Willum Þór Þórsson: Í kvöld guggnaði dómarinn á því að dæma augljósa vítaspyrnu Smári Jökull Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 21:55 Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. Vísir/Anton Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var líklega sá þjálfari, í leik KR og Vals í Pepsi-deildinni í kvöld, sem var ósáttari við stigið sem liðin urðu að sætta sig við. En var þetta gott stig eða tvö töpuð stig? „Ég veit ekki hvað skal segja, við erum að spila á móti frábæru liði. Þetta var svona toppfótbolti eins og hann gerist bestur, bæði lið komu til leiks vel skipulögð og gáfu fá færi á sér. Við vildum auðvitað taka öll stigin og fannst við fá færi til þess og í svona leik þar sem lítið skilur í milli þá vill maður fá það sem maður á skilið“. Willum var svekktur að dómari leiksins hafi ekki dæmt víti í seinni hálfleik og var spurður í kjölfarið út í það hvort að KR hafi verið heppnir á móti að missa ekki mann af velli þegar Aron Bjarki Jósepsson braut harkalega á sér í fyrri hálfleik. „Í kvöld guggnaði dómarinn á því að dæma augljósa vítaspyrnu og það er bara dýrt. Mér fannst við ekki heppnir að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik, Haukur Páll straujaði svona sjö eða átta manns hérna í kvöld og það var alltaf verið að tala við hann en um leið og okkar maður fer í fyrsta brot og þá er beint sveiflað gula á hann. Það er algjörlega fáránlegt, það er maður sparkaður út úr leiknum hjá okkur og það var ekki einu sinni veitt viðtal. Þeir böðluðust á okkur út um allan völl. Mér fannst þetta bara ekki boðlegt“. Willum var spurður að því hvað stigið myndi gera fyrir KR. „Við erum bara á þeim stað að taka bara einn leik í einu og gefa allt í þann leik. Við höfum verið að spila mjög vel undanfarið og það er ekkert hægt að segja á móti jafnsterku liði og Val þegar niðurstaðan er jafntefli. Þetta eru tvö frábær lið og það mátti lítið á milli mæla og þetta er niðurstaðan og hún er líklega sanngjörn“. Að lokum var Willum spurður út í aðstæðurnar í dag en hann kvartaði undan þeim í seinustu umferð en í dag voru þær frábærar. „Aðstæðurnar í dag voru frábærar og mér fannst bæði liðin mjög vel skipulögð og ég hef alveg smekk fyrir svona fótbolta. Þar sem allir gefa allt í leikinn og liðin gefa fá færi á sér, þetta var kraftmikill fótboltaleikur þannig að mér fannst þetta flottur fótbolti hérna í dag hjá báðum liðum“. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var líklega sá þjálfari, í leik KR og Vals í Pepsi-deildinni í kvöld, sem var ósáttari við stigið sem liðin urðu að sætta sig við. En var þetta gott stig eða tvö töpuð stig? „Ég veit ekki hvað skal segja, við erum að spila á móti frábæru liði. Þetta var svona toppfótbolti eins og hann gerist bestur, bæði lið komu til leiks vel skipulögð og gáfu fá færi á sér. Við vildum auðvitað taka öll stigin og fannst við fá færi til þess og í svona leik þar sem lítið skilur í milli þá vill maður fá það sem maður á skilið“. Willum var svekktur að dómari leiksins hafi ekki dæmt víti í seinni hálfleik og var spurður í kjölfarið út í það hvort að KR hafi verið heppnir á móti að missa ekki mann af velli þegar Aron Bjarki Jósepsson braut harkalega á sér í fyrri hálfleik. „Í kvöld guggnaði dómarinn á því að dæma augljósa vítaspyrnu og það er bara dýrt. Mér fannst við ekki heppnir að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik, Haukur Páll straujaði svona sjö eða átta manns hérna í kvöld og það var alltaf verið að tala við hann en um leið og okkar maður fer í fyrsta brot og þá er beint sveiflað gula á hann. Það er algjörlega fáránlegt, það er maður sparkaður út úr leiknum hjá okkur og það var ekki einu sinni veitt viðtal. Þeir böðluðust á okkur út um allan völl. Mér fannst þetta bara ekki boðlegt“. Willum var spurður að því hvað stigið myndi gera fyrir KR. „Við erum bara á þeim stað að taka bara einn leik í einu og gefa allt í þann leik. Við höfum verið að spila mjög vel undanfarið og það er ekkert hægt að segja á móti jafnsterku liði og Val þegar niðurstaðan er jafntefli. Þetta eru tvö frábær lið og það mátti lítið á milli mæla og þetta er niðurstaðan og hún er líklega sanngjörn“. Að lokum var Willum spurður út í aðstæðurnar í dag en hann kvartaði undan þeim í seinustu umferð en í dag voru þær frábærar. „Aðstæðurnar í dag voru frábærar og mér fannst bæði liðin mjög vel skipulögð og ég hef alveg smekk fyrir svona fótbolta. Þar sem allir gefa allt í leikinn og liðin gefa fá færi á sér, þetta var kraftmikill fótboltaleikur þannig að mér fannst þetta flottur fótbolti hérna í dag hjá báðum liðum“.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira