Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Glórulaust að tveir aðstoðarþjálfarar láti reka sig út af

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Upp úr sauð eftir 1-1 jafntefli Stjörnunnar og FH í 17. umferð Pepsi-deildar karla í gær.

Mönnum var mjög heitt í hamsi og endaði þetta allt á því að Brynjar Björn Gunnarsson og Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar, og Pétur Viðarsson, leikmaður FH, fengu að líta rauða spjaldið.

„Það virðist vera sem FH-ingarnir séu að kvarta yfir því að það hafi ekki verið dæmd aukaspyrna þegar Ólafur Karl Finsen fór í Gunnar [Nielsen],“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum í gær og vísaði til jöfnunarmarks Stjörnunnar sem Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði í uppbótartíma.

Reynir Leósson var ekki hrifinn af framkomu þjálfara Stjörnunnar eftir leikinn.

„Auðvitað er aldrei gott að sjá leikmenn gera þetta en þegar við sjáum tvo þjálfara fremsta í flokki þá finnst mér það algjörlega yfir strikið. Að tveir aðstoðarþjálfarar í sama liðinu láti reka sig út af finnst mér glórulaust,“ sagði Reynir.

„Þetta fór algjörlega úr böndunum. Ég held að Vilhjálmur Alvar [Þórarinsson, dómari leiksins] hafi gert eins vel og hann gat í þessu tilfelli,“ sagði Óskar Hrafn.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×