Kristján Guðmundsson: Ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis Gabríel Sighvatsson skrifar 27. ágúst 2017 16:00 Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Eyþór Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var ekki sáttur að leikslokum eftir 2-3 tap ÍBV gegn Val á Hásteinsvelli í dag. „Ég er fyrst og fremst svekktur með nálgunina okkar við leikinn, við fáum tvö mörk á okkur á fyrstu 20 mínútunum. Við erum langt frá þeim, förum ekki í kontakt við þá eða neitt og gáfum þeim bara í raun þessi mörk.“ „Ætla ekkert að taka frá þeim að þeir spiluðu mjög vel en við leyfðum þeim líka að spila vel,“ „Ég átta mig ekki á því af hverju við fáum á okkur þetta mark,“ sagði Kristján og var þar að vitna í þriðja mark Vals. „Við vinnum seinni hálfleik 2-1 en við eigum að vera miklu fastari fyrir heldur en að fá á okkur þetta mark, sem var svipað og í fyrri hálfleik,“ bætti hann við. ÍBV kom til baka en það reyndist ekki nóg. „Það var gott hjá liðinu að ná að skora og koma til baka með 2 mörk og með einhverri heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ „Varamennirnir skiptu máli, þeir voru að valda usla og það er gott að sjá það, við þurfum á því að halda að þeir geri góða hluti.“ Eyjamenn eru enn í fallsæti og geta misst liðin fyrir ofan sig þremur stigum framúr sér. „Útlitið er ekkert svartara en fyrir leikinn, við verðum bara að sjá hvernig fer í hinum leikjunum. Við erum áfram í þessari störukeppni og ætlum að vinna hana og það getur vel verið að það komi í ljós í seinustu umferð hver verður sigurvegarinn þar.“ Kristján lenti í harkalegu rifrildi við einhverja úr þjálfarateymi Vals, þegar stuðningsmannalag ÍBV fór að hljóma í tækjunum inni í búningsklefa Vals og var ljóst að hann var ekki par sáttur með þá. Þá skilst undirrituðum að þetta sé hefð hjá Valsliðinu að spila þetta lag eftir sigurleiki og hafi ekkert með leikinn í dag að gera. „Það getur vel verið að þeir spili Eyjalagið eftir hvern einasta leik en það átti ekki við núna og ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis og þeir voru það ekki.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var ekki sáttur að leikslokum eftir 2-3 tap ÍBV gegn Val á Hásteinsvelli í dag. „Ég er fyrst og fremst svekktur með nálgunina okkar við leikinn, við fáum tvö mörk á okkur á fyrstu 20 mínútunum. Við erum langt frá þeim, förum ekki í kontakt við þá eða neitt og gáfum þeim bara í raun þessi mörk.“ „Ætla ekkert að taka frá þeim að þeir spiluðu mjög vel en við leyfðum þeim líka að spila vel,“ „Ég átta mig ekki á því af hverju við fáum á okkur þetta mark,“ sagði Kristján og var þar að vitna í þriðja mark Vals. „Við vinnum seinni hálfleik 2-1 en við eigum að vera miklu fastari fyrir heldur en að fá á okkur þetta mark, sem var svipað og í fyrri hálfleik,“ bætti hann við. ÍBV kom til baka en það reyndist ekki nóg. „Það var gott hjá liðinu að ná að skora og koma til baka með 2 mörk og með einhverri heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ „Varamennirnir skiptu máli, þeir voru að valda usla og það er gott að sjá það, við þurfum á því að halda að þeir geri góða hluti.“ Eyjamenn eru enn í fallsæti og geta misst liðin fyrir ofan sig þremur stigum framúr sér. „Útlitið er ekkert svartara en fyrir leikinn, við verðum bara að sjá hvernig fer í hinum leikjunum. Við erum áfram í þessari störukeppni og ætlum að vinna hana og það getur vel verið að það komi í ljós í seinustu umferð hver verður sigurvegarinn þar.“ Kristján lenti í harkalegu rifrildi við einhverja úr þjálfarateymi Vals, þegar stuðningsmannalag ÍBV fór að hljóma í tækjunum inni í búningsklefa Vals og var ljóst að hann var ekki par sáttur með þá. Þá skilst undirrituðum að þetta sé hefð hjá Valsliðinu að spila þetta lag eftir sigurleiki og hafi ekkert með leikinn í dag að gera. „Það getur vel verið að þeir spili Eyjalagið eftir hvern einasta leik en það átti ekki við núna og ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis og þeir voru það ekki.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira