Íslenski boltinn

Brynjar með þrennu í sjöunda sigri HK í síðustu átta leikjum | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brynjar Jónasson hefur verið sjóðheitur í síðustu leikjum.
Brynjar Jónasson hefur verið sjóðheitur í síðustu leikjum. vísir/eyþór
HK vann sinn sjöunda sigur í síðustu átta leikjum þegar liðið mætti ÍR í Mjóddinni í 19. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld. Lokatölur 2-3, HK í vil.

Brynjar Jónasson skoraði öll þrjú mörk HK í leiknum. Hann hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað sex mörk í síðustu fjórum leikjum HK.

Brynjar kom HK-ingum yfir strax á 1. mínútu eftir slæm mistök í vörn Breiðhyltinga. Hann bætti öðru marki við á 60. mínútu og fullkomnaði svo þrennuna 20 mínútum síðar.

Þá fyrst fóru ÍR-ingar í gang. Andri Jónasson minnkaði muninn á 86. mínútu og í uppbótartíma hleypti Guðfinnur Þórir Ómarsson svo mikilli spennu í leikinn þegar hann skoraði annað mark ÍR. HK náði hins vegar að halda út og vinna 2-3 sigur.

HK er með 33 stig í 4. sæti deildarinnar en ÍR er í því tíunda með 16 stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Mjóddinni í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.

vísir/eyþór

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×