Ejub: Erfitt fyrir okkur að fá vítaspyrnur Þór Símon Hafþórsson skrifar 18. september 2017 19:52 Ejub Purisevic. vísir/Stefán „Fyrir leik vorum við ekki í góðri stöðu og núna erum við í enn verri,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkings frá Ólafsvík, eftir tapleikinn gegn Reykjavíkur Víkingum. Ólafsvíkingar eru í erfiðri stöðu en liðið er í fallsæti og ekki með örlög sín í sínum höndum en nú þarf liðið að bíða og vona að Fjölnir missi stig í næstu leikjum. Ólafsvíkingar vildu fá vítaspyrnu tvívegis í leiknum og vildi Ejub ekki dæma um hvort rétt hefði verið að sleppa dómunum tveimur en sagði að það hafi reynst erfitt fyrir Ólafsvíkinga að fá vítaspyrnur í sumar. „Vill maður ekki alltaf fá vítaspyrnu? Það hefur reynst erfitt fyrir okkur að fá þær í sumar. Það verður allavega áhugavert að sjá þetta aftur í sjónvarpinu. Ég get hins vegar ekki dæmt um það núna.“ Athygli vakti að Farid Zato var í leikmannahóp Ólafsvíkinga en hann spilaði með liðinu síðasta sumar en hefur ekki spilað síðan þá. „Hann æfði með okkur. Ég tók sjens. Tuttugu mínútur eftir og hann er stór strákur og aldrei að vita nema hann gæti unnið nokkra skallabolta fyrir okkur.“ Aðspurður hvort ekki hefði komið til greina að nota unga heimamenn sem sátu nokkrir á bekknum í dag gaf hann lítið fyrir það. Hann benti á að hann hefði notað þá en þar sem ekki fleiri en þrjár skiptingar væru leyfðar gæti hann ekki gert mikið betur. Tveir heimamenn komu inn á þegar ein mínúta var kominn fram yfir venjulegan leiktíma en Farid Zato kom inn þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. En kemur Farid Zato til með að spila fleiri leiki í sumar en næsti leikur Víkings Ó. er gegn Íslandsmeisturum FH? „Vonandi verða fleiri heilir. Þetta er bara næsti leikur. Við erum ekki í góðri stöðu sem stendur en reynum að undirbúa okkur fyrir næsta leik og það kemur bara í ljós hvernig það fer.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur Ó. - Víkingur R. | Reykvíkingarnir unnu víkingaslaginn Víkingur R. sótti dýrmæt þrjú stig til Ólafsvíkur í dag með góðum 3-1 sigri. Með sigrinum er liðið svo gott sem búið að tryggja veru sína í Pepsi deildinni næsta sumar en á sama tíma er Víkingur Ó. í miklum vandræðum. 18. september 2017 20:00 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
„Fyrir leik vorum við ekki í góðri stöðu og núna erum við í enn verri,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkings frá Ólafsvík, eftir tapleikinn gegn Reykjavíkur Víkingum. Ólafsvíkingar eru í erfiðri stöðu en liðið er í fallsæti og ekki með örlög sín í sínum höndum en nú þarf liðið að bíða og vona að Fjölnir missi stig í næstu leikjum. Ólafsvíkingar vildu fá vítaspyrnu tvívegis í leiknum og vildi Ejub ekki dæma um hvort rétt hefði verið að sleppa dómunum tveimur en sagði að það hafi reynst erfitt fyrir Ólafsvíkinga að fá vítaspyrnur í sumar. „Vill maður ekki alltaf fá vítaspyrnu? Það hefur reynst erfitt fyrir okkur að fá þær í sumar. Það verður allavega áhugavert að sjá þetta aftur í sjónvarpinu. Ég get hins vegar ekki dæmt um það núna.“ Athygli vakti að Farid Zato var í leikmannahóp Ólafsvíkinga en hann spilaði með liðinu síðasta sumar en hefur ekki spilað síðan þá. „Hann æfði með okkur. Ég tók sjens. Tuttugu mínútur eftir og hann er stór strákur og aldrei að vita nema hann gæti unnið nokkra skallabolta fyrir okkur.“ Aðspurður hvort ekki hefði komið til greina að nota unga heimamenn sem sátu nokkrir á bekknum í dag gaf hann lítið fyrir það. Hann benti á að hann hefði notað þá en þar sem ekki fleiri en þrjár skiptingar væru leyfðar gæti hann ekki gert mikið betur. Tveir heimamenn komu inn á þegar ein mínúta var kominn fram yfir venjulegan leiktíma en Farid Zato kom inn þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. En kemur Farid Zato til með að spila fleiri leiki í sumar en næsti leikur Víkings Ó. er gegn Íslandsmeisturum FH? „Vonandi verða fleiri heilir. Þetta er bara næsti leikur. Við erum ekki í góðri stöðu sem stendur en reynum að undirbúa okkur fyrir næsta leik og það kemur bara í ljós hvernig það fer.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur Ó. - Víkingur R. | Reykvíkingarnir unnu víkingaslaginn Víkingur R. sótti dýrmæt þrjú stig til Ólafsvíkur í dag með góðum 3-1 sigri. Með sigrinum er liðið svo gott sem búið að tryggja veru sína í Pepsi deildinni næsta sumar en á sama tíma er Víkingur Ó. í miklum vandræðum. 18. september 2017 20:00 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Leik lokið: Víkingur Ó. - Víkingur R. | Reykvíkingarnir unnu víkingaslaginn Víkingur R. sótti dýrmæt þrjú stig til Ólafsvíkur í dag með góðum 3-1 sigri. Með sigrinum er liðið svo gott sem búið að tryggja veru sína í Pepsi deildinni næsta sumar en á sama tíma er Víkingur Ó. í miklum vandræðum. 18. september 2017 20:00