Hefur áhyggjur af því hversu létt það var fyrir samstarfsflokkana að hlaupast undan ábyrgð Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2017 09:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég hef áhyggjur af því hversu léttvægt það er fyrir þetta fólk að hlaupast undan ábyrgð sinni,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sjálfstæðisflokksins, í stöðuuppfærslu á Facebook, þar sem hann beinir orðum sínum að samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Viðreisn og Bjartri framtíð. Í stöðuuppfærslunni segir Jón ríkisstjórnarsamstarfið hafa gengið ágætlega og oft hafi þurft að gera málamiðlanir til að láta það ganga upp. „Og þannig höfum við Sjálfstæðismenn á þingi farið út fyrir þægindarammann í nokkrum málum sem samstarfsflokkar okkar hafa lagt áherslu á. Allt í þágu þess að viðhalda stöðugleika í landinu þar sem mikilvægt er að ekki sé pólitísk óvissa,“ skrifar Jón. Hann segir ríkar ábyrgðarskyldur á þingmönnum sem Sjálfstæðismenn hafa ekki vikist undan. „Það er mikið ábyrgðarleysi að rjúfa þing og boða til kosninga við þær krefjandi aðstæður sem nú eru í okkar samfélagi. Fjárlög eru til afgreiðslu í þinginu, mjög mikilvægir kjarasamningar eru á dagskrá, málefni sauðfjárbænda í miklu uppnámi, miklir erfiðleikar hjá mörgum útgerðarfyrirtækjum, uppbygging atvinnulífs víða á landsbyggðinni í tengslum við laxeldi í óvissu og svo má lengi telja,“ skrifar Jón og bendir á að við þessar aðstæður hafi Viðreisn og Björt framtíð ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu. Jón bendir á að kosningabarátta sé fyrir höndum með tilheyrandi kostnaði sem gæti hlaupið á milljörðum króna ef allt er talið með. Að hans mati er það slæm meðhöndlun á almannafé. „Ég hef fundað með Sjálfstæðismönnum í mínu kjördæmi um helgina og heyrt í fjölda félaga okkar um allt land. Sjálfstæðismenn munu axla sína ábyrð af festu og heiðarleika. Um allt land eru félagar okkar strax farin að undirbúa vinnuna, sterk grasrót sem af hugsjón hliðrar til í sínum daglegu verkum til að geta lagt hönd á plóg. Ég hlakka til kosningabaráttunnar með þessari sterku sveit kvenna og manna. Ég er sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn verður enn og aftur sú kjölfesta í Íslenskri pólitík sem nauðsynleg er fyrir land og þjóð.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira
„Ég hef áhyggjur af því hversu léttvægt það er fyrir þetta fólk að hlaupast undan ábyrgð sinni,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sjálfstæðisflokksins, í stöðuuppfærslu á Facebook, þar sem hann beinir orðum sínum að samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Viðreisn og Bjartri framtíð. Í stöðuuppfærslunni segir Jón ríkisstjórnarsamstarfið hafa gengið ágætlega og oft hafi þurft að gera málamiðlanir til að láta það ganga upp. „Og þannig höfum við Sjálfstæðismenn á þingi farið út fyrir þægindarammann í nokkrum málum sem samstarfsflokkar okkar hafa lagt áherslu á. Allt í þágu þess að viðhalda stöðugleika í landinu þar sem mikilvægt er að ekki sé pólitísk óvissa,“ skrifar Jón. Hann segir ríkar ábyrgðarskyldur á þingmönnum sem Sjálfstæðismenn hafa ekki vikist undan. „Það er mikið ábyrgðarleysi að rjúfa þing og boða til kosninga við þær krefjandi aðstæður sem nú eru í okkar samfélagi. Fjárlög eru til afgreiðslu í þinginu, mjög mikilvægir kjarasamningar eru á dagskrá, málefni sauðfjárbænda í miklu uppnámi, miklir erfiðleikar hjá mörgum útgerðarfyrirtækjum, uppbygging atvinnulífs víða á landsbyggðinni í tengslum við laxeldi í óvissu og svo má lengi telja,“ skrifar Jón og bendir á að við þessar aðstæður hafi Viðreisn og Björt framtíð ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu. Jón bendir á að kosningabarátta sé fyrir höndum með tilheyrandi kostnaði sem gæti hlaupið á milljörðum króna ef allt er talið með. Að hans mati er það slæm meðhöndlun á almannafé. „Ég hef fundað með Sjálfstæðismönnum í mínu kjördæmi um helgina og heyrt í fjölda félaga okkar um allt land. Sjálfstæðismenn munu axla sína ábyrð af festu og heiðarleika. Um allt land eru félagar okkar strax farin að undirbúa vinnuna, sterk grasrót sem af hugsjón hliðrar til í sínum daglegu verkum til að geta lagt hönd á plóg. Ég hlakka til kosningabaráttunnar með þessari sterku sveit kvenna og manna. Ég er sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn verður enn og aftur sú kjölfesta í Íslenskri pólitík sem nauðsynleg er fyrir land og þjóð.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira
Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56