Aumingjaskapur að kynda undir deilum Sveinn Arnarsson skrifar 6. september 2017 06:00 Fjárlagafrumvarpið gæti reynst prófsteinn á heilsu ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. VÍSIR/PJETUR Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir eins manns meirihluta á þingi ekki valda sér áhyggjum þegar kemur að fjárlagavinnu í haust. Hann telur aumingjaskap að ætla að gera ágreining um einstök atriði í forgangsröðun framkvæmda þegar svo vel árar í ríkisrekstrinum. Alþingi verður sett á þriðjudaginn og eins og lög gera ráð fyrir mun fyrsta fjárlagfrumvarp þessarar ríkisstjórnar líta dagsins ljós í kjölfarið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir fjárlög hljóða upp á 1,6 prósenta afgang. Forystumenn stjórnarandstöðunnar á þingi telja það verða mjög erfitt fyrir sitjandi ríkisstjórn að ná frumvarpinu í gegn í sæmilegri sátt innan stjórnarliðsins.Áhyggjur af launahækkunum „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að vera með eins manns meirihluta,“ segir Bjarni. „Flokkarnir róa í sömu átt þó misjafnlega sé lagst á árarnar á stundum. Einnig verð ég að segja það vera aumingjaskap að ætla að stefna öllu í ósætti yfir einstökum liðum þegar svo vel árar sem nú.“ Deilur á vinnumarkaði munu að mati stjórnar- og stjórnarandstöðu setja sterkan svip á þingveturinn fram undan. Í haust mun líklega verða tekist á um hvort samningar á almennum vinnumarkaði haldi. „Ég hef áhyggjur af því að við gætum stefnt kaupmætti í hættu ef við hækkum laun umfram framleiðni. Ef það gerist þá taka lögmál hagfræðinnar við eins og við höfum svo oft áður séð í íslensku efnahagslífi,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana sammála um stóru myndina. Flokkarnir muni ná saman um fjárlagafrumvarpið. „Ég hef trú á að við náum saman um þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Allir eru sammála um það markmið að varðveita gott efnahagsástand, litla verðbólgu og lítið atvinnuleysiSegir stjórnina veika Formaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina fljóta áfram þrátt fyrir að þreytan í samstarfinu sé öllum ljós. Ríkisstjórnin nái saman um hægrisinnaða fjármálaáætlun og ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustu en þar við sitji. „Við förum inn í veturinn í sérstöku árferði. Þegar stjórnin er svona veik og ágreiningur um ýmis stór mál virðist eina límið vera hreinræktuð hægristefna. Samnefnarinn er þessi hreina hægristefna þegar kemur að ríkisrekstri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson telur það geta verið erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna ríkisstjórn sem viti ekki hvert hún stefni. „Við búum við stjórnarsáttmála sem ber með sér að lítið standi til hjá ríkisstjórninni. Því er erfitt að festa fingur á hvað við þurfum að gagnrýna í vetur; hvort það verður aðgerðaleysið eða að leyfa hlutum að þróast í átt að einkavæðingu án þess að gripið sé inn í,“ segir hann. „Fjárlögin munu reynast ríkisstjórninni erfið. Þar þurfa menn að ákveða virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu og komugjöld farþega. Verði því slegið á frest vantar milljarða upp á tekjuöflun ríkissjóðs.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir eins manns meirihluta á þingi ekki valda sér áhyggjum þegar kemur að fjárlagavinnu í haust. Hann telur aumingjaskap að ætla að gera ágreining um einstök atriði í forgangsröðun framkvæmda þegar svo vel árar í ríkisrekstrinum. Alþingi verður sett á þriðjudaginn og eins og lög gera ráð fyrir mun fyrsta fjárlagfrumvarp þessarar ríkisstjórnar líta dagsins ljós í kjölfarið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir fjárlög hljóða upp á 1,6 prósenta afgang. Forystumenn stjórnarandstöðunnar á þingi telja það verða mjög erfitt fyrir sitjandi ríkisstjórn að ná frumvarpinu í gegn í sæmilegri sátt innan stjórnarliðsins.Áhyggjur af launahækkunum „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að vera með eins manns meirihluta,“ segir Bjarni. „Flokkarnir róa í sömu átt þó misjafnlega sé lagst á árarnar á stundum. Einnig verð ég að segja það vera aumingjaskap að ætla að stefna öllu í ósætti yfir einstökum liðum þegar svo vel árar sem nú.“ Deilur á vinnumarkaði munu að mati stjórnar- og stjórnarandstöðu setja sterkan svip á þingveturinn fram undan. Í haust mun líklega verða tekist á um hvort samningar á almennum vinnumarkaði haldi. „Ég hef áhyggjur af því að við gætum stefnt kaupmætti í hættu ef við hækkum laun umfram framleiðni. Ef það gerist þá taka lögmál hagfræðinnar við eins og við höfum svo oft áður séð í íslensku efnahagslífi,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana sammála um stóru myndina. Flokkarnir muni ná saman um fjárlagafrumvarpið. „Ég hef trú á að við náum saman um þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Allir eru sammála um það markmið að varðveita gott efnahagsástand, litla verðbólgu og lítið atvinnuleysiSegir stjórnina veika Formaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina fljóta áfram þrátt fyrir að þreytan í samstarfinu sé öllum ljós. Ríkisstjórnin nái saman um hægrisinnaða fjármálaáætlun og ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustu en þar við sitji. „Við förum inn í veturinn í sérstöku árferði. Þegar stjórnin er svona veik og ágreiningur um ýmis stór mál virðist eina límið vera hreinræktuð hægristefna. Samnefnarinn er þessi hreina hægristefna þegar kemur að ríkisrekstri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson telur það geta verið erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna ríkisstjórn sem viti ekki hvert hún stefni. „Við búum við stjórnarsáttmála sem ber með sér að lítið standi til hjá ríkisstjórninni. Því er erfitt að festa fingur á hvað við þurfum að gagnrýna í vetur; hvort það verður aðgerðaleysið eða að leyfa hlutum að þróast í átt að einkavæðingu án þess að gripið sé inn í,“ segir hann. „Fjárlögin munu reynast ríkisstjórninni erfið. Þar þurfa menn að ákveða virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu og komugjöld farþega. Verði því slegið á frest vantar milljarða upp á tekjuöflun ríkissjóðs.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent