Logi: Mættur til að vinna leiki en ekki til að spila á móti einhverjum stórstjörnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 20:30 Logi Gunnarsson. Vísir/ÓskarÓ Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. „Við erum bara spenntir. Við erum vel undirbúnir að mínu mati og okkur hlakkar bara til. Við erum búnir að gera þetta áður þannig að þetta er aðeins öðruvísi tilfinning að vera að fara í fyrsta leik. Ég man fyrir fyrsta leik á móti Þjóðverjum fyrir tveimur árum þá var maður með rosalegan hnút í maganum allan daginn,“ segir Logi. Hann er í stóru hlutverki í íslenska liðinu alveg eins og fyrir tveimur árum á EM í Berlín. „Þetta er öðruvísi núna og meiri tilhlökkun. Auðvitað var maður rosalega spenntur fyrir hinu líka en þegar þú ert búinn að gera eitthvað einu sinni þá veistu út í hvað þú ert að fara,“ segir Logi. Logi er nú að fara að mæta Grikkjum í fyrsta sinn á löngum landsliðsferli. „Þetta er ein af þessum þjóðum sem ég hef ekki mætt á ferlinum. Ég hef aldrei spilað á móti Grikkjum á öllum þessum árum. Það eru algjör forréttindi að fá að spila við svona risa í evrópskum körfubolta eins og Grikkir eru. Það eru forréttindi að vera að fara taka þátt í svona leik á svona stóru sviði á móti Grikkjum. Við erum kokhraustir og förum í leikinn og trúum virkilega að við getum unnið þá,“ segir Logi. Hann þekkir vel til leikmanna gríska liðsins. „Þetta eru strákar sem maður er búinn að fylgjast með í gegnum árin, annaðhvort í NBA-deildinni eða í Eurobasket áður en við komust þangað. Nú er maður að mæta þeim og við erum rosalega spenntir og tilbúnir í þetta,“ segir Logi. Logi fagnar því samt að þurfa ekki að glíma við „The Greek Freak", Giannis Antetokounmpo, í þessum leik. Giannis fékk ekki leyfi frá NBA-liðinu Milwaukee Bucks til að taka þátt í Evrópumótinu í ár. „Það bara eykur líkurnar að við getum unnið leikinn. Það er ekkert flóknara. Ég er ekkert hérna til að spila á móti einhverjum stórstjörnum því maður er mættur hingað til þess að vinna leiki. Ég var mjög sáttur að heyra það að hann væri ekki með,“ sagði Logi. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. „Við erum bara spenntir. Við erum vel undirbúnir að mínu mati og okkur hlakkar bara til. Við erum búnir að gera þetta áður þannig að þetta er aðeins öðruvísi tilfinning að vera að fara í fyrsta leik. Ég man fyrir fyrsta leik á móti Þjóðverjum fyrir tveimur árum þá var maður með rosalegan hnút í maganum allan daginn,“ segir Logi. Hann er í stóru hlutverki í íslenska liðinu alveg eins og fyrir tveimur árum á EM í Berlín. „Þetta er öðruvísi núna og meiri tilhlökkun. Auðvitað var maður rosalega spenntur fyrir hinu líka en þegar þú ert búinn að gera eitthvað einu sinni þá veistu út í hvað þú ert að fara,“ segir Logi. Logi er nú að fara að mæta Grikkjum í fyrsta sinn á löngum landsliðsferli. „Þetta er ein af þessum þjóðum sem ég hef ekki mætt á ferlinum. Ég hef aldrei spilað á móti Grikkjum á öllum þessum árum. Það eru algjör forréttindi að fá að spila við svona risa í evrópskum körfubolta eins og Grikkir eru. Það eru forréttindi að vera að fara taka þátt í svona leik á svona stóru sviði á móti Grikkjum. Við erum kokhraustir og förum í leikinn og trúum virkilega að við getum unnið þá,“ segir Logi. Hann þekkir vel til leikmanna gríska liðsins. „Þetta eru strákar sem maður er búinn að fylgjast með í gegnum árin, annaðhvort í NBA-deildinni eða í Eurobasket áður en við komust þangað. Nú er maður að mæta þeim og við erum rosalega spenntir og tilbúnir í þetta,“ segir Logi. Logi fagnar því samt að þurfa ekki að glíma við „The Greek Freak", Giannis Antetokounmpo, í þessum leik. Giannis fékk ekki leyfi frá NBA-liðinu Milwaukee Bucks til að taka þátt í Evrópumótinu í ár. „Það bara eykur líkurnar að við getum unnið leikinn. Það er ekkert flóknara. Ég er ekkert hérna til að spila á móti einhverjum stórstjörnum því maður er mættur hingað til þess að vinna leiki. Ég var mjög sáttur að heyra það að hann væri ekki með,“ sagði Logi.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum