóm vera meðal formanna flokkanna um þá dagsetningu. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mætti á fund forseta nú klukkan 15:15. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar mætir klukkan 16:00 og síðastur, klukkan 16:45, mætir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Beina útsendingu Vísis frá Bessastöðum má sjá hér. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði einhug ríkja innan Framsóknarflokksins um að ganga til kosninga. Þá sagði hann að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. Eins og kunnugt er hefur stjórnarsamstarfi verið slitið og féllst Guðni á lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í morgun. Hefur Guðni mælt sér mót við leiðtoga allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi á Bessastöðum í dag. Ekki möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórninaEftir fund sinn með forsetanum í dag sagði Sigurður Ingi að samhugur hefði verið innan Framsóknarflokksins um að fara ekki inn í ríkisstjórn með ríkisstjórnarflokkunum. Komið hefði fram í stjórnarmyndunarviðræðum í desember og janúar að Framsókn hefði aldrei getað tekið sæti í slíkri ríkisstjórn með Viðreisn, nema að Viðreisn „sneri sér í sínum stefnumálum.“ Það hafi Viðreisn þó reyndar gert síðar á kjörtímabilinu. Þá sagði hann að innan Framsóknarflokksins hefði verið vilji til að skoða möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn innan niðurstöðu síðustu kosninga. Það hafi ekki reynst mögulegt og því væri eðli lýðræðis að ganga til kosninga.Ganga tvíefld til kosningaFyrirhugað er að flokksþing Framsóknarflokksins verði haldið í janúar næstkomandi. Að sögn Sigurðar Inga verður nú farið yfir stöðu mála innan flokksins en hann segir flokkinn munu koma tvíefldan til kosninga, hvort sem flokksþing fari fram í janúar eða ekki. Þá sagði Sigurður Ingi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, væri samþykkur afstöðu flokksins í málinu. Sigurður Ingi sagðist enn fremur bjartsýnn á árangur Framsóknar í komandi kosningum og taldi jafnframt alla hlutaðeigandi, þ.e. formenn hinna flokkanna, sjá fram á tækifæri fyrir sinn flokk. Sigurður féllst einnig á dagsetninguna 4. nóvember fyrir komandi alþingiskosningar. Hann sagði samhljóm vera meðal formanna flokkanna um þá dagsetningu. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mætti á fund forseta nú klukkan 15:15. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar mætir klukkan 16:00 og síðastur, klukkan 16:45, mætir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Beina útsendingu Vísis frá Bessastöðum má sjá hér.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36
Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43
Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00
Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26