Halldór Orri Björnsson, leikmaður FH, mátti þakka fyrir að ekki fór verr þegar hann festi puttanna á milli auglýsingaskilta á Samsung-vellinum í leik gegn sínum gömlu félögum í Stjörnunni í gær.
Halldór Orri freistaði þess þá að halda boltanum í leik. Boltinn fór út af vellinum, Halldór Orri reyndi að stoppa sig á auglýsingaskiltunum við hliðarlínuna en festi puttana á milli þeirra.
Halldóri Orra varð sem betur fer ekki meint af og gat haldið leik áfram.
Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Stjarnan er í 2. sæti Pepsi-deildarinnar en FH í því þriðja.
Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Rétt er að vara viðkvæma við myndbandinu.
Pepsi-mörkin: Halldór Orri festi puttanna á milli auglýsingaskilta | Myndband
Tengdar fréttir

Heimir: Stjörnumenn góla kerfisbundið á dómarann | Þrír reknir út af
Það varð allt vitlaust eftir leik Stjörnunnar og FH í Pepsi-deild karla í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - FH 1-1 | Dramatískt í Garðabænum
Stjörnumenn tryggðu sér jafntefli gegn FH með marki í uppbótartíma. Eftir leik sauð allt upp úr á milli liðanna.

Pepsi-mörkin: Glórulaust að tveir aðstoðarþjálfarar láti reka sig út af
Upp úr sauð eftir 1-1 jafntefli Stjörnunnar og FH í 17. umferð Pepsi-deildar karla í gær.

Sjáðu öll mörk gærdagsins, lætin í Garðabænum og gullmark Andra Rúnars
Það var nóg um að vera í 17. umferð Pepsi-deildar karla.

Flösku kastað í Kassim: Ég varð fyrir kynþáttafordómum
Leikmaður FH fékk flösku í andlitið eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í gær.

Pétur: Vil sem minnst tjá mig um þetta | Sjáðu lætin
Pétur Viðarsson fékk að líta rauða spjaldið eftir leik Stjörnunnar og FH í Pepsi-deild karla í gær.

Forsætisráðherra leggur orð í belg um jöfnunarmark Stjörnunnar
Það varð allt vitlaust eftir leik Stjörnunnar og FH í Pepsi-deild karla í gær.