Craig: Ég svaf ekki mikið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2017 14:30 Craig Pedersen með íslenska hópnum fyrir utan flugvélina sem fór með íslenska liðið til Helsinki. Mynd/KKÍ Það eru bara þrír dagar í fyrsta leik Íslands á Eurobasket 2017 og það mátti sjá á íslenska hópnum í Leifsstöð í morgun að það ríkir mikil eftirvænting meðal allra sem taka þátt í þessu stóra verkefni. „Við erum allir mjög spenntir og ég svaf ekki mikið í nótt,“ viðurkenndi Craig Pedersen, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins rétt fyrir flug íslenska hópsins til Helsinki í morgun. Craig Pedersen er búinn að þjálfa íslenska liðið í þrjú ár en er að fara með íslenska landsliðið í annað skiptið á Evrópumót. Hann var einnig þjálfari liðsins í Berlín fyrir tveimur árum. „Það verður gott að ná að komast sér vel fyrir í Helsinki og geta lagt lokahönd á undirbúninginn á æfingunum úti,“ sagði Craig Pedersen. „Það fylgdi því notaleg tilfinning þegar allir gengu saman inn í Leifsstöð. Það verður samt best að komast þangað,“ sagði Craig. „Þetta verður alveg eins erfitt og síðast og riðilinn okkar er alveg jafnsterkur núna. Það eru NBA-leikmenn í nánast öllum liðunum og leikmenn í bestu liðum Evrópu þannig að þetta verður mjög erfitt. Vonandi náum við að spila vel út allt mótið,“ sagði Craig. „Ég held að reynslan frá því á EM 2015 muni hjálpa okkur mikið en það mun líka hjálpa okkur að hafa spilað á móti mjög sterkum þjóðum í undirbúningsleikjunum og þá sérstaklega að hafa spilað við Rússland og Litháen. Strákarnir stóðu sig nokkuð vel á móti þeim,“ sagði Craig. „Reynsla okkar frá síðasta Evrópumóti í viðbót við góðan undirbúning mun hjálpa okkur mikið,“ sagði Craig. „Við höfum verið án tveggja leikmanna vegna meiðsla (Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson) en það hefur gefið öðrum leikmönnum meiri tækifæri í leikjunum. Það er jákvætt fyrir okkur að þeir hafi fengið að reyna sig á þessu stigi,“ sagði Craig. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Farnir til Finnlands í sínu fínasta pússi – Myndir Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu hefja leik á Evrópumótinu í körfubolta á fimmtudaginn þegar þeir mæta Grikklandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. 28. ágúst 2017 08:45 Við verðum að spila af hörku Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn. 28. ágúst 2017 06:30 Körfuboltaflugfreyjur tóku á móti strákunum í flugvélinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta flaug í morgun til Helsinki í Finnlandi þar sem íslenska liðið mun spila sinn fyrsta leik á EM á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 12:30 Hlynur: Erfitt í morgun að passa að sulla ekki niður á sig Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur farið í margar landsliðsferðirnar en þó aldrei eins flott klæddur og í morgun. 28. ágúst 2017 11:30 Jón Arnór: Við höfum aldrei verið jafn fínir áður Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Finnlands í morgun en þar mun liðið taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst í Helsinki á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 09:25 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Það eru bara þrír dagar í fyrsta leik Íslands á Eurobasket 2017 og það mátti sjá á íslenska hópnum í Leifsstöð í morgun að það ríkir mikil eftirvænting meðal allra sem taka þátt í þessu stóra verkefni. „Við erum allir mjög spenntir og ég svaf ekki mikið í nótt,“ viðurkenndi Craig Pedersen, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins rétt fyrir flug íslenska hópsins til Helsinki í morgun. Craig Pedersen er búinn að þjálfa íslenska liðið í þrjú ár en er að fara með íslenska landsliðið í annað skiptið á Evrópumót. Hann var einnig þjálfari liðsins í Berlín fyrir tveimur árum. „Það verður gott að ná að komast sér vel fyrir í Helsinki og geta lagt lokahönd á undirbúninginn á æfingunum úti,“ sagði Craig Pedersen. „Það fylgdi því notaleg tilfinning þegar allir gengu saman inn í Leifsstöð. Það verður samt best að komast þangað,“ sagði Craig. „Þetta verður alveg eins erfitt og síðast og riðilinn okkar er alveg jafnsterkur núna. Það eru NBA-leikmenn í nánast öllum liðunum og leikmenn í bestu liðum Evrópu þannig að þetta verður mjög erfitt. Vonandi náum við að spila vel út allt mótið,“ sagði Craig. „Ég held að reynslan frá því á EM 2015 muni hjálpa okkur mikið en það mun líka hjálpa okkur að hafa spilað á móti mjög sterkum þjóðum í undirbúningsleikjunum og þá sérstaklega að hafa spilað við Rússland og Litháen. Strákarnir stóðu sig nokkuð vel á móti þeim,“ sagði Craig. „Reynsla okkar frá síðasta Evrópumóti í viðbót við góðan undirbúning mun hjálpa okkur mikið,“ sagði Craig. „Við höfum verið án tveggja leikmanna vegna meiðsla (Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson) en það hefur gefið öðrum leikmönnum meiri tækifæri í leikjunum. Það er jákvætt fyrir okkur að þeir hafi fengið að reyna sig á þessu stigi,“ sagði Craig.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Farnir til Finnlands í sínu fínasta pússi – Myndir Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu hefja leik á Evrópumótinu í körfubolta á fimmtudaginn þegar þeir mæta Grikklandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. 28. ágúst 2017 08:45 Við verðum að spila af hörku Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn. 28. ágúst 2017 06:30 Körfuboltaflugfreyjur tóku á móti strákunum í flugvélinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta flaug í morgun til Helsinki í Finnlandi þar sem íslenska liðið mun spila sinn fyrsta leik á EM á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 12:30 Hlynur: Erfitt í morgun að passa að sulla ekki niður á sig Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur farið í margar landsliðsferðirnar en þó aldrei eins flott klæddur og í morgun. 28. ágúst 2017 11:30 Jón Arnór: Við höfum aldrei verið jafn fínir áður Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Finnlands í morgun en þar mun liðið taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst í Helsinki á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 09:25 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Farnir til Finnlands í sínu fínasta pússi – Myndir Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu hefja leik á Evrópumótinu í körfubolta á fimmtudaginn þegar þeir mæta Grikklandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. 28. ágúst 2017 08:45
Við verðum að spila af hörku Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn. 28. ágúst 2017 06:30
Körfuboltaflugfreyjur tóku á móti strákunum í flugvélinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta flaug í morgun til Helsinki í Finnlandi þar sem íslenska liðið mun spila sinn fyrsta leik á EM á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 12:30
Hlynur: Erfitt í morgun að passa að sulla ekki niður á sig Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur farið í margar landsliðsferðirnar en þó aldrei eins flott klæddur og í morgun. 28. ágúst 2017 11:30
Jón Arnór: Við höfum aldrei verið jafn fínir áður Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Finnlands í morgun en þar mun liðið taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst í Helsinki á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 09:25