Íslenski boltinn

Logi: Þyngra en tárum taki að sjá á eftir stigunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Logi var ekki sáttur með úrslitin.
Logi var ekki sáttur með úrslitin. vísir/stefán
Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R., var þungur á brún eftir 0-1 tap hans manna fyrir KA í kvöld. Hann var svekktur að sjá á eftir stigunum þremur.

„Það er þyngra en tárum taki. Mér fannst við eigum mikla meira skilið út úr þessum leik og það er með hreinum ólíkindum að við skildum ekki hafa náð að jafna metin,“ sagði Logi eftir leik.

Á 30. mínútu fékk Vladimir Tufegdzic rautt spjald fyrir brot á Callum Williams. Logi var ekki par sáttur við þá ákvörðun Vilhjálms Alvars Þórarinssonar að reka Serbann af velli og taldi samræmi vanta í dómgæsluna.

„Það sama gerðist hinum megin. Mér finnst það sama eiga að gilda fyrir bæði lið,“ sagði Logi en hvernig fannst honum Vilhjálmur Alvar standa sig heilt yfir?

„Hann var kannski óheppinn í sínum ákvörðunum. Mér fannst brotið á Alex Freyr [Hilmarsson] þegar hann var í dauðafæri, jafnvel þótt hann hafi hitt boltann. Svo fá þeir að hanga í mönnum lon og don inni í vítateignum og það er ekkert dæmt.“

Víkingar hefðu farið upp í 3. sætið með sigri en létu það tækifæri sér úr greipum ganga.

„Þetta var spurning um að fara 25 stig og halda þeim [KA] í 18 stigum. Í staðinn er þetta 22 og 21 stig. Við getum svekkt okkur yfir niðurstöðunni en frammistaða okkar var góð,“ sagði Logi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×