Þeir hafa ekki enn spilað eina mínútu fyrir FH síðan þeir komu. Dvornekovic sat allan tímann á varamannabekknum í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV en D'Ulivo hefur ekki enn verið í leikmannahóp FH.
„Það gæti gerst,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sposkur á svip þegar hann var spurður að því hvort nýju mennirnir myndu taka þátt í Evrópuleiknum gegn Braga á fimmtudaginn.
En hver er ástæðan fyrir því að Heimir hefur ekki notað D'Ulivo og Dvornekovic hingað til?
„Þeir eru bara búnir að vera með okkur í 10 daga og það tekur tíma að koma þeim inn í rútínuna,“ sagði Heimir.
„Það er hægt að gera þetta á marga vegu. Það er hægt að henda mönnum beint í djúpu laugina án þess að sýna þeim hvernig hlutirnir virka. Þá er það það yfirleitt þannig að það klikkar. Það er að mínu mati betra að leyfa þeim að aðlagast aðeins og koma þeim inn í þetta hægt og sígandi.“

