Íslenski boltinn

Pálmi Rafn: Ótrúleg ákvörðun að taka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pálmi Rafn og félagar urðu af dýrmætum stigum í toppbaráttunni.
Pálmi Rafn og félagar urðu af dýrmætum stigum í toppbaráttunni. vísir/andri marinó
Fyrirliði KR, Pálmi Rafn Pálmason, var að vonum gífurlega svekktur í lok leiks enda var mark dæmt af liði hans á lokamínútunum í markalausu jafntefli gegn KA. Hann var fyrst spurður út í markið sem dæmt var af.

„Ég sá þetta ekki greinilega en hann skal rétt vona það að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá honum. Þetta var ótrúleg ákvörðun að taka og ef þetta var ekki rétt hjá þeim þá veit ég ekki hvað ég á að segja. Þetta er í annað skipti á leiktíðinn sem mark er tekið af okkur á lokamínútunum. Upp á Skaga var tekið algjörlega löglegt mark af okkur og ég ætla rétt að vona að þetta hafi verið rétt hjá þeim. Þetta er ógeðslega pirrandi.“

Pálmi var því næst spurður út í gang leiksins sem var ekki mikið fyrir augað í þangað til að markið var dæmt af á 95. mínútu leiksins.

„Þetta var baráttuleikur, mikið um háa bolta, slagsmál og tæklingar og svo höfuðhögg. Sjálfsagt ekki skemmtilegasti leikur fyrir áhorfendur að horfa á en þetta var barátta milli tveggja góðra liða. Mögulega voru liðið búin að lesa hvort annað fyrir leikinn en við náðum ekki okkar spili 100% í gang og þetta var mikil barátta og læti sem tóku sinn toll. Við náðum ekki boltanum niður á jörðina og spila okkar leik.“

KR var líklegast að kveðja Evrópusætið með úrslitunum í dag og var Pálmi beðinn um að leggja mat á seinustu tvær umferðirnar.

„Við höldum áfram þangað til við getum ekki meir, ég veit ekki hvernig við stöndum í dag. Við verðum bara að halda áfram þangað til að við erum algjörlega út úr þessu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×