Aumingjaskapur að kynda undir deilum Sveinn Arnarsson skrifar 6. september 2017 06:00 Fjárlagafrumvarpið gæti reynst prófsteinn á heilsu ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. VÍSIR/PJETUR Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir eins manns meirihluta á þingi ekki valda sér áhyggjum þegar kemur að fjárlagavinnu í haust. Hann telur aumingjaskap að ætla að gera ágreining um einstök atriði í forgangsröðun framkvæmda þegar svo vel árar í ríkisrekstrinum. Alþingi verður sett á þriðjudaginn og eins og lög gera ráð fyrir mun fyrsta fjárlagfrumvarp þessarar ríkisstjórnar líta dagsins ljós í kjölfarið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir fjárlög hljóða upp á 1,6 prósenta afgang. Forystumenn stjórnarandstöðunnar á þingi telja það verða mjög erfitt fyrir sitjandi ríkisstjórn að ná frumvarpinu í gegn í sæmilegri sátt innan stjórnarliðsins.Áhyggjur af launahækkunum „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að vera með eins manns meirihluta,“ segir Bjarni. „Flokkarnir róa í sömu átt þó misjafnlega sé lagst á árarnar á stundum. Einnig verð ég að segja það vera aumingjaskap að ætla að stefna öllu í ósætti yfir einstökum liðum þegar svo vel árar sem nú.“ Deilur á vinnumarkaði munu að mati stjórnar- og stjórnarandstöðu setja sterkan svip á þingveturinn fram undan. Í haust mun líklega verða tekist á um hvort samningar á almennum vinnumarkaði haldi. „Ég hef áhyggjur af því að við gætum stefnt kaupmætti í hættu ef við hækkum laun umfram framleiðni. Ef það gerist þá taka lögmál hagfræðinnar við eins og við höfum svo oft áður séð í íslensku efnahagslífi,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana sammála um stóru myndina. Flokkarnir muni ná saman um fjárlagafrumvarpið. „Ég hef trú á að við náum saman um þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Allir eru sammála um það markmið að varðveita gott efnahagsástand, litla verðbólgu og lítið atvinnuleysiSegir stjórnina veika Formaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina fljóta áfram þrátt fyrir að þreytan í samstarfinu sé öllum ljós. Ríkisstjórnin nái saman um hægrisinnaða fjármálaáætlun og ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustu en þar við sitji. „Við förum inn í veturinn í sérstöku árferði. Þegar stjórnin er svona veik og ágreiningur um ýmis stór mál virðist eina límið vera hreinræktuð hægristefna. Samnefnarinn er þessi hreina hægristefna þegar kemur að ríkisrekstri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson telur það geta verið erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna ríkisstjórn sem viti ekki hvert hún stefni. „Við búum við stjórnarsáttmála sem ber með sér að lítið standi til hjá ríkisstjórninni. Því er erfitt að festa fingur á hvað við þurfum að gagnrýna í vetur; hvort það verður aðgerðaleysið eða að leyfa hlutum að þróast í átt að einkavæðingu án þess að gripið sé inn í,“ segir hann. „Fjárlögin munu reynast ríkisstjórninni erfið. Þar þurfa menn að ákveða virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu og komugjöld farþega. Verði því slegið á frest vantar milljarða upp á tekjuöflun ríkissjóðs.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir eins manns meirihluta á þingi ekki valda sér áhyggjum þegar kemur að fjárlagavinnu í haust. Hann telur aumingjaskap að ætla að gera ágreining um einstök atriði í forgangsröðun framkvæmda þegar svo vel árar í ríkisrekstrinum. Alþingi verður sett á þriðjudaginn og eins og lög gera ráð fyrir mun fyrsta fjárlagfrumvarp þessarar ríkisstjórnar líta dagsins ljós í kjölfarið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir fjárlög hljóða upp á 1,6 prósenta afgang. Forystumenn stjórnarandstöðunnar á þingi telja það verða mjög erfitt fyrir sitjandi ríkisstjórn að ná frumvarpinu í gegn í sæmilegri sátt innan stjórnarliðsins.Áhyggjur af launahækkunum „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að vera með eins manns meirihluta,“ segir Bjarni. „Flokkarnir róa í sömu átt þó misjafnlega sé lagst á árarnar á stundum. Einnig verð ég að segja það vera aumingjaskap að ætla að stefna öllu í ósætti yfir einstökum liðum þegar svo vel árar sem nú.“ Deilur á vinnumarkaði munu að mati stjórnar- og stjórnarandstöðu setja sterkan svip á þingveturinn fram undan. Í haust mun líklega verða tekist á um hvort samningar á almennum vinnumarkaði haldi. „Ég hef áhyggjur af því að við gætum stefnt kaupmætti í hættu ef við hækkum laun umfram framleiðni. Ef það gerist þá taka lögmál hagfræðinnar við eins og við höfum svo oft áður séð í íslensku efnahagslífi,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana sammála um stóru myndina. Flokkarnir muni ná saman um fjárlagafrumvarpið. „Ég hef trú á að við náum saman um þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Allir eru sammála um það markmið að varðveita gott efnahagsástand, litla verðbólgu og lítið atvinnuleysiSegir stjórnina veika Formaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina fljóta áfram þrátt fyrir að þreytan í samstarfinu sé öllum ljós. Ríkisstjórnin nái saman um hægrisinnaða fjármálaáætlun og ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustu en þar við sitji. „Við förum inn í veturinn í sérstöku árferði. Þegar stjórnin er svona veik og ágreiningur um ýmis stór mál virðist eina límið vera hreinræktuð hægristefna. Samnefnarinn er þessi hreina hægristefna þegar kemur að ríkisrekstri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson telur það geta verið erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna ríkisstjórn sem viti ekki hvert hún stefni. „Við búum við stjórnarsáttmála sem ber með sér að lítið standi til hjá ríkisstjórninni. Því er erfitt að festa fingur á hvað við þurfum að gagnrýna í vetur; hvort það verður aðgerðaleysið eða að leyfa hlutum að þróast í átt að einkavæðingu án þess að gripið sé inn í,“ segir hann. „Fjárlögin munu reynast ríkisstjórninni erfið. Þar þurfa menn að ákveða virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu og komugjöld farþega. Verði því slegið á frest vantar milljarða upp á tekjuöflun ríkissjóðs.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira