Hörður Axel: Hentum þessum leik frá okkur með að tapa boltanum of auðveldlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 16:31 Hörður Axel Vilhjálmsson. Vísir/Ernir Hörður Axel Vilhjálmsson veit að hann og félagar hans í íslenska landsliðinu þurfa að passa betur upp á boltann í næstu leikjum á EM í Helsinski en þeir gerðu í dag. Grikkir nýttu sér mjög vel mistök íslensku strákanna í 90-61 sigri á Íslandi í dag. „Það sem fer aðallega með þennan leik er að við töpum boltanum of oft og þetta voru óþarfa tapaðir boltar bæði hjá mér og öðrum,“ sagði Hörður Axel eftir leik. Íslenska liðið minnkaði 19 stiga forskot Grikkja niður í tvö stig rétt fyrir hálfleik en slæm byrjun í seinni hálfleik var of erfið til að yfirstíga. „Þeir komu rosalega sterkt inn í þriðja leikhluta sem var eitthvað sem við bjuggumst við. Við náðum ekki að klára okkar sóknir nógu sterkt strax í byrjun sem skiptir rosalega miklu máli á móti svona liði,“ sagði Hörður Axel sem var með sjö stig í leiknum. „Við þurfum að halda dampi og koma út sterkir bæði í fyrsta leikhluta og þriðja. Það skiptir okkur miklu máli,“ sagði Hörður Axel. Varnarleikurinn gekk lengstum vel. „Fimm á móti fimm þá leið mér bara þægilega varnarlega. Þegar þeir náðu upp hraðaupphlaupunum sínum þá vorum við að ströggla. Það var það sem fór með leikinn en við vorum ekki búnir að búast við því að þeir myndu keyra svona á okkur,“ sagði Hörður. „Þetta var mjög góður leikur hjá þeim og þá í seinni hálfleik sérstaklega. Við getum samt labbað í burtu frá þessum leik með fullt af jákvæðum hlutum,“ sagði Hörður Axel. „Við hentum þessum leik frá okkur með að tapa boltanum of auðveldlega,“ sagði Hörður og bætti við: „Ég held að ég hafi verið með fjóra tapaða bolta og þrír þeirra eru óþarfa tapaðir boltar sem ég á ekki að tapa. Það eru bara sex stig í grillið á þér á móti svona liðum. Við þurfum að ná upp skotum í sókn og megum ekki hika ef við fáum opið skot. Við verðum bara að láta vaða og sjá hvað það gefur okkur,“ sagði Hörður Axel að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Logi: Megum ekki taka svona miklar dýfur Logi Gunnarsson segir að það séu forréttindi að fá að spila fyrir framan stuðningsfólk íslenska liðsins í Helsinki. 31. ágúst 2017 16:00 Umfjöllun og myndir: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30 Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13 Haukur Helgi: Ætlum að vinna Pólland Haukur Helgi Pálsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Grikklandi, 61-90, í A-riðli Evrópumótsins í körfubolta í dag. Haukur skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 31. ágúst 2017 16:17 Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14 Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson veit að hann og félagar hans í íslenska landsliðinu þurfa að passa betur upp á boltann í næstu leikjum á EM í Helsinski en þeir gerðu í dag. Grikkir nýttu sér mjög vel mistök íslensku strákanna í 90-61 sigri á Íslandi í dag. „Það sem fer aðallega með þennan leik er að við töpum boltanum of oft og þetta voru óþarfa tapaðir boltar bæði hjá mér og öðrum,“ sagði Hörður Axel eftir leik. Íslenska liðið minnkaði 19 stiga forskot Grikkja niður í tvö stig rétt fyrir hálfleik en slæm byrjun í seinni hálfleik var of erfið til að yfirstíga. „Þeir komu rosalega sterkt inn í þriðja leikhluta sem var eitthvað sem við bjuggumst við. Við náðum ekki að klára okkar sóknir nógu sterkt strax í byrjun sem skiptir rosalega miklu máli á móti svona liði,“ sagði Hörður Axel sem var með sjö stig í leiknum. „Við þurfum að halda dampi og koma út sterkir bæði í fyrsta leikhluta og þriðja. Það skiptir okkur miklu máli,“ sagði Hörður Axel. Varnarleikurinn gekk lengstum vel. „Fimm á móti fimm þá leið mér bara þægilega varnarlega. Þegar þeir náðu upp hraðaupphlaupunum sínum þá vorum við að ströggla. Það var það sem fór með leikinn en við vorum ekki búnir að búast við því að þeir myndu keyra svona á okkur,“ sagði Hörður. „Þetta var mjög góður leikur hjá þeim og þá í seinni hálfleik sérstaklega. Við getum samt labbað í burtu frá þessum leik með fullt af jákvæðum hlutum,“ sagði Hörður Axel. „Við hentum þessum leik frá okkur með að tapa boltanum of auðveldlega,“ sagði Hörður og bætti við: „Ég held að ég hafi verið með fjóra tapaða bolta og þrír þeirra eru óþarfa tapaðir boltar sem ég á ekki að tapa. Það eru bara sex stig í grillið á þér á móti svona liðum. Við þurfum að ná upp skotum í sókn og megum ekki hika ef við fáum opið skot. Við verðum bara að láta vaða og sjá hvað það gefur okkur,“ sagði Hörður Axel að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Logi: Megum ekki taka svona miklar dýfur Logi Gunnarsson segir að það séu forréttindi að fá að spila fyrir framan stuðningsfólk íslenska liðsins í Helsinki. 31. ágúst 2017 16:00 Umfjöllun og myndir: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30 Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13 Haukur Helgi: Ætlum að vinna Pólland Haukur Helgi Pálsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Grikklandi, 61-90, í A-riðli Evrópumótsins í körfubolta í dag. Haukur skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 31. ágúst 2017 16:17 Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14 Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Logi: Megum ekki taka svona miklar dýfur Logi Gunnarsson segir að það séu forréttindi að fá að spila fyrir framan stuðningsfólk íslenska liðsins í Helsinki. 31. ágúst 2017 16:00
Umfjöllun og myndir: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30
Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13
Haukur Helgi: Ætlum að vinna Pólland Haukur Helgi Pálsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Grikklandi, 61-90, í A-riðli Evrópumótsins í körfubolta í dag. Haukur skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 31. ágúst 2017 16:17
Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14
Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58