Þegar 19 ára gamall Logi skoraði 29 stig á móti Slóvenum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2017 10:00 Logi Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mætir Slóvenum í dag í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Logi á góðar minningar frá leik á móti Slóveníu. 29. nóvember 2000 fór Logi á kostum í leik við Slóvena í Laugardalshöllinni en hann skoraði þá 29 stig á aðeins 23 mínútum. Hann var þá aðeins að spila sinn sjöunda landsleik og var nýorðinn 19 ára gamall. „Ég man vel eftir leiknum. Ég held að ég hafi verið bara nítján ára gamall þarna. Þetta var einn af mínum fyrstu landsleikjum og ég var að spila á móti svona stórri þjóð eins og Slóvenía er," sagði Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. „Það var mjög spennandi að hafa spilað þennan leik og ég man eftir því að það fór allt ofan í hjá mér. Ég var út um allan völl, ungur pungur á fleygiferð og með mikinn kraft," sagði Logi sem hitti úr 10 af 15 skotum utan af velli og úr öllum sjö vítunum. „Það fór allt ofan í hjá mér þennan dag og við áttum góðan leik á móti þeim. Þeir rétt unnu okkur á lokamínútunum," sagði Logi en getur hann skorað aftur 29 stig á Slóvenana í dag? „Já er það ekki bara,“ sagði Logi í gríni en bætti svo við: „Nei maður er í öðruvísi hlutverki núna sem reynslubolti sem er að reyna að miðla reynslunni til hinna. Ég fæ kannski færri mínútur en reyni að gefa allt í verkefnið þegar ég kem inná," sagði Logi. „Ég reyni líka að dreifa jákvæðni og kraft frá bekknum þegar ég er ekki inná. Einn og einn þristur hér og þar gæti komið," sagði Logi. Íslenska liðið tapaði reyndar leiknum með 10 stigum á endanum (80-90) í þessum leik fyrir tæpum sautján árum en var yfir í hálfleik 44-42 eftir að hafa unnið annan leikhlutann 28-16. Jón Arnór Stefánsson lék einnig leikinn og var með 14 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Það má sjá tölfræði leiksins með því að smella hér. Það má síðan horfa á viðtal Arnars við Loga í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Sána í stað æfingar hjá Hlyni í dag Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki með á æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í dag en kappinn glímir við veikindi. 4. september 2017 13:30 Goran Dragic: Við vanmetum engan Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. 4. september 2017 21:15 Martin: Það er hans verkefni að pæla í því Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket. 4. september 2017 14:30 Einar Bollason: Finnur Freyr er framtíðarlandsliðsþjálfari Körfuboltagoðsögnin Einar Bollason er að sjálfsögðu í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið tekur þátt á EM. 4. september 2017 19:00 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Logi Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mætir Slóvenum í dag í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Logi á góðar minningar frá leik á móti Slóveníu. 29. nóvember 2000 fór Logi á kostum í leik við Slóvena í Laugardalshöllinni en hann skoraði þá 29 stig á aðeins 23 mínútum. Hann var þá aðeins að spila sinn sjöunda landsleik og var nýorðinn 19 ára gamall. „Ég man vel eftir leiknum. Ég held að ég hafi verið bara nítján ára gamall þarna. Þetta var einn af mínum fyrstu landsleikjum og ég var að spila á móti svona stórri þjóð eins og Slóvenía er," sagði Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. „Það var mjög spennandi að hafa spilað þennan leik og ég man eftir því að það fór allt ofan í hjá mér. Ég var út um allan völl, ungur pungur á fleygiferð og með mikinn kraft," sagði Logi sem hitti úr 10 af 15 skotum utan af velli og úr öllum sjö vítunum. „Það fór allt ofan í hjá mér þennan dag og við áttum góðan leik á móti þeim. Þeir rétt unnu okkur á lokamínútunum," sagði Logi en getur hann skorað aftur 29 stig á Slóvenana í dag? „Já er það ekki bara,“ sagði Logi í gríni en bætti svo við: „Nei maður er í öðruvísi hlutverki núna sem reynslubolti sem er að reyna að miðla reynslunni til hinna. Ég fæ kannski færri mínútur en reyni að gefa allt í verkefnið þegar ég kem inná," sagði Logi. „Ég reyni líka að dreifa jákvæðni og kraft frá bekknum þegar ég er ekki inná. Einn og einn þristur hér og þar gæti komið," sagði Logi. Íslenska liðið tapaði reyndar leiknum með 10 stigum á endanum (80-90) í þessum leik fyrir tæpum sautján árum en var yfir í hálfleik 44-42 eftir að hafa unnið annan leikhlutann 28-16. Jón Arnór Stefánsson lék einnig leikinn og var með 14 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Það má sjá tölfræði leiksins með því að smella hér. Það má síðan horfa á viðtal Arnars við Loga í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Sána í stað æfingar hjá Hlyni í dag Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki með á æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í dag en kappinn glímir við veikindi. 4. september 2017 13:30 Goran Dragic: Við vanmetum engan Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. 4. september 2017 21:15 Martin: Það er hans verkefni að pæla í því Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket. 4. september 2017 14:30 Einar Bollason: Finnur Freyr er framtíðarlandsliðsþjálfari Körfuboltagoðsögnin Einar Bollason er að sjálfsögðu í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið tekur þátt á EM. 4. september 2017 19:00 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00
Sána í stað æfingar hjá Hlyni í dag Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki með á æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í dag en kappinn glímir við veikindi. 4. september 2017 13:30
Goran Dragic: Við vanmetum engan Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. 4. september 2017 21:15
Martin: Það er hans verkefni að pæla í því Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket. 4. september 2017 14:30
Einar Bollason: Finnur Freyr er framtíðarlandsliðsþjálfari Körfuboltagoðsögnin Einar Bollason er að sjálfsögðu í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið tekur þátt á EM. 4. september 2017 19:00