FH og KR áttu að mætast í risaleik næstkomandi sunnudag í Pepsi-deild karla en stuðningsmenn liðanna verða að bíða aðeins lengur eftir því að sjá þennan stóra leik.
Það er nefnilega búið að fresta þessum leik til fimmtudagsins 31. ágúst. Hann verður þá spilaður klukkan 17.45.
Þessi frestun kemur til út af þátttöku FH í Evrópukeppninni.
FH á að spila gegn portúgalska liðinu Braga á heimavelli á fimmtudag og svo fer síðari leikurinn fer fram viku síðar eða þann 24. ágúst.
Eftir það verkefni getur FH byrjað að hugsa um leikinn gegn KR.
Leik FH og KR frestað
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn



Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn



