Funduðu með kínverskum skiparisa um Finnafjarðarverkefnið Haraldur Guðmundsson skrifar 5. september 2017 06:00 Finnafjörður er við Langanesströnd á Norðausturlandi. vísir/pjetur Starfsmenn Cosco Shipping, þriðja stærsta skipafélags heims, funduðu í lok ágúst með sveitarstjóra Langanesbyggðar, starfsmönnum verkfræðistofunnar EFLU og fulltrúum innanríkisráðuneytisins, og fengu kynningu á áformum um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði. Alls var um þrjá fundi eða kynningar að ræða og voru það starfsmenn frá skrifstofu kínverska skipafélagsins í Finnlandi sem óskuðu eftir kynningu á Finnafjarðarverkefninu.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar„Þeir höfðu séð úti í Kína kynningu á verkefninu og áttu leið hingað til lands og óskuðu eftir fundi. Það eru engir aðrir fundir fyrirhugaðir og maður veit svo sem ekkert hvort það verður eitthvað. Hugmyndin í Finnafirði er góð en er enn einungis hugmynd,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Fundirnir voru haldnir dagana 24. til 26. ágúst og þá bæði í innanríkisráðuneytinu og hjá Íslandsstofu. Þeir voru skipulagðir af EFLU verkfræðistofu og segir í fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar að þeir hafi verið áhugaverðir og gengið vel. Viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hafnarinnar var undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, EFLU og þýska fyrirtækisins Bremenport. Samstarfssamningur um verkefnið hafði þá verið undirritaður tveimur árum áður. Hugmyndin er sú að Bremenport leiði fjármögnun framkvæmda og öflun verkefna fyrir væntanlega höfn og að framkvæmdir hefjist eftir þrjú til fimm ár. „Það er búið að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Síðan var skrifað undir viljayfirlýsinguna árið 2016 og verkefnið er í raun statt þar ennþá. Svo er verið að kynna þetta á ráðstefnum um allan heim en sveitarfélagið á enga aðkomu að því,“ segir Elías. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00 Stilla ríkinu upp við vegg Áframhald uppbyggingar stórskipahafnar þýska fyrirtækisins Bremenports er nú sagt háð peningaframlagi úr ríkissjóði. 20. maí 2017 07:00 Höfn í Finnafirði enn á borðinu Bremenports heldur áfram athugunum vegna stórskipahafnar við Langanes. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Starfsmenn Cosco Shipping, þriðja stærsta skipafélags heims, funduðu í lok ágúst með sveitarstjóra Langanesbyggðar, starfsmönnum verkfræðistofunnar EFLU og fulltrúum innanríkisráðuneytisins, og fengu kynningu á áformum um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði. Alls var um þrjá fundi eða kynningar að ræða og voru það starfsmenn frá skrifstofu kínverska skipafélagsins í Finnlandi sem óskuðu eftir kynningu á Finnafjarðarverkefninu.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar„Þeir höfðu séð úti í Kína kynningu á verkefninu og áttu leið hingað til lands og óskuðu eftir fundi. Það eru engir aðrir fundir fyrirhugaðir og maður veit svo sem ekkert hvort það verður eitthvað. Hugmyndin í Finnafirði er góð en er enn einungis hugmynd,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Fundirnir voru haldnir dagana 24. til 26. ágúst og þá bæði í innanríkisráðuneytinu og hjá Íslandsstofu. Þeir voru skipulagðir af EFLU verkfræðistofu og segir í fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar að þeir hafi verið áhugaverðir og gengið vel. Viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hafnarinnar var undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, EFLU og þýska fyrirtækisins Bremenport. Samstarfssamningur um verkefnið hafði þá verið undirritaður tveimur árum áður. Hugmyndin er sú að Bremenport leiði fjármögnun framkvæmda og öflun verkefna fyrir væntanlega höfn og að framkvæmdir hefjist eftir þrjú til fimm ár. „Það er búið að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Síðan var skrifað undir viljayfirlýsinguna árið 2016 og verkefnið er í raun statt þar ennþá. Svo er verið að kynna þetta á ráðstefnum um allan heim en sveitarfélagið á enga aðkomu að því,“ segir Elías.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00 Stilla ríkinu upp við vegg Áframhald uppbyggingar stórskipahafnar þýska fyrirtækisins Bremenports er nú sagt háð peningaframlagi úr ríkissjóði. 20. maí 2017 07:00 Höfn í Finnafirði enn á borðinu Bremenports heldur áfram athugunum vegna stórskipahafnar við Langanes. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00
Stilla ríkinu upp við vegg Áframhald uppbyggingar stórskipahafnar þýska fyrirtækisins Bremenports er nú sagt háð peningaframlagi úr ríkissjóði. 20. maí 2017 07:00
Höfn í Finnafirði enn á borðinu Bremenports heldur áfram athugunum vegna stórskipahafnar við Langanes. 20. maí 2015 07:00