Þegar 19 ára gamall Logi skoraði 29 stig á móti Slóvenum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2017 10:00 Logi Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mætir Slóvenum í dag í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Logi á góðar minningar frá leik á móti Slóveníu. 29. nóvember 2000 fór Logi á kostum í leik við Slóvena í Laugardalshöllinni en hann skoraði þá 29 stig á aðeins 23 mínútum. Hann var þá aðeins að spila sinn sjöunda landsleik og var nýorðinn 19 ára gamall. „Ég man vel eftir leiknum. Ég held að ég hafi verið bara nítján ára gamall þarna. Þetta var einn af mínum fyrstu landsleikjum og ég var að spila á móti svona stórri þjóð eins og Slóvenía er," sagði Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. „Það var mjög spennandi að hafa spilað þennan leik og ég man eftir því að það fór allt ofan í hjá mér. Ég var út um allan völl, ungur pungur á fleygiferð og með mikinn kraft," sagði Logi sem hitti úr 10 af 15 skotum utan af velli og úr öllum sjö vítunum. „Það fór allt ofan í hjá mér þennan dag og við áttum góðan leik á móti þeim. Þeir rétt unnu okkur á lokamínútunum," sagði Logi en getur hann skorað aftur 29 stig á Slóvenana í dag? „Já er það ekki bara,“ sagði Logi í gríni en bætti svo við: „Nei maður er í öðruvísi hlutverki núna sem reynslubolti sem er að reyna að miðla reynslunni til hinna. Ég fæ kannski færri mínútur en reyni að gefa allt í verkefnið þegar ég kem inná," sagði Logi. „Ég reyni líka að dreifa jákvæðni og kraft frá bekknum þegar ég er ekki inná. Einn og einn þristur hér og þar gæti komið," sagði Logi. Íslenska liðið tapaði reyndar leiknum með 10 stigum á endanum (80-90) í þessum leik fyrir tæpum sautján árum en var yfir í hálfleik 44-42 eftir að hafa unnið annan leikhlutann 28-16. Jón Arnór Stefánsson lék einnig leikinn og var með 14 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Það má sjá tölfræði leiksins með því að smella hér. Það má síðan horfa á viðtal Arnars við Loga í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Sána í stað æfingar hjá Hlyni í dag Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki með á æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í dag en kappinn glímir við veikindi. 4. september 2017 13:30 Goran Dragic: Við vanmetum engan Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. 4. september 2017 21:15 Martin: Það er hans verkefni að pæla í því Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket. 4. september 2017 14:30 Einar Bollason: Finnur Freyr er framtíðarlandsliðsþjálfari Körfuboltagoðsögnin Einar Bollason er að sjálfsögðu í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið tekur þátt á EM. 4. september 2017 19:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Logi Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mætir Slóvenum í dag í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Logi á góðar minningar frá leik á móti Slóveníu. 29. nóvember 2000 fór Logi á kostum í leik við Slóvena í Laugardalshöllinni en hann skoraði þá 29 stig á aðeins 23 mínútum. Hann var þá aðeins að spila sinn sjöunda landsleik og var nýorðinn 19 ára gamall. „Ég man vel eftir leiknum. Ég held að ég hafi verið bara nítján ára gamall þarna. Þetta var einn af mínum fyrstu landsleikjum og ég var að spila á móti svona stórri þjóð eins og Slóvenía er," sagði Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. „Það var mjög spennandi að hafa spilað þennan leik og ég man eftir því að það fór allt ofan í hjá mér. Ég var út um allan völl, ungur pungur á fleygiferð og með mikinn kraft," sagði Logi sem hitti úr 10 af 15 skotum utan af velli og úr öllum sjö vítunum. „Það fór allt ofan í hjá mér þennan dag og við áttum góðan leik á móti þeim. Þeir rétt unnu okkur á lokamínútunum," sagði Logi en getur hann skorað aftur 29 stig á Slóvenana í dag? „Já er það ekki bara,“ sagði Logi í gríni en bætti svo við: „Nei maður er í öðruvísi hlutverki núna sem reynslubolti sem er að reyna að miðla reynslunni til hinna. Ég fæ kannski færri mínútur en reyni að gefa allt í verkefnið þegar ég kem inná," sagði Logi. „Ég reyni líka að dreifa jákvæðni og kraft frá bekknum þegar ég er ekki inná. Einn og einn þristur hér og þar gæti komið," sagði Logi. Íslenska liðið tapaði reyndar leiknum með 10 stigum á endanum (80-90) í þessum leik fyrir tæpum sautján árum en var yfir í hálfleik 44-42 eftir að hafa unnið annan leikhlutann 28-16. Jón Arnór Stefánsson lék einnig leikinn og var með 14 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Það má sjá tölfræði leiksins með því að smella hér. Það má síðan horfa á viðtal Arnars við Loga í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Sána í stað æfingar hjá Hlyni í dag Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki með á æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í dag en kappinn glímir við veikindi. 4. september 2017 13:30 Goran Dragic: Við vanmetum engan Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. 4. september 2017 21:15 Martin: Það er hans verkefni að pæla í því Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket. 4. september 2017 14:30 Einar Bollason: Finnur Freyr er framtíðarlandsliðsþjálfari Körfuboltagoðsögnin Einar Bollason er að sjálfsögðu í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið tekur þátt á EM. 4. september 2017 19:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00
Sána í stað æfingar hjá Hlyni í dag Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki með á æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í dag en kappinn glímir við veikindi. 4. september 2017 13:30
Goran Dragic: Við vanmetum engan Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. 4. september 2017 21:15
Martin: Það er hans verkefni að pæla í því Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket. 4. september 2017 14:30
Einar Bollason: Finnur Freyr er framtíðarlandsliðsþjálfari Körfuboltagoðsögnin Einar Bollason er að sjálfsögðu í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið tekur þátt á EM. 4. september 2017 19:00