Framlengt hjá Ísrael og Georgíu | Ítalir tapa aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 21:00 Vísir/getty Ítalir töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir mættu Þjóðverjum á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Þjóðverjar halda í við Litháa á toppi B-riðils fyrir loka umferðina. Johannes Voigtmann var bestur Þjóðverja í dag með 12 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Stigahæstur var hins vegar Dennis Schroder með 17 stig. Hjá Ítölum var Ariel Filloy bestur með 15 stig, 1 frákast og eina stoðsendingu. Framlengja þurfti síðasta leik riðilsins þegar heimamenn í Ísrael mættu Georgíu. Leikurinn var í járnum allan tímann, en voru heimamenn þó með forystu bróðurpart leiksins, þó hún væri aldrei mikil. Staðan í hálfleik var 49-47 fyrir Ísrael. Síðasti fjórðungurinn var í járnum allan tímann, en Georgíumenn voru þó aðeins sterkari og leit út fyrir að þeir myndu stela sigrinum en Omri Casspi jafnaði leikinn fyrir Ísrael þegar 6 sekúndur voru eftir. Geogíumenn náðu ekki að svara og þurfti því að grípa til framlengingar. Georgíumenn gengu svo frá leiknum í framlengingunni, spurning hvort heimamenn hafi einfaldlega verið sprungnir. Lokatölur urðu 91-104. Tornike Shengelia var allt í öllu í leik Georgíu, með 25 stig, 19 fráköst og 4 stoðsendingar. Gal Mekel var bestur í liði Ísrael með 23 stig, 1 frákast og 5 stoðsendingar. Ungverjar unnu lokaleik dagsins í C-riðli með 80-71 sigri á Rúmeníu. David Vojvoda var besti maður vallarins með 26 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 1 stolinn bolta. Hjá Rúmenum var Andrei Mandache bestur með 24 stig, 2 fráköst, 1 stoðsendingu og 2 stolna bolta. Rúmenar eru án sigurs í mótinu, en Ungverjar hafa unnið tvo af fjórum leikjum. Tyrkir svo gott sem tryggðu sér sæti í 16 liða úrslit mótsins með sigri á Belgum 78-65. Tyrkir eru nú komnir með 6 stig í fjórða sætinu en Belgar eru í fimmta sætinu með stigi færra. Þó þeir tapi í loka umferðinni og Belgar vinni þá er markatala Tyrkja mun betri og þeir því nokkuð öruggir áfram. Furkan Korkmaz var atkvæðamestur Tyrkja með 14 stig, 1 frákast og eina stoðsendingu. Hjá Belgum var Sam Van Rossom bestur með 13 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Spánverjar unnu Króata | Pustovyi með stórleik gegn Litháen Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. 5. september 2017 16:54 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Ítalir töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir mættu Þjóðverjum á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Þjóðverjar halda í við Litháa á toppi B-riðils fyrir loka umferðina. Johannes Voigtmann var bestur Þjóðverja í dag með 12 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Stigahæstur var hins vegar Dennis Schroder með 17 stig. Hjá Ítölum var Ariel Filloy bestur með 15 stig, 1 frákast og eina stoðsendingu. Framlengja þurfti síðasta leik riðilsins þegar heimamenn í Ísrael mættu Georgíu. Leikurinn var í járnum allan tímann, en voru heimamenn þó með forystu bróðurpart leiksins, þó hún væri aldrei mikil. Staðan í hálfleik var 49-47 fyrir Ísrael. Síðasti fjórðungurinn var í járnum allan tímann, en Georgíumenn voru þó aðeins sterkari og leit út fyrir að þeir myndu stela sigrinum en Omri Casspi jafnaði leikinn fyrir Ísrael þegar 6 sekúndur voru eftir. Geogíumenn náðu ekki að svara og þurfti því að grípa til framlengingar. Georgíumenn gengu svo frá leiknum í framlengingunni, spurning hvort heimamenn hafi einfaldlega verið sprungnir. Lokatölur urðu 91-104. Tornike Shengelia var allt í öllu í leik Georgíu, með 25 stig, 19 fráköst og 4 stoðsendingar. Gal Mekel var bestur í liði Ísrael með 23 stig, 1 frákast og 5 stoðsendingar. Ungverjar unnu lokaleik dagsins í C-riðli með 80-71 sigri á Rúmeníu. David Vojvoda var besti maður vallarins með 26 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 1 stolinn bolta. Hjá Rúmenum var Andrei Mandache bestur með 24 stig, 2 fráköst, 1 stoðsendingu og 2 stolna bolta. Rúmenar eru án sigurs í mótinu, en Ungverjar hafa unnið tvo af fjórum leikjum. Tyrkir svo gott sem tryggðu sér sæti í 16 liða úrslit mótsins með sigri á Belgum 78-65. Tyrkir eru nú komnir með 6 stig í fjórða sætinu en Belgar eru í fimmta sætinu með stigi færra. Þó þeir tapi í loka umferðinni og Belgar vinni þá er markatala Tyrkja mun betri og þeir því nokkuð öruggir áfram. Furkan Korkmaz var atkvæðamestur Tyrkja með 14 stig, 1 frákast og eina stoðsendingu. Hjá Belgum var Sam Van Rossom bestur með 13 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Spánverjar unnu Króata | Pustovyi með stórleik gegn Litháen Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. 5. september 2017 16:54 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Spánverjar unnu Króata | Pustovyi með stórleik gegn Litháen Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. 5. september 2017 16:54