Andri Rúnar: Er einn af þeim sem spái síst í þessu meti Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2017 19:14 Andri Rúnar Bjarnason er kominn með 15 mörk í Pepsi-deildinni. Vísir/Stefán „Fyrir leikinn hefði ég kannski verið sáttur með stig en samt ekki. Það er drullufúlt að tapa þessu niður sem sýnir hversu langt við erum komnir, að vera fúlir með jafntefli gegn KR,“ sagði markahrókurinn Andri Rúnar Bjarnason hjá Grindavík eftir 2-2 jafntefli gegn KR í Grindavík í dag. Andri Rúnar jafnaði metin í 1-1 undir lok fyrri hálfleiks og markið var heldur betur af dýrari gerðinni. Hann fékk boltann utan við teig, stillti honum upp og þrumaði síðan í þverslána og inn.“ „Ég held að þetta sé það flottasta sem ég hef gert í sumar. Það var ágætt,“ sagði Andri Rúnar brosandi. Markið var það fimmtánda hjá Andra Rúnari í sumar sem þýðir að hann vantar aðeins fjögur mörk til að jafna markametið í efstu deild. „Ég er örugglega einn af þeim sem er síst að spá í þessu meti. Ég er bara að hugsa um hvern leik fyrir sig. Þetta er þarna einhvers staðar aftast og það eru margir að nefna þetta við mig. Ég reyni bara að halda mér á jörðinni og hugsa um næsta leik sem er gegn FH.“ Grindavík er í baráttu um Evrópusæti en þrjú efstu lið deildarinnar tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Grindavík er sem stendur í 4.sæti. „Á meðan við erum í séns á Evrópusæti þá ættum við að geta reynt við það. Það væri fáránlegt að vera í þessari stöðu og ætla að enda neðar. Að sjálfsögðu er það þá líka markmið að reyna að halda okkur í þessari stöðu,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason í samtali við Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 2-2 | Jafntefli niðurstaðan í hörkuleik í Grindavík Grindavík og KR gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik i Pepsi-deildinni í dag. Liðin eru bæði í baráttu um Evrópusæti og hefðu þegið þrjú stig til að standa betur að vígi í hörkuslag í efri hluta deildarinnar. 27. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
„Fyrir leikinn hefði ég kannski verið sáttur með stig en samt ekki. Það er drullufúlt að tapa þessu niður sem sýnir hversu langt við erum komnir, að vera fúlir með jafntefli gegn KR,“ sagði markahrókurinn Andri Rúnar Bjarnason hjá Grindavík eftir 2-2 jafntefli gegn KR í Grindavík í dag. Andri Rúnar jafnaði metin í 1-1 undir lok fyrri hálfleiks og markið var heldur betur af dýrari gerðinni. Hann fékk boltann utan við teig, stillti honum upp og þrumaði síðan í þverslána og inn.“ „Ég held að þetta sé það flottasta sem ég hef gert í sumar. Það var ágætt,“ sagði Andri Rúnar brosandi. Markið var það fimmtánda hjá Andra Rúnari í sumar sem þýðir að hann vantar aðeins fjögur mörk til að jafna markametið í efstu deild. „Ég er örugglega einn af þeim sem er síst að spá í þessu meti. Ég er bara að hugsa um hvern leik fyrir sig. Þetta er þarna einhvers staðar aftast og það eru margir að nefna þetta við mig. Ég reyni bara að halda mér á jörðinni og hugsa um næsta leik sem er gegn FH.“ Grindavík er í baráttu um Evrópusæti en þrjú efstu lið deildarinnar tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Grindavík er sem stendur í 4.sæti. „Á meðan við erum í séns á Evrópusæti þá ættum við að geta reynt við það. Það væri fáránlegt að vera í þessari stöðu og ætla að enda neðar. Að sjálfsögðu er það þá líka markmið að reyna að halda okkur í þessari stöðu,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason í samtali við Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 2-2 | Jafntefli niðurstaðan í hörkuleik í Grindavík Grindavík og KR gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik i Pepsi-deildinni í dag. Liðin eru bæði í baráttu um Evrópusæti og hefðu þegið þrjú stig til að standa betur að vígi í hörkuslag í efri hluta deildarinnar. 27. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - KR 2-2 | Jafntefli niðurstaðan í hörkuleik í Grindavík Grindavík og KR gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik i Pepsi-deildinni í dag. Liðin eru bæði í baráttu um Evrópusæti og hefðu þegið þrjú stig til að standa betur að vígi í hörkuslag í efri hluta deildarinnar. 27. ágúst 2017 20:00