Góð byrjun Framara gegn Fylki í kvöld var ekki undanfari þess sem koma skildi því Fylkir svaraði með fimm mörkum og vann, 1-5, í leik liðanna í Inkasso-deildinni í kvöld.
Hlynur Atli Magnússon kom Fram yfir strax á 5. mínútu en Fylkir skoraði fjögur mörk fyrir hlé.
Albert Brynjar Ingason var í banastuði í kvöld og skoraði þrennu fyrir Fylki. Andri Þór Jónsson og Ásgeir Örn Arnþórsson komust líka á blað.
Fylkir er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig en Keflavík er á toppnum með 37. Þróttur er svo í þriðja sæti með 33 stig.
Fylkir nartar í hælana á Keflavík
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti



„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn



„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti
