Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2017 14:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Vísir/AFP „Við munum eiga þann eina kost að gereyða Norður-Kóreu. Eldflaugamaðurinn (e. Rocketman) er í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir sig og ríkisstjórn sína.“ Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í fyrstu ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag þar sem hann veittist harkalega að stjórnvöldum Norður-Kóreu, Íran og Venesúela. Í ræðu sinni sagði Trump að einstök ríki sem jafnvel væru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styddu við hryðjuverkasamtök og ógnuðu heiminum með gereyðingarvopnum. Þar vísaði hann til Íran og Norður-Kóreu. Tiltölulega snemma í ræðu sinni sagði Trump að nærri því 700 milljörðum dala yrði varið í hernaðarmál á næstu árum. „Her okkar verður sterkari en hann hefur nokkurn tímann verið.“President Trump says if forced to defend itself or its allies, the United States will "totally destroy" North Korea https://t.co/m9GcTNUO6J pic.twitter.com/R600QL2YXK— Bloomberg (@business) September 19, 2017 Hann sagði að í stað þess að nýta auðlindir sínar til að bæta líf þegna sinna hefði ríkisstjórn Íran þess í stað varið þeim í að styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum um heiminn og í að koma upp kjarnorkuvopnum. Trump sagði kjarnorkusamkomulag Bandaríkjanna og annarra við Íran vera versta samning sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann komið að og gaf í skyn að hann myndi slíta samkomulaginu. Þá sagði hann samkomulagið vera skömmustulegt fyrir Bandaríkin. Trump sagði enga ríkisstjórn hafa sýnt heiminum og eigin þegnum minni virðingu en hin óforskammaða ríkisstjórn Norður-Kóreu. Nefndi hann dauða ungs bandarísks manns sem fór í dá í fangelsi þar í landi. Hann nefndi einnig dauða Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu. Hann var myrtur með VX-taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á flugvelli í Kuala Lumpur. Forsetinn nefndi einnig að þrettán ára stúlku hefði verið rænt í Japan og hún flutt til Norður-Kóreu. Þar hefði hún verið neydd til að þjálfa njósnara Norður-Kóreu í að tala japönsku.Trump to the UN on Iran: "The Iranian government masks a corrupt dictatorship behind the false guise of democracy" https://t.co/w77yjbPOx9 pic.twitter.com/SjSjmUrmKP— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 19, 2017 Þá sagði Trump að það væri óásættanlegt að önnur ríki stæðu í viðskiptum við Norður-Kóreu og kallaði eftir því að ríkið yrði alfarið einangrað.Vill stjórnarskipti í Venesúela Trump fjallaði einnig um Venesúela og sagði að þörf væri á stjórnarskiptum þar. Ríkisstjórn Nicolas Maduro hefði lagt þetta ríka land í rúst og nú væri ríkisstjórnin að berjast gegn eigin þegnum. „Við viljum hjálpa þeim að ná lýðræði sínu aftur,“ sagði Trump.Ræða Trump í heild sinni. Donald Trump Morðið á Kim Jong-nam Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
„Við munum eiga þann eina kost að gereyða Norður-Kóreu. Eldflaugamaðurinn (e. Rocketman) er í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir sig og ríkisstjórn sína.“ Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í fyrstu ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag þar sem hann veittist harkalega að stjórnvöldum Norður-Kóreu, Íran og Venesúela. Í ræðu sinni sagði Trump að einstök ríki sem jafnvel væru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styddu við hryðjuverkasamtök og ógnuðu heiminum með gereyðingarvopnum. Þar vísaði hann til Íran og Norður-Kóreu. Tiltölulega snemma í ræðu sinni sagði Trump að nærri því 700 milljörðum dala yrði varið í hernaðarmál á næstu árum. „Her okkar verður sterkari en hann hefur nokkurn tímann verið.“President Trump says if forced to defend itself or its allies, the United States will "totally destroy" North Korea https://t.co/m9GcTNUO6J pic.twitter.com/R600QL2YXK— Bloomberg (@business) September 19, 2017 Hann sagði að í stað þess að nýta auðlindir sínar til að bæta líf þegna sinna hefði ríkisstjórn Íran þess í stað varið þeim í að styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum um heiminn og í að koma upp kjarnorkuvopnum. Trump sagði kjarnorkusamkomulag Bandaríkjanna og annarra við Íran vera versta samning sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann komið að og gaf í skyn að hann myndi slíta samkomulaginu. Þá sagði hann samkomulagið vera skömmustulegt fyrir Bandaríkin. Trump sagði enga ríkisstjórn hafa sýnt heiminum og eigin þegnum minni virðingu en hin óforskammaða ríkisstjórn Norður-Kóreu. Nefndi hann dauða ungs bandarísks manns sem fór í dá í fangelsi þar í landi. Hann nefndi einnig dauða Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu. Hann var myrtur með VX-taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á flugvelli í Kuala Lumpur. Forsetinn nefndi einnig að þrettán ára stúlku hefði verið rænt í Japan og hún flutt til Norður-Kóreu. Þar hefði hún verið neydd til að þjálfa njósnara Norður-Kóreu í að tala japönsku.Trump to the UN on Iran: "The Iranian government masks a corrupt dictatorship behind the false guise of democracy" https://t.co/w77yjbPOx9 pic.twitter.com/SjSjmUrmKP— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 19, 2017 Þá sagði Trump að það væri óásættanlegt að önnur ríki stæðu í viðskiptum við Norður-Kóreu og kallaði eftir því að ríkið yrði alfarið einangrað.Vill stjórnarskipti í Venesúela Trump fjallaði einnig um Venesúela og sagði að þörf væri á stjórnarskiptum þar. Ríkisstjórn Nicolas Maduro hefði lagt þetta ríka land í rúst og nú væri ríkisstjórnin að berjast gegn eigin þegnum. „Við viljum hjálpa þeim að ná lýðræði sínu aftur,“ sagði Trump.Ræða Trump í heild sinni.
Donald Trump Morðið á Kim Jong-nam Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira