Trump stefnir á skattabreytingar Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2017 22:41 Donald Trump í Springfield í dag. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að gera umfangsmiklar breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna. Hann sagði það nauðsynlegt að lækka skattbyrðina á verkafólk og fyrirtæki svo hægt væri að fjölga störfum. Þá þrýsti hann á þingmenn að standa sig í stykkinu. Forsetinn og Repúblikanar hafa enn ekki komið einum af sínum stóru málum í gegnum báðar deildir þingsins og hefur þrýstingur á að slíkt gerist aukist samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum. Skiljið þið? Skiljið þið? Þingið. Ég held að þingið stefni á endurkomu,“ sagði Trump við starfsmenn verksmiðju í Springfield í Missouri í dag. Frumvarp um skattalækkanir er enn í smíðum og Trump sagði ekkert um hverju hann stefndi að öðru en að lækka skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í fimmtán. Þingmenn hafa sagt að þeir myndu telja það heppni að geta lækkað skattinn í 25 prósent.Samkvæmt frétt Reuters telja sérfræðingar ólíklegt að þingið geti lokið við skattabreytingar á þessu ári. Þar að auki þykir ólíklegt að repúblikönum muni takast að breyta kerfinu. Þess í stað þykir líklegra að um einfalda skattalækkun verði að ræða.Yfirlýsingar forsetans varðandi skattalækkanir hafa verið gagnrýndar fyrir að þjóna hagsmunum þeirra ríkustu og fyrirtækja. Demókratar hafa gefið út að þeir muni ekki styðja við breytingar sem hagnist þeim allra ríkustu í Bandaríkjunum.Þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eru sammála um að nauðsynlegt sé að einfalda skattakerfi ríkisins. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar áætlað að miðað við það sem Trump hefur sagt um sínar áætluðu breytingar muni um 40 prósent af skattalækkunum fara til eins prósents Bandaríkjamanna. Það er þeirra ríkustu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að gera umfangsmiklar breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna. Hann sagði það nauðsynlegt að lækka skattbyrðina á verkafólk og fyrirtæki svo hægt væri að fjölga störfum. Þá þrýsti hann á þingmenn að standa sig í stykkinu. Forsetinn og Repúblikanar hafa enn ekki komið einum af sínum stóru málum í gegnum báðar deildir þingsins og hefur þrýstingur á að slíkt gerist aukist samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Ég er tilbúinn til að vinna með þinginu til að koma þessu í verk og ég vil ekki að þingið valdi mér vonbrigðum. Skiljið þið? Skiljið þið? Þingið. Ég held að þingið stefni á endurkomu,“ sagði Trump við starfsmenn verksmiðju í Springfield í Missouri í dag. Frumvarp um skattalækkanir er enn í smíðum og Trump sagði ekkert um hverju hann stefndi að öðru en að lækka skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í fimmtán. Þingmenn hafa sagt að þeir myndu telja það heppni að geta lækkað skattinn í 25 prósent.Samkvæmt frétt Reuters telja sérfræðingar ólíklegt að þingið geti lokið við skattabreytingar á þessu ári. Þar að auki þykir ólíklegt að repúblikönum muni takast að breyta kerfinu. Þess í stað þykir líklegra að um einfalda skattalækkun verði að ræða.Yfirlýsingar forsetans varðandi skattalækkanir hafa verið gagnrýndar fyrir að þjóna hagsmunum þeirra ríkustu og fyrirtækja. Demókratar hafa gefið út að þeir muni ekki styðja við breytingar sem hagnist þeim allra ríkustu í Bandaríkjunum.Þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eru sammála um að nauðsynlegt sé að einfalda skattakerfi ríkisins. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar áætlað að miðað við það sem Trump hefur sagt um sínar áætluðu breytingar muni um 40 prósent af skattalækkunum fara til eins prósents Bandaríkjamanna. Það er þeirra ríkustu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21
Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39