Öflugt markaðsstarf skilar árangri Svavar Halldórsson skrifar 7. september 2017 07:00 Undanfarin misseri hefur verið unnið að undirbúningi og framkvæmd víðtækustu markaðssetningar á íslensku lambakjöti frá upphafi undir merkjum Icelandic lamb. Þetta rímar við metnaðarfulla framtíðarstefnu sauðfjárbænda sem felur m.a. í sér fulla kolefnisjöfnun, bann við notkun á erfðabreyttu fóðri og rekjanleika allra afurða. Áhersla er lögð á sögu, menningu, hreinleika og gæði. Verkefnið hefur þegar skilað árangri. Innanlandssala jókst um 6% á fyrri helmingi þessa árs og 5% í fyrra. Árin þar á undan var samdráttur. Skipulögð markaðssetning til erlendra ferðamanna skýrir umskiptin.Vandræði í útflutningi Á sama tíma hefur útflutningur dregist saman. Þó voru í fyrra flutt 2.800 tonn til 19 landa fyrir tæpa tvo milljarða króna. Eins og staðan er nú treystir greinin þó alltof mikið á ódýrari afsetningarmarkaði og erfiðleikar vegna Rússadeilunnar, lokunar Noregsmarkaðar, falls breska pundsins og styrkingar íslensku krónunnar valda vanda. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar séu þrátt fyrir þetta ekki nema um 600-700 tonnum meiri en æskilegt væri. Þetta er u.þ.b. eins mánaðar sala. Ráðist var í sérstakar aðgerðir í vetur og vor til að bregðast við og án þeirra væri staðan mun verri. Áætluð samsetning birgðanna veldur þó áhyggjum því bestu bitarnir seljast vel.Kemur ekki á óvart Í langan tíma hefur verið ljóst að vinna þyrfti íslensku lambakjöti sterkari sess meðal erlendra ferðamanna og á sérhæfðum markaðssyllum í útlöndum en færa sig út af ódýrari mörkuðum. Sá hluti útflutningsins sem sérstaklega er markaðssettur sem íslenskur heldur sínu við erfiðar ytri aðstæður. Þetta er þó enn sem komið er ekki nema brot af heildinni. Tækifærin eru til staðar því heildarneyslan í heiminum er um 14 milljónir tonna og gæði íslenska lambakjötsins ótvíræð. Til samanburðar er framleiðslan á Íslandi um 10 þúsund tonn. Þess vegna rataði sérstakt langtímaverkefni inn í nýgerðan búvörusamning.Milljónir snertar í gegnum samfélagsmiðla Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Íslandi undanfarin ár, skilaði sú fjölgun sér ekki í aukinni sölu á lambakjöti fyrr en ráðist var í öfluga markaðssetningu undir merkjum Icelandic lamb. Kraftmikil verðlaunaherferð hófst á samfélagsmiðlum á seinni hluta síðasta árs. Notendur hafa séð efnið um 14,5 milljón sinnum sem er harla gott. Herferðin var nýlega verðlaunuð af FÍT og tilnefnd til norrænu Emblu-verðlaunanna 2017. Að auki eru um 100 veitingastaðir í samvinnu um að setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Almenn ánægja er hjá samstarfsstöðunum og að jafnaði hefur salan hjá þeim aukist umtalsvert.Sérmarkaðir í útlöndum Unnið er að þýðingu og staðfærslu á markaðsefni Icelandic lamb á þýsku, japönsku og kínversku. Leitað hefur verið samstarfs við fyrirtæki sem sérhæfa sig í sölu og dreifingu á hágæða matvöru til veitingastaða og sérverslana í Japan, Evrópu og Norður-Ameríku. Þetta hefur gengið vonum framar og þegar skilað talsverðri sölu. Þá stefnir í metár í sölu til Whole Foods sem óskað hefur eftir sérstöku samstarfi við Icelandic lamb um samfélagsmiðlaherferð vestra í haust.Sérkennileg og flókin staða Sú staða sem uppi er í íslenskri sauðfjárrækt er flókin og að mörgu leyti sérkennileg. Góður árangur á innanlandsmarkaði, metnaðarfull langtímaverkefni í útflutningi inn á valda sérmarkaði og velheppnuð markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum falla í skuggann af tímabundnum erfiðleikum í útflutningi á nafnlausu kjöti. Þetta hefur áhrif á verð til bænda. