Gunnar Heiðar: Draumur síðan ég var lítill peyi Smári Jökull Jónsson skrifar 12. ágúst 2017 19:15 Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði sigurmarkið. mynd/hafliði breiðfjörð „Tilfinningin er hrikalega góð, ég er svo stoltur að það hálfa væri nóg. Þetta er búinn að vera draumur síðan ég var lítill peyi að vinna titil með ÍBV,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikmaður ÍBV en tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn með því að skora eina mark leiksins gegn FH í dag. Eyjamenn töpuðu fyrir Val í úrslitum í fyrra og margir sem höfðu ekki trú á Gunnari Heiðari eftir meiðslahrjáðan vetur. Hélt hann eftir leikinn í fyrra að hann fengið annað tækifæri til að vinna titil með ÍBV? „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég ekki. Ég hélt að það hefði verið minn síðasti séns að ná í titil sem leikmaður. Svo byrjaði maður aftur og hugsaði að ég skyldi taka bikar með þessu liði. Þetta er geggjað. Ég er raddlaus, gjörsamlega búinn á því en stuðningurinn hér frá fólkinu okkar sem kom frá Eyjum. Við fáum þennan aukakraft þegar allir standa saman og við sjáum það í dag,“ bætti Gunnar Heiðar við. ÍBV er í fallsæti í Pepsi-deildinni og flestir á því að FH væri sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn í dag. „Það er ekki í fyrsta sinn að allir séu búnir að dæma okkur í eitthvað rugl. Við höfum sýnt að þegar leikmenn og áhorfendur standa saman þá getum við allt. Planið okkar var að virka en auðvitað var þetta erfiðara í seinni hálfleik og þeir komust betur inn í þetta. En mér gæti ekki verið meira sama, við erum bikarmeistarar.“ Eyjamenn hafa verið þekktir fyrir magnaðar móttökur í Vestmannaeyjum þegar íþróttaliðin þeirra koma heim með bikar. Gunnar Heiðar sagðist afar spenntur fyrir kvöldinu. „Ég er búinn að horfa svo oft á handboltaliðið koma heim síðustu ár og hugsa hvað mig langi að gera þetta með fótboltanum. Nú er það að gerast og það verður sko nýtt,“ sagði hetja Eyjamanna að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30 Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
„Tilfinningin er hrikalega góð, ég er svo stoltur að það hálfa væri nóg. Þetta er búinn að vera draumur síðan ég var lítill peyi að vinna titil með ÍBV,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikmaður ÍBV en tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn með því að skora eina mark leiksins gegn FH í dag. Eyjamenn töpuðu fyrir Val í úrslitum í fyrra og margir sem höfðu ekki trú á Gunnari Heiðari eftir meiðslahrjáðan vetur. Hélt hann eftir leikinn í fyrra að hann fengið annað tækifæri til að vinna titil með ÍBV? „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég ekki. Ég hélt að það hefði verið minn síðasti séns að ná í titil sem leikmaður. Svo byrjaði maður aftur og hugsaði að ég skyldi taka bikar með þessu liði. Þetta er geggjað. Ég er raddlaus, gjörsamlega búinn á því en stuðningurinn hér frá fólkinu okkar sem kom frá Eyjum. Við fáum þennan aukakraft þegar allir standa saman og við sjáum það í dag,“ bætti Gunnar Heiðar við. ÍBV er í fallsæti í Pepsi-deildinni og flestir á því að FH væri sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn í dag. „Það er ekki í fyrsta sinn að allir séu búnir að dæma okkur í eitthvað rugl. Við höfum sýnt að þegar leikmenn og áhorfendur standa saman þá getum við allt. Planið okkar var að virka en auðvitað var þetta erfiðara í seinni hálfleik og þeir komust betur inn í þetta. En mér gæti ekki verið meira sama, við erum bikarmeistarar.“ Eyjamenn hafa verið þekktir fyrir magnaðar móttökur í Vestmannaeyjum þegar íþróttaliðin þeirra koma heim með bikar. Gunnar Heiðar sagðist afar spenntur fyrir kvöldinu. „Ég er búinn að horfa svo oft á handboltaliðið koma heim síðustu ár og hugsa hvað mig langi að gera þetta með fótboltanum. Nú er það að gerast og það verður sko nýtt,“ sagði hetja Eyjamanna að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30 Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30
Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41