Tryggvi Snær: Þeir unnu okkur á hinum og þessum sviðum Anton Ingi Leifsson skrifar 2. september 2017 13:22 Tryggvi í leik með íslenska landsliðinu. vísir/ernir „Ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis. Mér fannst þeir vinna okkur á hinum og þessum sviðum," sagði stóri miðherjinn, Tryggvi Snær Hlinason, eftir 30 stiga tap gegn Póllandi á EM í körfubolta í Finnlandi. „Þeir tóku okkur í frákastabaráttunni og slökktu bara á okkur þegar við vorum að fara eitthvað. Við náðum ekkert að halda neinu "run-i" í gangi og þeir bara unnu okkur hægt og rólega yfir allan leikinn," hélt Tryggvi áfram í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í Helsinki. Þessi leikur var mikilvægur leikur Íslands í riðlinum í voninni um að fara upp úr riðlinum, en nú segir Tryggvi að nú þurfi þeir einfaldlega að vinna aðra leiki til að komast upp. „Við fórum í þennan leik til að vinna og við þurftum nánast að vinna til að komast áfram, en nú eru það bara breytt plön og við þurfum að vinna aðra leiki og fókusera á þá."Sjá einnig:Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Í fyrramálið er stórleikur gegn Frökkum og íslenska liðið þarf að bæta leik sinn til muna til þess að eiga séns gegn Frökkum. „Það er bara leikur á morgun og það er gegn Frökkum. Þeir eru hörkugóðir og örugglega brjálaðir eftir tapið gegn Finnum. Þeir mæta örugglega í góðu standi," en hvað þarf að breytast? „Ég bara veit það ekki. Maður er ekki búinn að skoða leikinn í dag og skoða Frakkana nægilega vel til þess að vita hvað við þurfum að gera, en við ætlum okkur að mæta betur stemmdir." „Skotin voru ekki að detta og það var dálítið sagan okkar í dag. Villur á hinum og þessum stöðum sem voru ekki dæmdar annarsstaðar, en svona er þetta," sagði hinn stóri og stæðilegi Tryggvi að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45 Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11 Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis. Mér fannst þeir vinna okkur á hinum og þessum sviðum," sagði stóri miðherjinn, Tryggvi Snær Hlinason, eftir 30 stiga tap gegn Póllandi á EM í körfubolta í Finnlandi. „Þeir tóku okkur í frákastabaráttunni og slökktu bara á okkur þegar við vorum að fara eitthvað. Við náðum ekkert að halda neinu "run-i" í gangi og þeir bara unnu okkur hægt og rólega yfir allan leikinn," hélt Tryggvi áfram í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í Helsinki. Þessi leikur var mikilvægur leikur Íslands í riðlinum í voninni um að fara upp úr riðlinum, en nú segir Tryggvi að nú þurfi þeir einfaldlega að vinna aðra leiki til að komast upp. „Við fórum í þennan leik til að vinna og við þurftum nánast að vinna til að komast áfram, en nú eru það bara breytt plön og við þurfum að vinna aðra leiki og fókusera á þá."Sjá einnig:Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Í fyrramálið er stórleikur gegn Frökkum og íslenska liðið þarf að bæta leik sinn til muna til þess að eiga séns gegn Frökkum. „Það er bara leikur á morgun og það er gegn Frökkum. Þeir eru hörkugóðir og örugglega brjálaðir eftir tapið gegn Finnum. Þeir mæta örugglega í góðu standi," en hvað þarf að breytast? „Ég bara veit það ekki. Maður er ekki búinn að skoða leikinn í dag og skoða Frakkana nægilega vel til þess að vita hvað við þurfum að gera, en við ætlum okkur að mæta betur stemmdir." „Skotin voru ekki að detta og það var dálítið sagan okkar í dag. Villur á hinum og þessum stöðum sem voru ekki dæmdar annarsstaðar, en svona er þetta," sagði hinn stóri og stæðilegi Tryggvi að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45 Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11 Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45
Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11
Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02