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að bregðast við skammtímavandanum en um leið að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn og hlúa myndarlega að þeim verkefnum sem raunverulega skila árangri. Greinarhöfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið unnið að undirbúningi og framkvæmd víðtækustu markaðssetningar á íslensku lambakjöti frá upphafi undir merkjum Icelandic lamb. Þetta rímar við metnaðarfulla framtíðarstefnu sauðfjárbænda sem felur m.a. í sér fulla kolefnisjöfnun, bann við notkun á erfðabreyttu fóðri og rekjanleika allra afurða. Áhersla er lögð á sögu, menningu, hreinleika og gæði. Verkefnið hefur þegar skilað árangri. Innanlandssala jókst um 6% á fyrri helmingi þessa árs og 5% í fyrra. Árin þar á undan var samdráttur. Skipulögð markaðssetning til erlendra ferðamanna skýrir umskiptin.Vandræði í útflutningi Á sama tíma hefur útflutningur dregist saman. Þó voru í fyrra flutt 2.800 tonn til 19 landa fyrir tæpa tvo milljarða króna. Eins og staðan er nú treystir greinin þó alltof mikið á ódýrari afsetningarmarkaði og erfiðleikar vegna Rússadeilunnar, lokunar Noregsmarkaðar, falls breska pundsins og styrkingar íslensku krónunnar valda vanda. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar séu þrátt fyrir þetta ekki nema um 600-700 tonnum meiri en æskilegt væri. Þetta er u.þ.b. eins mánaðar sala. Ráðist var í sérstakar aðgerðir í vetur og vor til að bregðast við og án þeirra væri staðan mun verri. Áætluð samsetning birgðanna veldur þó áhyggjum því bestu bitarnir seljast vel.Kemur ekki á óvart Í langan tíma hefur verið ljóst að vinna þyrfti íslensku lambakjöti sterkari sess meðal erlendra ferðamanna og á sérhæfðum markaðssyllum í útlöndum en færa sig út af ódýrari mörkuðum. Sá hluti útflutningsins sem sérstaklega er markaðssettur sem íslenskur heldur sínu við erfiðar ytri aðstæður. Þetta er þó enn sem komið er ekki nema brot af heildinni. Tækifærin eru til staðar því heildarneyslan í heiminum er um 14 milljónir tonna og gæði íslenska lambakjötsins ótvíræð. Til samanburðar er framleiðslan á Íslandi um 10 þúsund tonn. Þess vegna rataði sérstakt langtímaverkefni inn í nýgerðan búvörusamning.Milljónir snertar í gegnum samfélagsmiðla Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Íslandi undanfarin ár, skilaði sú fjölgun sér ekki í aukinni sölu á lambakjöti fyrr en ráðist var í öfluga markaðssetningu undir merkjum Icelandic lamb. Kraftmikil verðlaunaherferð hófst á samfélagsmiðlum á seinni hluta síðasta árs. Notendur hafa séð efnið um 14,5 milljón sinnum sem er harla gott. Herferðin var nýlega verðlaunuð af FÍT og tilnefnd til norrænu Emblu-verðlaunanna 2017. Að auki eru um 100 veitingastaðir í samvinnu um að setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Almenn ánægja er hjá samstarfsstöðunum og að jafnaði hefur salan hjá þeim aukist umtalsvert.Sérmarkaðir í útlöndum Unnið er að þýðingu og staðfærslu á markaðsefni Icelandic lamb á þýsku, japönsku og kínversku. Leitað hefur verið samstarfs við fyrirtæki sem sérhæfa sig í sölu og dreifingu á hágæða matvöru til veitingastaða og sérverslana í Japan, Evrópu og Norður-Ameríku. Þetta hefur gengið vonum framar og þegar skilað talsverðri sölu. Þá stefnir í metár í sölu til Whole Foods sem óskað hefur eftir sérstöku samstarfi við Icelandic lamb um samfélagsmiðlaherferð vestra í haust.Sérkennileg og flókin staða Sú staða sem uppi er í íslenskri sauðfjárrækt er flókin og að mörgu leyti sérkennileg. Góður árangur á innanlandsmarkaði, metnaðarfull langtímaverkefni í útflutningi inn á valda sérmarkaði og velheppnuð markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum falla í skuggann af tímabundnum erfiðleikum í útflutningi á nafnlausu kjöti. Þetta hefur áhrif á verð til bænda. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að bregðast við skammtímavandanum en um leið að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn og hlúa myndarlega að þeim verkefnum sem raunverulega skila árangri. Greinarhöfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun