Gekk berserksgang í Skeifunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. september 2017 07:51 Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni um helgina. Vísir/Eyþór 70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru allar fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fullar aðra nóttina í röð. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni tilkynning um aðila sem var að ganga berserksgang í Skeifunni, bæði á veitingastað og í verslunum. Skemmdir voru á veitingastaðnum og er hann einnig grunaður um þjófnað í einni versluninni. Maðurinn gistir fangageymslu og verður yfirheyrður seinna í dag. Rétt eftir miðnætti var aðili handtekinn í Kvosinni. Hafði hann látið skap sitt bitna á ökutækjum, húsum og örðum munum sem urðu á vegi hans. Hann gistir fangageymslu og verður málið afgreitt með sekt, samkvæmt dagbók lögreglu. Þrisvar var leitað eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Klukkan þrjú var tilkynnt um heimilisofbeldi í Mosfellsbæ. Einn aðili gistir fangageymslur vegna málsins og var félagsþjónusta kölluð til. Klukkan 03:42 var aðili handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi og fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Málið er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild. Klukkan 04:44 var tilkynnt um heimilisofbeldi í Kópavogi. Félagsþjónustan og barnavernd voru kölluð til vegna málsins sem er í rannsókn. Þá var tilkynnt um líkamsárás á Hverfisgötu laust eftir klukkan þrjú í nótt. Minniháttar meiðsl voru á þeim sem áttu í átökunum. Önnur líkamsárás á Hverfisgötu var tilkynnt um klukkan fimm í nótt. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að en málið er í rannsókn. Þá barst lögreglunni tilkynning um slys í vesturbæ Kópavogs klukkan 05:39. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang dró aðilinn upp hníf og ógnaði þeim. Var hann fluttur á slysadeild vegna meiðsla sinna í lögreglufylgd. Þá kom eldur upp í gámum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar var um að ræða eld í gámi í Seljahverfinu í Breiðholti. Eldurinn var slökktur en gámurinn var skemmdur eftir. Hins vegar var tilkynnt um eld í gámi á Smiðjustíg. Mikil hætta skapaðist á vettvangi, enda var gámurinn upp við húsvegg. Lögreglumál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru allar fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fullar aðra nóttina í röð. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni tilkynning um aðila sem var að ganga berserksgang í Skeifunni, bæði á veitingastað og í verslunum. Skemmdir voru á veitingastaðnum og er hann einnig grunaður um þjófnað í einni versluninni. Maðurinn gistir fangageymslu og verður yfirheyrður seinna í dag. Rétt eftir miðnætti var aðili handtekinn í Kvosinni. Hafði hann látið skap sitt bitna á ökutækjum, húsum og örðum munum sem urðu á vegi hans. Hann gistir fangageymslu og verður málið afgreitt með sekt, samkvæmt dagbók lögreglu. Þrisvar var leitað eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Klukkan þrjú var tilkynnt um heimilisofbeldi í Mosfellsbæ. Einn aðili gistir fangageymslur vegna málsins og var félagsþjónusta kölluð til. Klukkan 03:42 var aðili handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi og fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Málið er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild. Klukkan 04:44 var tilkynnt um heimilisofbeldi í Kópavogi. Félagsþjónustan og barnavernd voru kölluð til vegna málsins sem er í rannsókn. Þá var tilkynnt um líkamsárás á Hverfisgötu laust eftir klukkan þrjú í nótt. Minniháttar meiðsl voru á þeim sem áttu í átökunum. Önnur líkamsárás á Hverfisgötu var tilkynnt um klukkan fimm í nótt. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að en málið er í rannsókn. Þá barst lögreglunni tilkynning um slys í vesturbæ Kópavogs klukkan 05:39. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang dró aðilinn upp hníf og ógnaði þeim. Var hann fluttur á slysadeild vegna meiðsla sinna í lögreglufylgd. Þá kom eldur upp í gámum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar var um að ræða eld í gámi í Seljahverfinu í Breiðholti. Eldurinn var slökktur en gámurinn var skemmdur eftir. Hins vegar var tilkynnt um eld í gámi á Smiðjustíg. Mikil hætta skapaðist á vettvangi, enda var gámurinn upp við húsvegg.
Lögreglumál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira