Með svo þungt hlass á kerru að bíllinn lyftist að aftan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2017 15:05 Lögreglan á Suðurlandi hafði nóg að gera í síðustu viku. vísir/eyþór Þrír ökumenn hafa verið kærðir fyrir að keyra með of þungan farm í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Þá hafði lögregla einnig afskipti af ökumanni sem keyrði um með of afturþungt timburbúnt í eftirdragi. Hafði timburbúntinu verið staflað á kerru sem var í eftirdragi pallbíls. Var ökumaðurinn á leið úr byggingarverslun á Selfossi. Var búntið svo afturþungt að þegar ýtt var á endann á því lyftist bifreiðin að aftan. Ökumaðurinn sagðist aðeins hafa ætlað sér að fara „skamma vegalengd“ en var gert að umstafla timburbúntinu áður en lengra er haldið. Segir lögregla að það sé „sjaldgæft að fundið sé að því að það vanti hleðslu á ás bifreiða.“ að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Í þrígang var grenslast fyrir um ferðamenn sem farið höfðu af leið. Allir komust heilir til byggða, ýmist með aðstoð lögreglu, björgunarsveita eða landeiganda. Einn var á Fimmvörðuhálsi og hafði komið sér í sjálfheldu þar. Björgunarsveit aðstoðaði hann. Annar fór af leið á Langjökli en kom sér sjálf í húsaskjól og gerði vart við sig og var sóttur af lögreglu. Þriðji var villtur í myrkri á Sólheimasandi og var aðstoðaður í bíl af landeiganda þar. Stúlka slasaðist á hönd þegar hún lenti með hana í ullartætara á bæ í Rangárvallasýslu. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Erlendur ferðamaður er talinn mjaðmargrindarbrotinn eftir fall við Fjallsárlón og annar slíkur féll við Jökulsárlón og slasaðist. Þá slösuðust hjón þegar sleði sem þau óku um Sólhemajökul valt. Talð er að bæði hafi handleggsbrotnað við slysið. Þá voru þrír ökumenn kærðir vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiða sinna. Einn þeirra var einnig grunaður um að vera undir áhrifum áfengis. Annar mældist á 133 kílómetra hraða á Sandskeiði þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Viðurkenndi hann að hafa neytt kókaíns fyrir aksturinn. Lögreglumál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Þrír ökumenn hafa verið kærðir fyrir að keyra með of þungan farm í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Þá hafði lögregla einnig afskipti af ökumanni sem keyrði um með of afturþungt timburbúnt í eftirdragi. Hafði timburbúntinu verið staflað á kerru sem var í eftirdragi pallbíls. Var ökumaðurinn á leið úr byggingarverslun á Selfossi. Var búntið svo afturþungt að þegar ýtt var á endann á því lyftist bifreiðin að aftan. Ökumaðurinn sagðist aðeins hafa ætlað sér að fara „skamma vegalengd“ en var gert að umstafla timburbúntinu áður en lengra er haldið. Segir lögregla að það sé „sjaldgæft að fundið sé að því að það vanti hleðslu á ás bifreiða.“ að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Í þrígang var grenslast fyrir um ferðamenn sem farið höfðu af leið. Allir komust heilir til byggða, ýmist með aðstoð lögreglu, björgunarsveita eða landeiganda. Einn var á Fimmvörðuhálsi og hafði komið sér í sjálfheldu þar. Björgunarsveit aðstoðaði hann. Annar fór af leið á Langjökli en kom sér sjálf í húsaskjól og gerði vart við sig og var sóttur af lögreglu. Þriðji var villtur í myrkri á Sólheimasandi og var aðstoðaður í bíl af landeiganda þar. Stúlka slasaðist á hönd þegar hún lenti með hana í ullartætara á bæ í Rangárvallasýslu. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Erlendur ferðamaður er talinn mjaðmargrindarbrotinn eftir fall við Fjallsárlón og annar slíkur féll við Jökulsárlón og slasaðist. Þá slösuðust hjón þegar sleði sem þau óku um Sólhemajökul valt. Talð er að bæði hafi handleggsbrotnað við slysið. Þá voru þrír ökumenn kærðir vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiða sinna. Einn þeirra var einnig grunaður um að vera undir áhrifum áfengis. Annar mældist á 133 kílómetra hraða á Sandskeiði þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Viðurkenndi hann að hafa neytt kókaíns fyrir aksturinn.
Lögreglumál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira