Íslenski boltinn

Öruggur Fram-sigur á Nesinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ivan Bubalo var á skotskónum í kvöld.
Ivan Bubalo var á skotskónum í kvöld. vísir/andri marinó
Fram lyfti sér upp í 8. sæti Inkasso-deildarinnar með 1-3 sigri á Gróttu á Vivaldi-vellinum í kvöld.

Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið dagurinn hans Loics Cédric Mbang Ondo.

Hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 24. mínútu og kom Fram í 0-1.

Á 84. mínútu skoraði Ivan Bubalo annað mark gestanna og þremur mínútum síðar jók Sigurpáll Melberg Pálsson muninn í 0-3.

Mínútu fyrir leikslok fékk Ondo svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Einum færri náði Grótta samt að minnka muninn. Jóhannes Hilmarsson skoraði þá eftir sendingu Ásgríms Gunnarssonar. Lokatölur 1-3, Fram í vil.

Grótta, sem hefur tapað þremur leikjum í röð, er í 11. sæti deildarinnar með níu stig, sjö stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Seltirningar eru því svo gott sem fallnir.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×