Handbolti

Fjölnir Reykjavíkurmeistari með yfirburðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Fjölni rústuðu Reykjavíkurmótinu.
Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Fjölni rústuðu Reykjavíkurmótinu. vísir/ernir
Nýliðar Fjölnis í Olís-deild karla í handbolta urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar eftir stórsigur á Þrótti, 25-34, í Laugardalshöllinni.

Fjölnismenn unnu alla fjóra leiki sína í mótinu með samtals 37 marka mun.

Þeir unnu Víking með 11 mörkum, Fram með 10 mörkum, ÍR með sjö mörkum og Þrótt með níu mörkum.

Fjölnismenn mæta Víkingum í nýliðaslag í 1. umferð Olís-deildarinnar eftir viku.

Reykjavíkurmótinu lýkur á morgun þegar Víkingur fær Fram í heimsókn. Víkingar eru með þrjú stig en Frammarar ekki neitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×