Lögregla tók grjót og eggvopn af úkraínskum stuðningsmönnum Birgir Olgeirsson skrifar 5. september 2017 21:22 Lögreglan var með talsverðan viðbúnað hjá úkraínsku stuðningsmönnunum á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Anton Brink Tveir af stuðningsmönnum úkraínska karlalandsliðsins í knattspyrnu voru handteknir fyrir utan Laugardalsvöll í kvöld en þeir reyndu að koma sér miðalausir á leik Íslands gegn Úkraínu í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Níu hundruð stuðningsmenn fylgdu úkraínska landsliðinu til Íslands og var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með talsverðan viðbúnað vegna þeirra og naut meðal annars aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við gæslu á Laugardalsvelli. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa lagt hald á talsvert af grjóti sem einhverjir af úkraínsku stuðningsmönnunum reyndu að smygla inn á völlinn. Einnig var lagt hald á eitt eggvopn sem úkraínskur stuðningsmaður reyndi að smygla inn á völlinn og þá voru sömuleiðis allar flöskur teknar af þeim.Einu blysi var smyglað inn á Laugardalsvöll í kvöld, en einn af úkraínsku stuðningsmönnunum hélt á því. Vísir/Anton BrinkÁsgeir segir að lögregluna hafa tekið aðgangsmiða af þeim sem reyndu að smygla slíku inn á völlinn og var þeim í kjölfarið meinuð innganga. Hann vissi ekki til þess að lagt hafi verið hald á einhver blys, en eins og þeir sáu sem fylgdust með útsendingu frá leiknum kveikti einn af úkraínsku stuðningsmönnunum í blysi í stúkunni. Úkraínska liðið hefur leikið alla heimaleiki sína í undankeppninni fyrir luktum dyrum og því eru útileikir liðsins eini möguleiki stuðningsmanna til að sjá liðið sitt spila.Ásgeir Þór sagði við Fréttablaðið í morgun að lögreglan hefði haft upplýsingar frá lögreglu í Króatíu og Finnlandi um vandræði sem fylgdu úkraínsku stuðningsmönnunum. Tengdar fréttir Viðbúnaður aukinn vegna gestaliðsins „Í stuttu máli sagt þá verðum við með viðbúnað svipaðan þeim sem var þegar Króatar komu í heimsókn,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. 5. september 2017 06:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Tveir af stuðningsmönnum úkraínska karlalandsliðsins í knattspyrnu voru handteknir fyrir utan Laugardalsvöll í kvöld en þeir reyndu að koma sér miðalausir á leik Íslands gegn Úkraínu í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Níu hundruð stuðningsmenn fylgdu úkraínska landsliðinu til Íslands og var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með talsverðan viðbúnað vegna þeirra og naut meðal annars aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við gæslu á Laugardalsvelli. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa lagt hald á talsvert af grjóti sem einhverjir af úkraínsku stuðningsmönnunum reyndu að smygla inn á völlinn. Einnig var lagt hald á eitt eggvopn sem úkraínskur stuðningsmaður reyndi að smygla inn á völlinn og þá voru sömuleiðis allar flöskur teknar af þeim.Einu blysi var smyglað inn á Laugardalsvöll í kvöld, en einn af úkraínsku stuðningsmönnunum hélt á því. Vísir/Anton BrinkÁsgeir segir að lögregluna hafa tekið aðgangsmiða af þeim sem reyndu að smygla slíku inn á völlinn og var þeim í kjölfarið meinuð innganga. Hann vissi ekki til þess að lagt hafi verið hald á einhver blys, en eins og þeir sáu sem fylgdust með útsendingu frá leiknum kveikti einn af úkraínsku stuðningsmönnunum í blysi í stúkunni. Úkraínska liðið hefur leikið alla heimaleiki sína í undankeppninni fyrir luktum dyrum og því eru útileikir liðsins eini möguleiki stuðningsmanna til að sjá liðið sitt spila.Ásgeir Þór sagði við Fréttablaðið í morgun að lögreglan hefði haft upplýsingar frá lögreglu í Króatíu og Finnlandi um vandræði sem fylgdu úkraínsku stuðningsmönnunum.
Tengdar fréttir Viðbúnaður aukinn vegna gestaliðsins „Í stuttu máli sagt þá verðum við með viðbúnað svipaðan þeim sem var þegar Króatar komu í heimsókn,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. 5. september 2017 06:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Viðbúnaður aukinn vegna gestaliðsins „Í stuttu máli sagt þá verðum við með viðbúnað svipaðan þeim sem var þegar Króatar komu í heimsókn,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. 5. september 2017 06:00