Handbolti

Björgvin Páll með leik upp á 10

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik þegar Haukar unnu sex marka sigur á ÍBV, 29-23, í 2. umferð Olís-deildar karla í gær.

Björgvin Páll varði 19 skot í marki Hauka, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Auk þess skoraði landsliðsmarkvörðurinn eitt mark og gaf tvær stoðsendingar.

Björgvin Páll fékk 10 í einkunn hjá HBStatz fyrir frammistöðu sína gegn ÍBV. Hann er annar leikmaðurinn sem fær 10 í einkunn hjá HBStatz í vetur. FH-ingurinn Ísak Rafnsson fékk einnig 10 fyrir frammistöðu sína í stórsigri Fimleikafélagsins á Fram í 1. umferðinni.

Björgvin Páll átti einnig stórleik þegar Haukar báru sigurorð af ÍR, 21-19, í 1. umferð Olís-deildarinnar. Þá varði hann 18 skot (48,6%) og fékk 9,5 í einkunn hjá HBStatz.

Í spilaranum hér að ofan má sjá nokkrar af bestu markvörslum Björgvins Páls í leiknum gegn ÍBV.

Nánar verður fjallað um frammistöðu Björgvins Páls og leik Hauka og ÍBV í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 21:30.


Tengdar fréttir

Björgvin Páll: Í fyrsta skipti í langan tíma er ég stressaður fyrir leik

"Þetta er sigur. Þetta var erfiður sigur, en við vorum með þá allan leikinn þó við misstum þetta í tæpan leik í restina,” sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, í samtali við Vísi í leikslok eftir tveggja marka sigur Hauka á ÍR í fyrstu umferð Olís-deildar karla.

Seinni bylgjan: Fólk elskar Bjögga

Björgvin Páll Gústavsson spilaði sinn fyrsta leik í Olís-deildinni síðan 2008 þegar Haukar unnu tveggja marka sigur á ÍR, 21-19, fyrr í vikunni.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 29-23 | Haukar unnu síðustu 50 mínúturnar 28-17

Haukar eru með fullt hús eftir sannfærandi sigur á meistaraefnunum í ÍBV. Eyjamenn komust í 5-0 í byrjun leiks það dugði skammt því Haukarnir jöfnuðu í 6-6 eftir leikhlé Gunnars Magnússonar og keyrðu síðan yfir ÍBV-liðið í seinni hálfleik þar sem Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu.

Ísak fékk fyrstu tíuna | Myndband

FH tók Fram í bakaríið þegar liðin mættust í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í gær. Lokatölur 26-43, FH í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×