Rio Tinto hyggst selja álverið í Straumsvík Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2017 18:30 Rannveig Rist, forstjóri álversins, hélt starfsmannafund í morgun þar sem hún tilkynnti að Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi, ætli að endurskoða eignarhald sitt á álverinu í Straumsvík. „Við erum að fara í það ferli að athuga hvort einhverjir kaupendur vilji kaupa ISAL og tvær verksmiðjur aðrar að auki, sem eru í eigu Rio. Eða að Rio heldur áfram að eiga fyrirtækið ef ferlið leiðir ekki til sölu," segir Rannveig. Afkoma álversins hefur verið slök síðustu fimm ár en fer þó batnandi með hækkandi álverði. Rannveig segir það þó ekki helstu ástæðu sölu. Framleiðsla álversins í Straumsvík sé sértæk og ólík annarri framleiðslu Rio Tinto auk þess sem fjarlægð frá öðrum fyrirtækjum álrisans sé mikil. „Þannig að við pössum ekki alveg inn í þeirra stefnu. Það er verið að endurskoða þetta og það er eitthvað sem fyrirtæki gera reglulega. Þau skoða hvaða fyrirtæki passa saman og bregðast við. Þessi yfirferð er farin öðru hvoru og nú hefur verið tekin ákvörðun að gera þetta í ISAL," segir Rannveig og segist engar áhyggur hafa af eftirspurn. Sérstaða álversins sé mikil, það noti raforku úr vatnsaflsvirkjunum, það sé umhverfisvænt og framleiði virðisaukandi sérvöru. „Þannig að það er mjög eftirsóknarvert og ekki margir sem geta framleitt þær vörur sem við erum að framleiða þannig að það eru margir um hituna, hugsa ég.“ Undirbúningur fyrir sölu getur tekið allt að tvö ár og Rannveig getur ekkert sagt um verðmiðann á álverinu. Hún segir starfsmenn rólega enda sé ekki verið að stefna að lokun og því engin hætta á uppsögnum. „Við tökum þessu af miklu æðruleysi hér. Þetta er hluti af því að vera í viðskiputm. Ég held að sá stjórnandi sem getur ekki sætt sig við og unnið úr því að það verði breytingar, ætti að fást við eitthvað annað,“ segir Rannveig Rist. Tengdar fréttir Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri álversins, hélt starfsmannafund í morgun þar sem hún tilkynnti að Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi, ætli að endurskoða eignarhald sitt á álverinu í Straumsvík. „Við erum að fara í það ferli að athuga hvort einhverjir kaupendur vilji kaupa ISAL og tvær verksmiðjur aðrar að auki, sem eru í eigu Rio. Eða að Rio heldur áfram að eiga fyrirtækið ef ferlið leiðir ekki til sölu," segir Rannveig. Afkoma álversins hefur verið slök síðustu fimm ár en fer þó batnandi með hækkandi álverði. Rannveig segir það þó ekki helstu ástæðu sölu. Framleiðsla álversins í Straumsvík sé sértæk og ólík annarri framleiðslu Rio Tinto auk þess sem fjarlægð frá öðrum fyrirtækjum álrisans sé mikil. „Þannig að við pössum ekki alveg inn í þeirra stefnu. Það er verið að endurskoða þetta og það er eitthvað sem fyrirtæki gera reglulega. Þau skoða hvaða fyrirtæki passa saman og bregðast við. Þessi yfirferð er farin öðru hvoru og nú hefur verið tekin ákvörðun að gera þetta í ISAL," segir Rannveig og segist engar áhyggur hafa af eftirspurn. Sérstaða álversins sé mikil, það noti raforku úr vatnsaflsvirkjunum, það sé umhverfisvænt og framleiði virðisaukandi sérvöru. „Þannig að það er mjög eftirsóknarvert og ekki margir sem geta framleitt þær vörur sem við erum að framleiða þannig að það eru margir um hituna, hugsa ég.“ Undirbúningur fyrir sölu getur tekið allt að tvö ár og Rannveig getur ekkert sagt um verðmiðann á álverinu. Hún segir starfsmenn rólega enda sé ekki verið að stefna að lokun og því engin hætta á uppsögnum. „Við tökum þessu af miklu æðruleysi hér. Þetta er hluti af því að vera í viðskiputm. Ég held að sá stjórnandi sem getur ekki sætt sig við og unnið úr því að það verði breytingar, ætti að fást við eitthvað annað,“ segir Rannveig Rist.
Tengdar fréttir Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30