Íslenski boltinn

Leiknismenn héldu lífi með stórsigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Haukar steinlágu fyrir austan.
Haukar steinlágu fyrir austan. vísir/andri marinó
Leiknir frá Fáskrúðsfirði hélt veikri von sinni um að halda sæti sínu í Inkasso-deildinni á lífi með óvæntum 6-0 sigri á Haukum á heimavelli í dag.

Gestirnir úr Reykjavík þurftu svo sannarlega á sigrinum að halda til að eiga enn möguleika á efstu tveimur sætunum en það fór allt úrskeiðis í dag.

Dagur Ingi Valsson kom heimamönnum yfir og bætti við marki í upphafi seinni hálfleiks. Stuttu eftir að Björgvin Pétursson hafði bætt við marki fyrir heimamenn var Baldvini Sturlusyni vikið af velli með rautt spjald.

Dagur fullkomnaði þrennuna sína á 66. mínútu en Hilmar Bjartþórsson og Povilas Krasnovskis bættu við fimmta og sjötta marki heimamanna áður en leikurnn kláraðist.

Staðan er þó enn erfið fyrir Leiknismenn sem eiga leik gegn ÍR í næstu umferð í Breiðholtinu og þurfa að vinna annan eins sigur þar til að halda lífi í baráttunni um 10. sætið í Inkasso-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×