Galin umræða Bolli Héðinsson skrifar 19. september 2017 06:00 Svo furðulegt sem það kann að virðast þá fara fram viðtöl í fjölmiðlum um útflutning á lambakjöti og aldrei er spurt að því hvað útlendingarnir greiði fyrir kjötið. Staðreyndin er nefnilega sú að útlendingar fá kjötið langt undir því verði sem það er selt á innanlands. Greiðslan fyrir útflutt kjöt hefur sennilega aldrei nægt fyrir framleiðslukostnaði og mun ekki gera það um fyrirsjáanlega framtíð. Svo lengi sem elstu menn muna þá hefur þjóðinni verið talin trú um að útlendingar séu rétt handan við hornið að uppgötva íslenska lambakjötið og muni greiða fyrir það hæsta verð. Hér nægir t.d. að minna á lambakjötsútrásina þegar veitingastaður var stofnaður í London í þessu skyni fyrir meira en hálfri öld. Hvað gerir það mögulegt að flytja út lambakjöt og selja við lágu verði? Skýringin er að framleiðendurnir njóti með einum eða öðrum hætti stuðnings ríkisins. Styrkurinn hefur í gegnum tíðina heitið mismunandi nöfnum allt frá útflutningsbótum til beingreiðslna. Hverjir samþykktu þetta fyrirkomulag? Hver er ábyrgð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem fyrir réttu ári, einir stjórnmálaflokka, samþykktu langtímasamning um sauðfjárframleiðslu sem mun bara auka á vandann? Í fyrsta sinn í áratugi eru málefni landbúnaðarins ekki á hendi ráðherra sem kemur úr einum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, Framsóknar- og VG. Ef svo væri, þá væri sjálfsagt þegar búið að afhenda hundruð milljóna af almannfé til að halda áfram óbreyttri vegferð sem hefur leitt sauðfjárbændur í öngstræti og vanda sauðfjárræktarinnar yrði enn skotið á frest. En hvenær á þá að taka á málum? Er eitthvað verra að gera það núna eða á að halda áfram að fresta hinu óhjákvæmilega sem blasað hefur við í áratugi? Í kosningabaráttunni sem er fram undan er viðbúið að það verði nægir til að bjóða sauðfjárbændum gull og græna skóga. Hverju væru sauðfjárbændur bættari? Kjósendur ættu að fylgjast vel með því hvaða stjórnmálaflokkar segja við bændur að það eina sem þurfi séu hundruð milljóna af almannafé og það muni þeir sjá um.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðun Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Svo furðulegt sem það kann að virðast þá fara fram viðtöl í fjölmiðlum um útflutning á lambakjöti og aldrei er spurt að því hvað útlendingarnir greiði fyrir kjötið. Staðreyndin er nefnilega sú að útlendingar fá kjötið langt undir því verði sem það er selt á innanlands. Greiðslan fyrir útflutt kjöt hefur sennilega aldrei nægt fyrir framleiðslukostnaði og mun ekki gera það um fyrirsjáanlega framtíð. Svo lengi sem elstu menn muna þá hefur þjóðinni verið talin trú um að útlendingar séu rétt handan við hornið að uppgötva íslenska lambakjötið og muni greiða fyrir það hæsta verð. Hér nægir t.d. að minna á lambakjötsútrásina þegar veitingastaður var stofnaður í London í þessu skyni fyrir meira en hálfri öld. Hvað gerir það mögulegt að flytja út lambakjöt og selja við lágu verði? Skýringin er að framleiðendurnir njóti með einum eða öðrum hætti stuðnings ríkisins. Styrkurinn hefur í gegnum tíðina heitið mismunandi nöfnum allt frá útflutningsbótum til beingreiðslna. Hverjir samþykktu þetta fyrirkomulag? Hver er ábyrgð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem fyrir réttu ári, einir stjórnmálaflokka, samþykktu langtímasamning um sauðfjárframleiðslu sem mun bara auka á vandann? Í fyrsta sinn í áratugi eru málefni landbúnaðarins ekki á hendi ráðherra sem kemur úr einum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, Framsóknar- og VG. Ef svo væri, þá væri sjálfsagt þegar búið að afhenda hundruð milljóna af almannfé til að halda áfram óbreyttri vegferð sem hefur leitt sauðfjárbændur í öngstræti og vanda sauðfjárræktarinnar yrði enn skotið á frest. En hvenær á þá að taka á málum? Er eitthvað verra að gera það núna eða á að halda áfram að fresta hinu óhjákvæmilega sem blasað hefur við í áratugi? Í kosningabaráttunni sem er fram undan er viðbúið að það verði nægir til að bjóða sauðfjárbændum gull og græna skóga. Hverju væru sauðfjárbændur bættari? Kjósendur ættu að fylgjast vel með því hvaða stjórnmálaflokkar segja við bændur að það eina sem þurfi séu hundruð milljóna af almannafé og það muni þeir sjá um.Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar