Ægir: Við þurfum þessa orku frá Íslendingunum í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 11:30 Ægir Þór Steinarsson. Vísir/ÓskarÓ Ægir Þór Steinarsson er á leiðinni á sitt annað Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu en hann var einnig með í Berlín fyrir tveimur árum. „Það er mikið að fara yfir og áreiti í kringum þetta en við erum annars einbeittir og búnir að gera þetta áður," sagði Ægir Þór Steinarsson þegar blaðamaður Vísis hitti hann á hóteli íslenska liðsins í gær. Móherji í fyrsta leiknum í dag er Grikkland en hversu vel þekkja íslensku strákarnir gríska liðið? „Við þekkjum þá vel því það eru þarna margir leikmenn sem eru í Olympiacos og Panathinaikos og einhverjir sem hafa verið í NBA áður. Maður er því mikið búinn að horfa á þessa leikmenn,“ sagði Ægir. „Þeir eru sterkir og það eru góðir leikmenn í öllum stöðum. Það eru líka margir þeirra sem eru að spila saman og þetta er því eins og félagslið. Þeir ættu því að ná vel saman og verða því erfiðir,“ sagði Ægir. Lokaundirbúningsleikur Íslands var í Litháen og tapaðist með 20 stigum en Ægir segir þann leik hafa skipt íslenska liðið miklu máli. „Það var mikilvægt að fá þennan leik á móti Litháen og venjast akkurat þessu háa „leveli“ sem þarf til þess að vinna leiki. Þú þarft að spila vel í 40 mínútur því það er ekki nóg að spila vel í 15 eða 20 mínútur. Við ætlum að taka þetta ennþá lengra núna,“ sagði Ægir. Hann segir að íslensku strákarnir muni fá aukaorku frá þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem verða í stúkunni í Helsinki. „Ég held að formið geti ekki verið betra hjá mér en svo skiptir ekki máli hvort þú sért í góðu formi eða ekki þegar þú spilar í þessari höll og fyrir framan þessa áhorfendur. Þú ferð þá á einhverjum öðrum kröftum,“ sagði Ægir og hann vill heyra í Íslendingunum í kvöld. „Lið eins og hjá okkur þarf á þessu að halda og að vera með þannig stemmningu. Við þrífumst á þeirri stemmningu. Við þurfum að vera að pressa boltann og vera að tvídekka. Við þurfum að vera á fullu til að jafna bilið á hæðinni og öllu. Við þurfum þessa orku,“ sagði Ægir. Hann segir breiddina í íslenska liðinu vera að aukast. „Við þurfum marga fætur í þetta og við erum með breiddina í það líka finnst mér. Við erum með marga leikmenn sem geta komið inná og hjálpað til og við erum allir tilbúnir í það,“ sagði Ægir. Ægir segir það hafa verið hrikalega stórt skref fyrir sig að vinna sér sæti í Eurobasket hópnum sem er nú mættur til Helsinki. „Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að hugsa lengi um þessa stund. Ég er ofboðslega stoltur að fá tækifærið til að spila fyrir land og þjóð. Það er engin klysja. Maður fær alveg gæsahúð að labba inn á völlinn, heyra þjóðsönginn og spila síðan fyrir landið sitt,“ sagði Ægir. „Það er mikilvægt að við séum allir með ákveðið hlutverk. Ég veit að ég þarf að koma inná og setja ákveðinn tón varnarlega. Ég byrja á því að pressa boltann og setja upp sóknirnar. Ég geri það sem ég geri vel“ sagði Ægir. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Ægir Þór Steinarsson er á leiðinni á sitt annað Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu en hann var einnig með í Berlín fyrir tveimur árum. „Það er mikið að fara yfir og áreiti í kringum þetta en við erum annars einbeittir og búnir að gera þetta áður," sagði Ægir Þór Steinarsson þegar blaðamaður Vísis hitti hann á hóteli íslenska liðsins í gær. Móherji í fyrsta leiknum í dag er Grikkland en hversu vel þekkja íslensku strákarnir gríska liðið? „Við þekkjum þá vel því það eru þarna margir leikmenn sem eru í Olympiacos og Panathinaikos og einhverjir sem hafa verið í NBA áður. Maður er því mikið búinn að horfa á þessa leikmenn,“ sagði Ægir. „Þeir eru sterkir og það eru góðir leikmenn í öllum stöðum. Það eru líka margir þeirra sem eru að spila saman og þetta er því eins og félagslið. Þeir ættu því að ná vel saman og verða því erfiðir,“ sagði Ægir. Lokaundirbúningsleikur Íslands var í Litháen og tapaðist með 20 stigum en Ægir segir þann leik hafa skipt íslenska liðið miklu máli. „Það var mikilvægt að fá þennan leik á móti Litháen og venjast akkurat þessu háa „leveli“ sem þarf til þess að vinna leiki. Þú þarft að spila vel í 40 mínútur því það er ekki nóg að spila vel í 15 eða 20 mínútur. Við ætlum að taka þetta ennþá lengra núna,“ sagði Ægir. Hann segir að íslensku strákarnir muni fá aukaorku frá þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem verða í stúkunni í Helsinki. „Ég held að formið geti ekki verið betra hjá mér en svo skiptir ekki máli hvort þú sért í góðu formi eða ekki þegar þú spilar í þessari höll og fyrir framan þessa áhorfendur. Þú ferð þá á einhverjum öðrum kröftum,“ sagði Ægir og hann vill heyra í Íslendingunum í kvöld. „Lið eins og hjá okkur þarf á þessu að halda og að vera með þannig stemmningu. Við þrífumst á þeirri stemmningu. Við þurfum að vera að pressa boltann og vera að tvídekka. Við þurfum að vera á fullu til að jafna bilið á hæðinni og öllu. Við þurfum þessa orku,“ sagði Ægir. Hann segir breiddina í íslenska liðinu vera að aukast. „Við þurfum marga fætur í þetta og við erum með breiddina í það líka finnst mér. Við erum með marga leikmenn sem geta komið inná og hjálpað til og við erum allir tilbúnir í það,“ sagði Ægir. Ægir segir það hafa verið hrikalega stórt skref fyrir sig að vinna sér sæti í Eurobasket hópnum sem er nú mættur til Helsinki. „Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að hugsa lengi um þessa stund. Ég er ofboðslega stoltur að fá tækifærið til að spila fyrir land og þjóð. Það er engin klysja. Maður fær alveg gæsahúð að labba inn á völlinn, heyra þjóðsönginn og spila síðan fyrir landið sitt,“ sagði Ægir. „Það er mikilvægt að við séum allir með ákveðið hlutverk. Ég veit að ég þarf að koma inná og setja ákveðinn tón varnarlega. Ég byrja á því að pressa boltann og setja upp sóknirnar. Ég geri það sem ég geri vel“ sagði Ægir.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira