Martin stigahæstur í tapi gegn Rússum Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2017 11:15 Martin Hermannsson fór fyrir íslenska liðinu í stigaskorun annan leikinn í röð. vísir/bára dröfn Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði lokaleik sínum gegn heimamönnum 82-69 í Kazan í Rússlandi í dag en þetta var seinasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Eftir sigurinn á Ungverjum í gær var komið að lokaleiknum þar sem Ísland mætti liði Rússa sem hafði unnið báða leiki sína til þessa. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu fljótlega tíu stiga forskoti í stöðunni 15-5 en staðan að fyrsta leikhluta loknum var 24-15 fyrir Rússum. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta, Rússarnir byrjuðu af krafti og voru fljótir að ná góðu forskoti sem íslenska liðið náði aðeins að laga fyrir lok fyrri hálfleiks. Tóku Rússar sautján stiga forskot inn í hálfleikinn, 48-31, en spilamennskan í þriðja leikhluta var sennilega sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt á þessu móti. Varnarlega héldu þeir Rússum niðri og í aðeins tólf stigum en á sama tíma fóru íslensku leikmennirnir að finna skotin sín þótt að þeir hafi farið illa með nokkur góð færi til að minnka enn meira muninn. Var munurinn aðeins sex stig í upphafi fjórða leikhluta, 60-54, en þá settu Rússarnir aftur í gír og kláruðu leikinn á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Náði íslenska liðið að minnka muninn aftur niður í sjö stig þegar stutt var til leiksloka en ekki gafst tími til að gera atlögu að forskoti Rússa og lauk leiknum með þrettán stiga sigri. Þjálfarateymið getur tekið margt jákvætt úr spilamennsku liðsins í dag gegn ógnarsterku liði Rússa, sérstaklega hvernig þeir náðu allri stjórn á leiknum í þriðja leikhluta. Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig en Haukur Helgi Pálsson bætti við tólf stigum og Hörður Axel Vilhjálmsson ellefu. Var Martin valinn maður leiksins í íslenska liðinu af hálfu rússneska körfuboltasambandsins. Þá var gaman að fylgjast með baráttu Tryggva Hlínarsonar og Timofey Mozgov, miðherja Brooklyn Nets, í leiknum en Tryggvi gaf honum ekkert eftir og sýndi að hann er svo sannarlega tilbúinn fyrir stóra sviðið. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði lokaleik sínum gegn heimamönnum 82-69 í Kazan í Rússlandi í dag en þetta var seinasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Eftir sigurinn á Ungverjum í gær var komið að lokaleiknum þar sem Ísland mætti liði Rússa sem hafði unnið báða leiki sína til þessa. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu fljótlega tíu stiga forskoti í stöðunni 15-5 en staðan að fyrsta leikhluta loknum var 24-15 fyrir Rússum. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta, Rússarnir byrjuðu af krafti og voru fljótir að ná góðu forskoti sem íslenska liðið náði aðeins að laga fyrir lok fyrri hálfleiks. Tóku Rússar sautján stiga forskot inn í hálfleikinn, 48-31, en spilamennskan í þriðja leikhluta var sennilega sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt á þessu móti. Varnarlega héldu þeir Rússum niðri og í aðeins tólf stigum en á sama tíma fóru íslensku leikmennirnir að finna skotin sín þótt að þeir hafi farið illa með nokkur góð færi til að minnka enn meira muninn. Var munurinn aðeins sex stig í upphafi fjórða leikhluta, 60-54, en þá settu Rússarnir aftur í gír og kláruðu leikinn á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Náði íslenska liðið að minnka muninn aftur niður í sjö stig þegar stutt var til leiksloka en ekki gafst tími til að gera atlögu að forskoti Rússa og lauk leiknum með þrettán stiga sigri. Þjálfarateymið getur tekið margt jákvætt úr spilamennsku liðsins í dag gegn ógnarsterku liði Rússa, sérstaklega hvernig þeir náðu allri stjórn á leiknum í þriðja leikhluta. Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig en Haukur Helgi Pálsson bætti við tólf stigum og Hörður Axel Vilhjálmsson ellefu. Var Martin valinn maður leiksins í íslenska liðinu af hálfu rússneska körfuboltasambandsins. Þá var gaman að fylgjast með baráttu Tryggva Hlínarsonar og Timofey Mozgov, miðherja Brooklyn Nets, í leiknum en Tryggvi gaf honum ekkert eftir og sýndi að hann er svo sannarlega tilbúinn fyrir stóra sviðið.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira