Kjartan og Baldur hafa fest kaup á hlut í verðbréfafyrirtækinu ALM Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 16. ágúst 2017 08:00 Kjartan Gunnarsson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en Baldur Guðlaugsson er fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambandsins, eru á meðal þeirra fjárfesta sem hafa eignast hlut í verðbréfafyrirtækinu ALM Verðbréf. Fimm fjárfestar bættust í hluthafahópinn í síðasta mánuði með kaupum á samanlagt þriðjungshlut í fyrirtækinu. Kanadíska fjármálafyrirtækið Prospect Financial Group, sem Gordon Reykdal, ræðismaður Íslands í Edmonton í Kanada, stýrir, keypti 9,95 prósenta hlut í ALM Verðbréf. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, er framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Hinir fjárfestarnir fjórir keyptu hver um sig 5,94 prósenta hlut í ALM. Um er að ræða þá Baldur Guðlaugsson, sem var í febrúar árið 2012 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, og félögin KGK tveir ehf. í eigu Kjartans Gunnarssonar, Fjallatindar ehf. í eigu hjónanna Magnúsar Gunnarssonar og Gunnhildar Gunnarsdóttur og B30 ehf. í eigu hjónanna Stefáns Friðfinnssonar, fyrrverandi forstjóra Íslenskra aðalverktaka, og Ragnheiðar Ebenezersdóttur. Kjartan, sem sat um árabil í bankaráði Landsbankans, er jafnframt hluthafi í verðbréfafyrirtækinu Virðingu og þá er Magnús Gunnarsson varamaður í stjórn Fossa markaða. Magnús hefur gegnt margvíslegum stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi, en hann var meðal annars forstjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda. Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri ALM Verðbréfa, segir afar jákvætt að félagið hafi fengið öfluga fjárfesta til liðs við sig. Nokkur gerjun hefur verið á fjármálamarkaði undanfarið og hafa mörg félög reynt að leita leiða til þess að ná fram hagræðingu í rekstri. Þannig hefur Kvika til að mynda fest kaup á Virðingu og Öldu sjóðum. Aðspurður segir Arnar engin sérstök áform vera um sameiningar við önnur fjármálafyrirtæki. Hins vegar sé félagið ávallt opið fyrir öllum möguleikum sem bjóðast. Þeir Baldur og Kjartan eru jafnframt hluthafar og stjórnarmenn í fyrirtækinu A Faktoring, sem sérhæfir sig í reikningakaupum án endurkröfu, en fyrirtækið á í margs konar samstarfi við ALM Verðbréf. Þannig veita fyrirtækin til að mynda saman milligöngu um fjármögnun, svo sem endurfjármögnun skulda eða langtímafjármögnun atvinnuhúsnæðis, fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Er ALM Verðbréf enn fremur stór hluthafi í A Faktoring.ALM Verðbréf skiluðu 13,5 milljóna króna hagnaði í fyrra.Seljendur voru Sigurður Kristinn Egilsson, fyrrverandi starfsmaður ALM Verðbréfa og nú framkvæmdastjóri Arcur Finance, sem seldi 17,2 prósenta hlut, félagið Investar ehf. í eigu hjónanna Gunnars Henriks B. Gunnarssonar, eiganda gleraugnaverslunarinnar Prooptik og stórs hluthafa í Kviku, og Lovísu Ólafsdóttur, sem seldi 9,5 prósenta hlut, Master ehf. í eigu Eyjólfs Arnar Jónssonar, forstöðumanns hjá Íslandsbanka, sem seldi 4,5 prósenta hlut, og loks Valagil ehf. í eigu Ægis Páls Friðbertssonar, framkvæmdastjóra Brims, sem seldi einnig 4,5 prósenta hlut í ALM Verðbréf. Arnar Jónsson er stærsti hluthafi ALM Verðbréfa með 27,6 prósenta hlut. Þar á eftir koma þeir Hjörtur H. Jónsson og Ísak S. Hauksson, með 17,25 prósenta hlut hvor, en þeir starfa báðir hjá fyrirtækinu. Annar starfsmaður, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, á 4,2 prósent. Hagnaður ALM Verðbréfa nam um 13,5 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 49 prósent á milli ára. Eignir fyrirtækisins jukust um 22 prósent á milli ára og námu rúmri 101 milljón króna í lok árs 2016. Var eiginfjárhlutfallið þá 125,1 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambandsins, eru á meðal þeirra fjárfesta sem hafa eignast hlut í verðbréfafyrirtækinu ALM Verðbréf. Fimm fjárfestar bættust í hluthafahópinn í síðasta mánuði með kaupum á samanlagt þriðjungshlut í fyrirtækinu. Kanadíska fjármálafyrirtækið Prospect Financial Group, sem Gordon Reykdal, ræðismaður Íslands í Edmonton í Kanada, stýrir, keypti 9,95 prósenta hlut í ALM Verðbréf. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, er framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Hinir fjárfestarnir fjórir keyptu hver um sig 5,94 prósenta hlut í ALM. Um er að ræða þá Baldur Guðlaugsson, sem var í febrúar árið 2012 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, og félögin KGK tveir ehf. í eigu Kjartans Gunnarssonar, Fjallatindar ehf. í eigu hjónanna Magnúsar Gunnarssonar og Gunnhildar Gunnarsdóttur og B30 ehf. í eigu hjónanna Stefáns Friðfinnssonar, fyrrverandi forstjóra Íslenskra aðalverktaka, og Ragnheiðar Ebenezersdóttur. Kjartan, sem sat um árabil í bankaráði Landsbankans, er jafnframt hluthafi í verðbréfafyrirtækinu Virðingu og þá er Magnús Gunnarsson varamaður í stjórn Fossa markaða. Magnús hefur gegnt margvíslegum stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi, en hann var meðal annars forstjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda. Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri ALM Verðbréfa, segir afar jákvætt að félagið hafi fengið öfluga fjárfesta til liðs við sig. Nokkur gerjun hefur verið á fjármálamarkaði undanfarið og hafa mörg félög reynt að leita leiða til þess að ná fram hagræðingu í rekstri. Þannig hefur Kvika til að mynda fest kaup á Virðingu og Öldu sjóðum. Aðspurður segir Arnar engin sérstök áform vera um sameiningar við önnur fjármálafyrirtæki. Hins vegar sé félagið ávallt opið fyrir öllum möguleikum sem bjóðast. Þeir Baldur og Kjartan eru jafnframt hluthafar og stjórnarmenn í fyrirtækinu A Faktoring, sem sérhæfir sig í reikningakaupum án endurkröfu, en fyrirtækið á í margs konar samstarfi við ALM Verðbréf. Þannig veita fyrirtækin til að mynda saman milligöngu um fjármögnun, svo sem endurfjármögnun skulda eða langtímafjármögnun atvinnuhúsnæðis, fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Er ALM Verðbréf enn fremur stór hluthafi í A Faktoring.ALM Verðbréf skiluðu 13,5 milljóna króna hagnaði í fyrra.Seljendur voru Sigurður Kristinn Egilsson, fyrrverandi starfsmaður ALM Verðbréfa og nú framkvæmdastjóri Arcur Finance, sem seldi 17,2 prósenta hlut, félagið Investar ehf. í eigu hjónanna Gunnars Henriks B. Gunnarssonar, eiganda gleraugnaverslunarinnar Prooptik og stórs hluthafa í Kviku, og Lovísu Ólafsdóttur, sem seldi 9,5 prósenta hlut, Master ehf. í eigu Eyjólfs Arnar Jónssonar, forstöðumanns hjá Íslandsbanka, sem seldi 4,5 prósenta hlut, og loks Valagil ehf. í eigu Ægis Páls Friðbertssonar, framkvæmdastjóra Brims, sem seldi einnig 4,5 prósenta hlut í ALM Verðbréf. Arnar Jónsson er stærsti hluthafi ALM Verðbréfa með 27,6 prósenta hlut. Þar á eftir koma þeir Hjörtur H. Jónsson og Ísak S. Hauksson, með 17,25 prósenta hlut hvor, en þeir starfa báðir hjá fyrirtækinu. Annar starfsmaður, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, á 4,2 prósent. Hagnaður ALM Verðbréfa nam um 13,5 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 49 prósent á milli ára. Eignir fyrirtækisins jukust um 22 prósent á milli ára og námu rúmri 101 milljón króna í lok árs 2016. Var eiginfjárhlutfallið þá 125,1 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira